Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 25
þennan þátt málsins að hvorki væri um að ræða lögmætar úthiutanir af fjármunum félagsins né venjuleg viðskiptalán. Síðan segir nefndin orðrétt: „Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, bar skattstjóra að kanna og fjalla um umræddar lánveitingar kæranda á allt öðrum forsendum en hann gerði, hvað varðar þann hluta lánanna, sem hluthafar í kæranda nutu, sérstaklega þann hluta lána til hluthafa, sem komu til eftir 1. janúar 1995, enda verður ekki séð að þau lán stæðu óhögguð, miðað við lagaskilyrði fyrir slíkum lánveitingum sem mælt er fyrir um í 79. gr. laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, og þannig ekki forsendur til að reikna kæranda vexti af þeim hluta lánanna á grundvelli 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981, en slík ákvörðun hlaut að byggjast á því að við lánveitingunum yrði ekki hróflað að öðru leyti“. Yfirskattanefnd gengur hér óvenjulega langt í því að leiðbeina skattstjóra um það hvemig hann eigi að fara í athugun mála. Þá er það athyglisvert að nefndin virðist telja að ekki sé unnt að tekjufæra reiknaða vexti af lánunum til hlut- hafanna ef það reynist raunin að þau teljist óheimil skv. lögum um einkahluta- félög. Þá virðist hún gera að því skóna að lánveitingin sjálf geti talist til dulbúins arðs. Er þetta í samræmi við niðurstöðu yfirskattanefndar í úrskurði nr. 223 frá 24. mars 1999 en þar staðfestir nefndin úrskurð ríkisskattstjóra þar sem hluthafa er fært til tekna andvirði vaxtalauss láns frá hlutafélagi, með vís- an til 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981. Telja verður úrskurðinn tímamóta- úrskurð varðandi skattasniðgöngu. Þama fer nefndin nokkuð aðra leið en gert er í danskri framkvæmd, sbr. framangreint, þar sem í þessum tilvikum í Dan- mörku er vaxtahagræðið reiknað hluthöfum til tekna sem dulbúinn arður, en engin afskipti höfð af gildi lánanna.33 í tilvikum sem þessum hlýtur það að geta orkað tvímælis að telja höfuðstól láns til tekna hjá aðalhluthafa með vísan til 9. gr. tekjuskattslaga. Ef félagið hefur innt slíkar greiðslur af hendi sem óheimilt lán, ber aðalhluthafa að endurgreiða þær með dráttarvöxtum, sbr. 4. mgr. 79. gr, 1. nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Það vekur spumingu um það hvort um óvissar tekjur sé að ræða, sbr. 2. mgr. 60. gr. tskl. Þá geta slíkar lánveitingar varðað refsingu, sbr. 2. tl. 1. mgr. 127. gr. s.l.34 Það hefur því margt á móti sér að líta á lánveitingar hlutafélags til hluthafa sem duldar arðgreiðslur. Ekki virðast vera skýr dæmi um leiðréttingu skattlagningar hérlendis þegar um er að ræða vaxtalaus lán frá hluthafa til hlutafélags, en ganga má út frá því að líklegast yrði talið að ákvæði 9. gr. og 1. mgr. 58. gr. tskl. ættu ekki við um þau. 33 Sjá Werlauff: Selskabsskatteret. 1999, bls. 356-357. „Den skatteretlige problematik i denne forbindelse kan ikke affærdiges med en bemærkning om, at saadanne laan selskabsretligt er forbudt, for de forekommer jo faktisk. I skatteretlig sammenhæng er det ikke i sig selv afgprende, at laanet selskabsretligt er forbudt. Hvis der faktisk foreligger et formaliseret laan, er det afgprende, om laanet forrentes med markedsrenten (som i denne forbindelse normalt er mindst diskontoen + 4%-points, eventuelt selskabets hdjere refinansieringsudgift). Betaler aktionæren mindre end dette i rente, udgpr forskellen en skattepligtig maskeret udlodning, men aktionæren har fradrag for den samlede rente, dvs. summen af den faktiske og fikserede". 34 Þama gæti H 1966 340 (Hið íslenska steinolíuhlutafélag hf.) komið til skoðunar, þar sem fjársvikið fé gat ekki talist til löglegs skattstofns. 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.