Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 31
sams konar aðstæður. Taldi nefndin. með tilliti til notkunar hússins og starfsemi félagsins, að ekki hefði orðið nein sú breyting við eigendaskipti að íbúðarhúsinu sem leitt gæti til þess að eignin teldst fymanleg í skilningi 32. greinar tskl. Rekstrar- útgjöld vegna hússins væru því ekki frádráttarbær hjá félaginu, sbr. ennfremur 1. málsl. a-liðar 11. gr. reglugerðar nr. 483/1994 um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. Nefndin tók undir það með skattstjóra að „grunnregla" 1. mgr. 58. gr. ætti hér við og staðfesti úrskurð hans. Ef 1. mgr. 58. gr. væri beitt beint um það tilvik sem úrskurðurinn fjallar um væri röksemdafærslan eftirfarandi: Vegna hagsmunatengsla framkvæmda- stjórans og hlutafélagsins fær hann ókeypis íbúðarafnot frá félaginu. Þetta er ekki í samræmi við það sem almennt tíðkast; almennt myndi ótengdur fram- kvæmdastjóri greiða markaðsleigu fyrir afnotin, félagið hefur vegna þessara skilmála orðið af tekjum og ber því að hækka tekjur félagsins í samræmi við það. Verðmætin sem fólust í markaðsleigunni runnu ekki til félagsins vegna hagsmunatengds launakjarasamnings framkvæmdastjórans. Það er varla hægt að finna skýrara dæmi um að 1. mgr. 58. greinar eigi við. Þama bar skattstjóra að sýna fram á að hagsmunatengsl væru fyrir hendi og að ráðningarkjör væru í ósamræmi við það sem almennt tíðkaðist. Að því fullnægðu hefði mátt hækka tekjur félagsins í samræmi við armslengdarreglu 1. mgr. 58. greinar. I stað þessa fer yfirskattanefnd þá leið að draga í efa heimild félagsins til frádráttar rekstrarútgjalda vegna íbúðarhússins og vísa til „grunnreglu" 1. mgr. 58. gr. tskl. Síðastnefnd tilvitnun helgast væntanlega af málamynda- eða skattasnið- göngusjónarmiðum, sbr. umfjöllun hér að framan. Almenn regla um rekstrar- útgjöld, sbr. 31. gr. tskl., veitir heimild til frádráttar hvers konar útgjalda til öfl- unar tekna. Laun til framkvæmdastjóra hljóta að falla þar undir. Fái fram- kvæmdastjóri laun í formi ókeypis hlunninda má draga kostnaðinn við þau hlunnindi frá hjá félaginu að því tilskildu að framkvæmdastjórinn telji sér þau til tekna í samræmi við skattalög, sbr. nánar 2. málsgr. 1. tl. 1. mgr. 31. gr. tskl., sbr. ennfremur 3. og 5. mgr. 3. gr. rg. nr. 483/1994 um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. Þessi frádráttur getur þó sætt takmörk- unum skv. 52. gr. tskl. sem fjallar um það hvað ekki telst til rekstrarkostnaðar. Þar er einmitt að finna takmörkun vegna reksturs fólksbifreiða sem látnar eru framkvæmdastjórum í té. í greininni er enga sambærilega takmörkun að finna varðandi ókeypis húsnæðishlunnindi. Frádrætti vegna húsnæðishlunninda sem gerð er grein fyrir á launamiða verður því ekki hafnað ef launþegi telur þau til tekna í samræmi við lögbundið skattmat. 6. OECD LEIÐBEININGAR UM MILLIVERÐLAGNINGU FYRIR FJÖLÞJÓÐAFYRIRTÆKI OG SKATTYFIRVÖLD 6.1 Inngangur Eins og áður er lýst kemur það fram í athugasemdum með 9. gr. samnings- fyrirmyndar OECD að leiðbeiningar OECD um milliverðlagningu hafi að 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.