Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 29
5. SKILYRÐIN FYRIR NOTKUN 9. GR. SAMNINGSFYRIRMYNDAR
OECD OG SAMANBURÐUR VIÐ 1. MGR. 58. GREINAR TSKL.
5.1 Fyrirtæki í samningsríki
Til þess að unnt sé að beita 9. grein verður að vera um að ræða tengd fyrir-
tæki. Hugtakinu „fyrirtæki í samningsríki“ er lýst í c-lið 3. greinar samnings-
fyrirmyndarinnar sem fyrirtæki rekið á vegum aðila heimilisfasts í samnings-
ríki. Hvaða aðilar teljast heimilisfastir samkvæmt samningsfyrirmyndinni
kemur fram í 4. grein. Samkvæmt þeirri grein teljast heimilisfastir allir aðilar
sem samkvæmt lögum samningsrrkis eru skattskyldir þar á grundvelli búsetu,
heimilisfesti, framkvæmdastjómar eða sérhverju slíku atriði. Samkvæmt þessu
nær ákvæðið til fyrirtækja rekinna á vegum manna og lögaðila og verður að
telja þá niðurstöðu eðlilega, þrátt fyrir orðalag í athugasemdum með 9. grein
sem greint var frá hér að framan. Hugtakið fyrirtæki er ekki nánar skilgreint í
samningsfyrirmyndinni og verður því að líta til íslenskra skattalaga um skil-
greiningu á því, sbr. 2. mgr. 3. gr. samningsfyrirmyndarinnar. Hugtakið er ekki
sérstaklega skilgreint í íslenskum skattalögum, en hefur í framkvæmd verið
talið taka til atvinnurekstrar á vegum bæði manna og lögaðila. Samkvæmt
þessu nær hugtakið fyrirtæki í 9. gr. samningsfyrirmyndar OECD til atvinnu-
rekstrar á vegum manna og lögaðila. Það er þess vegna ekki unnt að nota
greinina um viðskipti milli manna eða lögaðila utan atvinnurekstrar.
Um viðskipti milli greiðanda vaxta og eiganda kröfu eiga við ákvæði 6. mgr.
11. gr. samningsfyrirmyndarinnar, eins og áður segir. Ákvæði þessi eiga bæði
við aðila í og utan rekstrar. Hin almenna armslengdarregla 9. greinar nær hins
vegar t.d. ekki til ákvarðana um vaxtakjör þegar um er að ræða lán frá hluthafa
til hlutafélags eða frá hlutafélagi til hluthafa sem ekki tengjast atvinnurekstri
eða t.d. ákvarðana um leigukjör þegar hluthafi leigir hlutafélagi íbúð sína.42
Varðandi samanburð á 9. gr. samningsfyrirmyndar OECD og 1. mgr. 58. gr.
tskl. er vert að vekja athygli á því að ákvæði 58. greinarinnar eru þrengri en
ákvæði 9. greinarinar að því leyti að 58. greinin kveður á um skilmála sem eru
„verulega" frábrugðnir því sem almennt gerist.
Eins og rakið var í inngangi hér að framan gildir 1. mgr. 58. gr. eingöngu um
hagsmunatengda aðila. í 9. gr. samningsfyrirmyndarinnar er það skilyrði einnig
fyrir hendi, sbr. strax fyrirsögn greinarinnar „tengd fyrirtæki". I greininni sjálfri
er þessu nánar lýst.43 Hvorki í greininni sjálfri né athugasemdum með henni
kemur nánar fram hvenær fyrirtæki eða aðilar teljast vera tengdir með þeim
hætti að greinin eigi við. Það er því greinilega gert ráð fyrir því að hvert samn-
ingsríki fyrir sig setji um það nánari lýsingu og skilyrði í sinni innri löggjöf.
Eins og áður segir eru engin frekari ákvæði um þetta í íslenskum tekjuskatts-
42 Jan Pedersen telur að 9. gr. OECD fyrirmyndarinnar nái ekki til innri skipta innan fjölskyldu
eða um þau tilvik þegar aðalhluthafi á viðskipti við hlutafélag sitt, sbr. Transfer Pricing. 1998, bls.
170.
97