Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 44
efnum. Hollensk skattyfirvöld hafa, þrátt fyrir skort á formlegum reglurn í skattalögum, beint athygli sinni að milliverðlagningu þegar þau taka fyrirtæki til skoðunar. Aukinn áhuga yfirvalda í þeim efnum má e.t.v. rekja til þess að fjármálaráðherra Hollands hefur nýlega sett á fót samræmingarhóp um milli- verðlagningu. Hollensk skattyfirvöld fylgja OECD leiðbeiningunum. Varðandi áþreifanlegar vörur reyna yfirvöld yfirleitt að beita sambærileika- aðferðinni. Ef slíkt er ekki unnt munu þau að öðru jöfnu beita einhverri annarri millifærsluaðferð; annað hvort aðferð kostnaðarálagningar eða endursölu. Hollensk skattyfirvöld raða aðferðunum ekki í forgangsröð og almennt séð taka hvorki skattyfirvöld né skattgreiðendur eina þessara aðferða fram yfir aðra. Hagnaðaraðferðir eru ekki notaðar nema allt um þrjóti. Varðandi þjónustu innan samstæðu gildir það almennt að milliverðið er samþykkt ef þörf er talin fyrir þá þjónustu sem veitt er og að hún verði mót- takanda hennar að gagni. Upplýsingar af þessu tagi skulu studdar nákvæmum sundurliðunum á þeirri þjónustu sem veitt er. I Hollandi er hægt að fá staðlað, bindandi álit varðandi millisamstæðuþjónustu. Það eru engar sérstakar skattareglur varðandi millifærslu óáþreifanlegra eigna eða mat þeirra eða þóknanir vegna þeirra. Almennt má segja að skattyfirvöld muni fylgja hollenskunr reikningshaldsreglum. Þar sem engin fyrirmæli liggja fyrir í regluformi samþykkja skattyfirvöld í framkvæmd ýmsar reglur um mat óáþreifanlegra eigna og millifærslu þeirra. í Hollandi eru heldur ekki til neinar reglur í framkvæmd um kostnaðarskipt- ingu. Af þeim sökum munu leiðbeiningar OECD frá 1997 verða ákvarðandi um skattframkvæmd. Kostnaðarskipting er í framkvæmd notuð til að skipta rann- sóknar- og þróunarkostnaði og sameiginlegum þjónustukostnaði. I síðamefnda tilvikinu kemur sú spuming til álita hvort sameiginlegri þjónustumiðstöð sé heimilt að bæta álagningu við hinn sameiginlega kostnað eða ekki. Hollensk skattalög hafa ekki að geyma neinar sérstakar reglur um gögn til staðfestingar milliverðlagningu. Þegar um skattendurskoðun er að ræða má þó gera ráð fyrir því að hollensk skattyfirvöld fari fram á slík gögn frá skatt- greiðanda. Sönnunarbyrði fyrir því að ekki hafi verið gætt armslengdarreglna hvílir á skattyfirvöldum. Til þess að staðreyna slíkt geta skattyfirvöld krafist gagna af skattgreiðanda og getur þá sönnunarbyrðin flust yfir á hann. Niður- staða endurskoðunar fer oft eftir samkonrulagi aðila urn hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar. 7.6 Belgía Enda þótt belgísk lög hafi ekki að geyma neinar sérstakar reglur varðandi milliverðlagningu, þar sem armslengdarreglur eru skilgreindar eða aðferðir til þess að beita slíkum reglum, eru í belgískum skattalögum að finna ýmis ákvæði sem geta hindrað flutning hagnaðar til erlendrar lögsögu. Þar má fyrst nefna ákvæði sem vísa til óeðlilegs eða ívilnandi hagræðis (abnormal or benevolent advantage) og ákvæði sem fjalla m.a. um ósanngjarnan viðskiptakostnað. 112
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.