Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 68

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 68
11. gr. Heimilt er að semja um hæð dráttarvaxta enda sé það gert með þeim hætti að samið sé um tiltekna prósentu sem álag á þá dráttarvexti sem leiða af 10. gr. eins og þeir eru á hverjum tíma. Aðrir samningar um hærri dráttarvexti en leiða af 10. gr. eru ógildir. Með þessu yrði veitt heimild til að semja um hærri dráttarvexti en leiða af 10. gr. en aðferðin lögbundin. Er í sjálfu sér vart hægt að amast við slíku, einkum þegar litið er til þess, að röksemdimar, sem að baki búa, miða að því að tryggja samræmi í framkvæmd og að ekki þurfi að tilgreina vaxtahæð á hverj- um tíma í kröfugerð í dómsmálum. 4.3 Reglur um ákvörðun á hæð dráttarvaxta á peningakröfur í erlendri mynt Dráttarvextir á löglegar peningakröfur í erlendri mynt eru ákveðnir sem ársvextir með svipaðri aðferð og dráttarvextir á peningakröfur í innlendri mynt, en miðað er þó við meðalvexti á viðkomandi gjaldmiðil á innlendum gjald- eyrisreikningum. Ef um er að ræða gjaldmiðil, sem ekki er kostur á að eiga á innlendum gjaldeyrisreikningum, á að miða við vexti af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum í hlutaðeigandi landi samkvæmt upplýsingum Seðla- banka Islands. I auglýsingum Seðlabanka Islands um dráttarvexti á peningakröfur má sjá, að heimilt er að eiga gjaldeyrisreikninga í þrettán erlendum myntum (þ.á m. SDR og Evru) og eru dráttarvextir á þessar peningakröfur (í september 2000) frá 5,1% á ári (japönsk yen) til 9,6% (Bandaríkjadollarar). í athugasemdum með frumvarpi til vaxtalaga er ekki að finna skýringar á því, hvers vegna grundvöllur útreiknings dráttarvaxta á peningakröfur í erlendri mynt eru vextir á innlendum gjaldeyrisreikningum en ekki einhver önnur, sem leitt hefði til hærri dráttarvaxta. Þar er heldur ekki að finna skýringar á því hvers vegna önnur regla er látin gilda um dráttarvexti á peningakröfur í erlendri mynt en íslenzkri. Skýringar á hinum mismunandi reglum og því að dráttarvextir á peningakröfur í erlendri mynt eru svo lágir, sem raun ber vitni, eru sögulegar. Aratugum saman fyrir gildistöku vaxtalaga hafði íslenzka krónan rýmað í verði gagnvart flestum erlendum gjaldmiðlum einkum vegna stöðugra gengisfellinga. Má minna á, að rétt þótti að taka tvö núll aftan af íslenzku krónunni hinn 1. janúar 1981, sbr. lög nr. 35/1979, um breytt verðgildi íslenzks gjaldmiðils. Fullyrða má, að almennt hafi verið litið á það sem eins konar verðtryggingu peningakrafna, ef þær voru í erlendri mynt. Má sjá þetta viðhorf koma fram í ýmsum dómum Hæstaréttar, þótt vaxtaákvarðanir dóma sýnist ekki hafa verið á því reistar, sjá t.d. H 1979 1142 (sératkvæði bls. 1144-1145) og H 1980 1329 (málsástæður stefnda í Hæstarétti, bls. 1334). Þessi staða, sé hún talin fullnægj- andi grundvöllur, er ekki lengur fyrir hendi og hefur ekki verið á síðustu árum. A allra síðustu árum hefur íslenzka krónan reyndar styrkzt miðað við myntir 136
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.