Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 61
dráttarvexti, sem leiða af ákvæðum vaxtalaga í þessum löndum. Það er pólitískt
ákvörðunarefni, hvort heimila eigi að semja um hærri dráttarvexti en leiðir af
vaxtalögum og um aðra skipan á töku dráttarvaxta, sem í reynd leiðir til meiri
greiðslubyrði skuldara við vanskil en ella. Sé það gert, skiptir máli með hvaða
hætti reglum um það er skipað. Verður gerð nánari grein fyrir því síðar, hvemig
heimila megi samninga um dráttarvexti, án þess að slíkt valdi þeirri ringulreið,
sem ella væri hætta á.
Það er einnig ástæða til þess að umorða 3. gr. til að taka af tvímæli um hvaða
hömlur, ef einhverjar, eigi að vera á frelsi til að semja um almenna vexti og
dráttarvexti. Verður ekki séð, að ástæða sé til að takamarka heimildir til þess að
semja um almenna vexti, hvorki hæð þeirra né t.d. vaxtatímabil.
3. REGLUR UM ALMENNA VEXTI
3.1 Inngangur
Það er einkum þrennt, sem ástæða er til að kanna sérstaklega, þegar hugleitt
er, hvort breyta þurfi ákvæðum í II. kafla vaxtalaga, sem fjallar um almenna
vexti. Þessi atriði lúta ekki að grundvallarreglunni í 5. gr. laganna um, að
almenna reglan sé sú, að ekki beri að greiða almenna vexti á kröfu nema það
leiði af samningi, venju eða lagafyrirmælum. Þessi regla, að teknu tilliti til
þeirra skýringa á henni, sem gefur að líta í greinargerð, er fylgdi frumvarpi til
vaxtalaga, hefur ekki sjáanlega valdið neinum teljandi vanda í réttarfram-
kvæmd. Þau atriði, sem helzt hefur verið bent á, að hugsanlega þurfi að breyta
í þessum kafla, eru reglurnar um vexti af skaðabótakröfum í 7. gr. að því er
varðar hæð þeirra vaxta (3.2), hvort skipa megi reglum um almenna vexti svo
að dæma megi þá af peningakröfu, án þess að vaxtahæð sé tilgreind í stefnu,
svo sem heimilt er um dráttarvexti, sbr. 14. gr. laganna, (3.3) og hvort ástæða
sé til að létta upplýsingaskyldu af bönkum, sparisjóðum, verðbréfafyrirtækjum
og eignarleigufyrirtækjum á vaxtakjörum og breytingum á þeim til Seðlabanka
íslands samkvæmt 1. mgr. 8. gr. og birtingarskyldu þeirri sem hvílir á Seðla-
bankanum samkvæmt 2. mgr. sömu greinar (3.4). Verður fjallað um þessi atriði
hér á eftir.
3.2 Vextir á skaðabótakröfur
í 7. gr. vaxtalaga eru reglur um vexti á skaðabótakröfur. Gildissvið þessa
ákvæðis var takmarkað verulega þegar skaðabótalög, nr. 50/1993, tóku gildi
hinn 1. júní það ár. í þeim lögum er sérstakt ákvæði um vexti á skaðabótakröfur
í 16. gr., en það hljóðar svo eftir breytingar, sem gerðar voru á því með lögum
nr. 42/1999:
Bætur fyrir þjáningar, varanlegan miska, tímabundið atvinnutjón og missi framfær-
anda bera vexti frá því að tjón varð. Bætur fyrir varanlega örorku bera vexti frá
upphafsdegi metinnar örorku skv. 5. gr. Vextir skulu nema 4.5% á ári.
Um dráttarvexti fer eftir reglum vaxtalaga.
129