Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 63
sannfærandi og verður að telja að hann geti átt við um skaðabótakröfur almennt, því hinn bótaskyldi getur ávaxtað það fé, sem hann á síðar að greiða í skaða- bætur, um 4,5% á ári. Þetta ætti t.d. að eiga við um vátryggingarfélög, sem taka frá fé vegna tilkynntra tjóna og ávaxta í bótasjóðum sínum. Er því margt, sem mælir með að samræma vaxtahæð samkvæmt 7. gr. vaxtalaga við vaxtahæð samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga, eins og þeirri grein var breytt með lögum nr. 42/1999. Til viðbótar koma svo röksemdir um, að heppilegt sé að hafa sam- ræmdar reglur að þessu leyti. Huga verður líka að því, hvort heimila eigi höfuðstólsfærslu vaxta samkvæmt 7. gr. til samræmis við framangreinda af- stöðu í lögskýringargögnum, sem tengjast 16. gr. skaðabótalaga. 3.3 Á að vera unnt að dæma vexti samkvæmt 7. gr. án þess að vaxtahæð sé tilgreind í stefnu? í 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, eru fyrirmæli um hvað þarf að koma fram í stefnu. Þar segir m.a. svo: í stefnu skal greina svo glöggt sem verða má: a.... d. dómkröfur stefnanda, svo sem fjárhæð kröfu í krónum, bætur fyrir tiltekið skaðaverk án fjárhæðar ef enn er óvíst um hana, vexti ef því er að skipta, viður- kenningu á tilteknum réttindum, ákvörðun á eða lausn undan tiltekinni skyldu, refsingu fyrir tilgreind orð eða athafnir, ómerkingu ummæla, málskostnað o.s.frv. ... Þetta ákvæði hefur verið skýrt svo, að vextir eða dráttarvextir verði ekki dæmdir, nema hæð þeirra sé tilgreind í stefnu, sbr. H 1983 2200.10 Enda um tvenns konar dráttarvexti að ræða á þessum tíma. Fyrir gildistöku vaxtalaga var í samræmi við þetta tíðkað í kröfugerð um vexti að tilgreina vaxtafót fyrir h' ert tímabil og urðu oft úr því langar vaxtaupptalningar. Eftir gildistöku vaxtfdaga varð strax það hagræði, að dráttarvextir urðu aðeins þeir, sem tilteknir voru í III. kafla laganna, annars vegar á peningakröfur í íslenzkum gjaldmiðli, sbr. 10. gr., og hins vegar í erlendum gjaldmiðli, sbr. 11. gr. Við þessar aðstæður voru forsendur til þess að setja reglu um heimild til að dæma dráttarvexti (frá þeim tíma er mál telst höfðað) með tilvísun til reglna III. kafla vaxtalaga, án þess að tilgreina vaxtafót, sbr. 14. gr. vaxtalaga. Síðar, þ.e. með lögum nr. 67/1989, var svo 14. gr. breytt á þann veg, að bætt var við 2. mgr. þar sem tekið var fram, að félli krafa í gjalddaga eftir gildistöku vaxtalaga mátti gera kröfu um dráttarvexti frá gjalddaga án þess að tilgreina vaxtafót. Mikið hagræði felst í þessu. Ekki hafa verið forsendur til þess að setja sambærilega reglu um almenna vexti, enda hefur verið heimilt að semja um hæð þeirra og slrkir samningar verið með ýmsum hætti, auk þess sem kröfumar hafa oft samtímis verið verðtryggðar. Dómstólar hafa ekki talið sér heimilt að slaka á fyrri framkvæmd 10 Sjá og Markús Sigurbjörnsson: Einkaraálaréttarfar, bls. 196-197. 131
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.