Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 60
að vaxtalögin hafa í raun gilt um almenna vexti og dráttarvexti á allar peninga- kröfur, nema annað hafi leitt af lögum. I löggjöf hafa einungis verið fáar sérreglur, sem mælt hafa fyrir um almenna vexti, dráttarvexti eða annað endur- gjald fyrir skuld og hafa þessi sérákvæði yfirleitt gilt unr heimtu opinberra gjalda. Með þessum ákvæðum hefur löggjafinn almennt veitt ríkinu sérstaka og betri stöðu en aðrir kröfuhafar njóta, sbr. t.d. 2. mgr. 28. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, og 27. og 28. gr. laga nr. 50/1988, um virðis- aukaskatt. Sú staðreynd að vaxtalögin hafa gilt um flestar peningakröfur, bæði á sviði einkaréttar og opinbers réttar, hefur tryggt mikið samræmi í réttarfram- kvæmd. Ekki verður séð, að af þessari skipan hafi leitt óhagræði. Réttarástandið á þessu sviði hefur því verið einsleitara hér á landi en á öðrum Norðurlöndum og er vissulega æskilegt ef svo yrði áfram. 2.2 Frávíkjanlegar eða ófrávíkjanlegar reglur? í 3. gr. vaxtalaga segir svo: „Akvæði II. og III. kafla laga þessara um ákvörð- un vaxta gilda því aðeins að ekki leiði annað af lögum, samningum eða venju“. Eins og fyrr segir hefur, þrátt fyrir orðalag ákvæðisins, skýring þess í réttarframkvæmd verið á þann veg, að ýmsar takmarkanir væru á heimildum til þess að semja á annan veg en reglur III. kafla laganna um dráttarvexti mæla fyrir um. Þannig hefur verið talið, að ekki mætti víkja frá reglum kaflans um hæð dráttarvaxta, né heldur um upphafstíma þeirra eða vaxtavexti, ef þeir samningar væru skuldara í óhag.6 Hæstiréttur sýnist hafa fylgt þessu viðhorfi, að því leyti sem álitamál um það hafa komið til kasta hans, sbr. H 1988 1570. A síðustu árum hafa komið fram raddir um að aflétta eigi framangreindum hömlum á því að semja um hæð dráttarvaxta. Hefur m.a. verið vísað til þess, að á öðrum Norðurlöndum sé þetta heimilt og gert í ríkum mæli, þannig að í framkvæmd sé algengara en ekki að kröfur beri umsamda dráttarvexti en þá mörkum fjármunaréttar og annarra greina og á sviði sifjaréttar, sbr. Gösta Walen: Lagen om skuldebrev, bls. 253. Ekki er þess getið í umfjöllun Walen, að reglum laganna verði beitt á sviði opinbers réttar, sjá bls. 253-256. í riti Mikael Mellqvist og Ingemar Persson: Fordran & skuld, bls. 66 segir að „... i viss utstráckning kan RL [Rántelag] tillámpas analogt áven pá penning- fordringar utanför förmögenhetsrattens omráde". í 1. gr. norsku vaxtalaganna segir svo: „Denne lov gjelder for pengekrav pá formuerettens omráde for sá vidt ikke annet fplger av avtale eller er bestemt i eller i medhold av lov“. Þetta hefur verið skýrt svo, að ekki sé unnt að beita lögunum á öðrum réttarsviðum með lögjöfnun, sbr. t.d. Trygve Bergsáker: Pengekravsrett, bls. 179. Hins vegar er í ýmsum sérlögum, sem taka til krafna opinbers réttar eðlis, vísað um vexti til vaxtalaga, sbr. Olav Torvund: Pengekravsrett, bls. 118. í 1. mgr. 1. gr. dönsku vaxtalaganna segir: „Loven gælder for rente af pengekrav pá formuerettens omráde, jf dog § 8“. I 1. mgr. 8. gr. segir svo: „Hvis pengekrav uden for formuerettens omráde ikke betales i rette tid, skal rente som fastsat efter § 5, stk. 1 og 2, betales fra den dag, da fordringshaveren begyndte retsforfplgning til betaling av gælden". í 2. mgr. eru tiltekin ýmis ákvæði vaxtalaga, sem einnig eiga að gilda um peningakröfur utan sviðs fjármunaréttar. Af þessum ákvæðum leiðir, að gildissvið laganna er í raun mun víðtækara en 1. mgr. 1. gr. gefur tilefni til að ætla, a.m.k. eftir að mál er höfðað til heimtu krafna. 6 Sjá Viðar Már Matthíasson: „Um vexti og dráttarvexti í lögum og lagaframkvæmd". Úlfljómr. 1. tbl. 1996, bls. 37-40. 128
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.