Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 34
samningsskilmálar (e. contractual tenns)
hagrænar kringumstæður (e. economic circumstances)
stöðuáætlun viðskipta (e. business strategies)
Til þess að ná sem mestri nákvæmni í samanburði er heppilegast að nota
armslengdarregluna á hverja millifærslu fyrir sig, en ekki á allar færslumar
saman, nema slíkt sé óhjákvæmilegt.
OECD hefur sett fram aðferðir til þess að skera úr um það hvort skilmálar
ákvarðaðir milli tengdra aðila séu í samræmi við armslengdarregluna. Þessar
aðferðir eru ræddar í öðrum og þriðja kafla leiðbeininganna. Tekið er fram að
engin ein aðferð eigi við í öllum mögulegum tilvikum og að þess sé ekki krafist
að fleiri en einni aðferð sé beitt um hvert tilvik.
6.5 Kafli II. Hefðbundnar millifærsluaðferðir
í leiðbeiningunt OECD er því haldið fram að beinasta aðferðin til þess að
skera úr um það hvort skilmálar milli tengdra aðila séu í armslengd sé að bera
saman það verð sem krafist er í háðum millifærslum milli tengdra aðila við verð
sem krafist er í sambærilegum millifærslum eða viðskiptum milli ótengdra
fyrirtækja. Þessi aðferð sé beinust vegna þess að sérhver mismunur milli verðs-
ins í háðu millifærslunni og verðsins í óháðu millifærslunni megi undir venju-
legum kringumstæðum rekja beint til viðskiptalegra og fjárhagslegra tengsla
milli fyrirtækjanna. Armslengdarkröfunum verði í framhaldi af því fullnægt
með því að láta verðið í hinni sambærilegu, óháðu millifærslu koma beint í stað
verðsins í hinni háðu millifærslu. Sambærileg millifærsla er hins vegar oft ekki
fyrir hendi til þess að beita þessari beinu aðferð. Það geti þess vegna verið
nauðsynlegt að bera saman, aðrar, óbeinni vísbendingar svo sem brúttóhagnað
í háðum og óháðum millifærslum til þess að staðreyna hvort skilmálar milli
tengdra aðila séu í armslengd.50
Hefðbundnar ntillifærsluaðferðir eru venjulega taldar þrjár:
Aðferð sambærilegs óháðs verðs (sambærileikaaðferðin) (Comparable Uncontrolled
Price Method)
Endursöluverðsaðferð (Resale Price Method)
Kostnaðarálagsaðferð (Cost Plus Method)
Hér á eftir fer stutt lýsing þessara aðferða:51
Aðferð sambærilegs óháðs verðs. Sambærileikaaðferðin ber saman verðið
á vörum og þjónustu við verðið á sambærilegum vörum og þjónustu í viðskipt-
um milli óháðra aðila. Við þessa aðferð er fyrst og fremst mikilvægt að athuga,
hvort unnt er að finna afurðir sem eru nægjanlega samanburðarhæfar. Sé það
48 Sama, mgr. 1. k., 1.15.
49 Sama, 1. k„ 1.19-1.35.
50 Sama, 2. k„ 2.5.
102