Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 34
samningsskilmálar (e. contractual tenns) hagrænar kringumstæður (e. economic circumstances) stöðuáætlun viðskipta (e. business strategies) Til þess að ná sem mestri nákvæmni í samanburði er heppilegast að nota armslengdarregluna á hverja millifærslu fyrir sig, en ekki á allar færslumar saman, nema slíkt sé óhjákvæmilegt. OECD hefur sett fram aðferðir til þess að skera úr um það hvort skilmálar ákvarðaðir milli tengdra aðila séu í samræmi við armslengdarregluna. Þessar aðferðir eru ræddar í öðrum og þriðja kafla leiðbeininganna. Tekið er fram að engin ein aðferð eigi við í öllum mögulegum tilvikum og að þess sé ekki krafist að fleiri en einni aðferð sé beitt um hvert tilvik. 6.5 Kafli II. Hefðbundnar millifærsluaðferðir í leiðbeiningunt OECD er því haldið fram að beinasta aðferðin til þess að skera úr um það hvort skilmálar milli tengdra aðila séu í armslengd sé að bera saman það verð sem krafist er í háðum millifærslum milli tengdra aðila við verð sem krafist er í sambærilegum millifærslum eða viðskiptum milli ótengdra fyrirtækja. Þessi aðferð sé beinust vegna þess að sérhver mismunur milli verðs- ins í háðu millifærslunni og verðsins í óháðu millifærslunni megi undir venju- legum kringumstæðum rekja beint til viðskiptalegra og fjárhagslegra tengsla milli fyrirtækjanna. Armslengdarkröfunum verði í framhaldi af því fullnægt með því að láta verðið í hinni sambærilegu, óháðu millifærslu koma beint í stað verðsins í hinni háðu millifærslu. Sambærileg millifærsla er hins vegar oft ekki fyrir hendi til þess að beita þessari beinu aðferð. Það geti þess vegna verið nauðsynlegt að bera saman, aðrar, óbeinni vísbendingar svo sem brúttóhagnað í háðum og óháðum millifærslum til þess að staðreyna hvort skilmálar milli tengdra aðila séu í armslengd.50 Hefðbundnar ntillifærsluaðferðir eru venjulega taldar þrjár: Aðferð sambærilegs óháðs verðs (sambærileikaaðferðin) (Comparable Uncontrolled Price Method) Endursöluverðsaðferð (Resale Price Method) Kostnaðarálagsaðferð (Cost Plus Method) Hér á eftir fer stutt lýsing þessara aðferða:51 Aðferð sambærilegs óháðs verðs. Sambærileikaaðferðin ber saman verðið á vörum og þjónustu við verðið á sambærilegum vörum og þjónustu í viðskipt- um milli óháðra aðila. Við þessa aðferð er fyrst og fremst mikilvægt að athuga, hvort unnt er að finna afurðir sem eru nægjanlega samanburðarhæfar. Sé það 48 Sama, mgr. 1. k., 1.15. 49 Sama, 1. k„ 1.19-1.35. 50 Sama, 2. k„ 2.5. 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.