Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 65

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 65
skyldu einnig tilkynna Seðlabankanum um breytingar á ávöxtunarkröfum verðbréfasjóða í þeirra umsjá og eignarleigufyriræki skyldu tilkynna bankanum um almennar breytingar á eignarleigukjörum, sem þau bjóða. Þessar breytingar eru þó ekki auglýstar í Lögbirtingarblaði. Bent hefur verið á, að létta ætti framangreindri tilkynningarskyldu af bönk- um og sparisjóðum og auglýsingaskyldu af Seðlabankanum, að því er varðar almenn vaxtakjör. Rökin fyrir því eru einkum tvíþætt. Annars vegar, að sá samanburður, sem Seðlabanki íslands verður að framkvæma til þess að geta sett tilkynningarnar fram, án þess að þær verði of flóknar, sé svo erfiður vegna fjöl- breytileika innlána og útlána, að ekki sé fullt samræmi í þeim inn- og útlána- tegundum, sem birtar eru í sama flokki. Hins vegar, að útlán banka og spari- sjóða endurspegli sífellt minni hluta af lánamarkaði og miklu minni hluta en var, þegar vaxtalögin voru sett 1987. Þess vegna séu auglýsingamar ekki eins marktækar og þær voru. Báðar þessar röksemdir kunna að vera réttar. Þær duga hins vegar ekki til þess víkja til hliðar þeirri þörf, sem er á almennri birtingu auglýsinga um almenn vaxtakjör og þeim möguleikum til að hafa áhrif í átt til aukinnar samkeppni á lánamarkaði, sem nauðsynleg er. Tveir kostir sýnast a.rn.k. vera fyrir hendi, annars vegar að bæta við upplýsingum um vaxtakjör þeirra, sem hafa hvað mest vægi á lánamarkaði, utan banka og sparisjóða, t.d. stærstu lífeyrissjóða, vátryggingafélaga, verðbréfasjóða og eignarleigufyrir- tækja, og hins vegar að láta auglýsingamar vera óbreyttar. Þótt auglýsingamar, eins og þær era nú, endurspegli ekki nema hluta lánamarkaðarins, hafa þær mikla þýðingu og má halda því fram með sterkum rökum, að gildi þeirra sé ekki verulega minna en var í upphafi. Auglýsingamar gefa fólki færi á því að bera saman vaxtakjör banka og sparisjóða annars vegar og annarra lánveitenda hins vegar og eru í raun ennþá eini vettvangur slíks samanburðar. Er því varasamt að draga úr upplýsingaskyldu um almenn vaxtakjör og birtingu þeirra, að því er varðar banka og sparisjóði. 4. REGLUR UM DRÁTTARVEXTI 4.1 Inngangur Bent hefur verið á nokkrar reglur í kaflanum um dráttarvexti, sem nauð- synlegt er að taka til skoðunar með hliðsjón af hugsanlegum breytingum. Þau atriði, sem um er að ræða, eru einkum: Að heimila samninga um hæð dráttarvaxta (4.2), að breyta reglum um ákvörðun á hæð dráttarvaxta á peninga- kröfur í erlendri mynt (4.3), að gera reglu um réttaráhrif viðtökudráttar og svipaðra tilvika skýrari (4.4), að endurskrifa reglu 14. gr. (4.5), að huga að orðalagi 15. gr. um dráttarvexti á skaðabótakröfur (4.6) og breyta 16. gr., ef ætlunin er að heimila að semja um hæð dráttarvaxta (4.7). Verður nú vikið stuttlega að ofangreindum atriðum. 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.