Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 76
fjalla eingöngu um dómkröfur og eiga ekki að tjá sig um annað en nauðsynlegt
er til að taka afstöðu til þeirra. Dómarar sækja ekki umboð beint til þjóðarinnar
á sama hátt og hinir pólitísku þingmenn gera. Þeir þurfa heldur ekki að fá
endurnýjað umboð með reglubundnum hætti þar sem þeim er gert að bera
gjörðir sínar við meðferð dómsvaldsins undir þjóðina. Þvert á móti er starfs-
öryggi þeirra alveg sérstaklega tryggt í 61. gr. stjómarskrárinnar án þess að það
öryggi sé tengt frammistöðu þeirra við starfann.
2. DÓMSTÓLAR OG LÝÐRÆDI - HINN JÚRIDÍSKI
ÞANKAGANGUR
„Fólkið getur breytt þinginu en aðeins guð getur breytt hæstaréttinum“. Þessi
orð eru höfð eftir bandarískum stjómmálamanni snemma á þessari öld sem senn
rennur skeið sitt á enda. Hvernig má vera að það fái staðist lýðræðislega skipan
að fá mönnum slíkt vald í hendur sem dómarar hafa, án þess að gera þeim
reglulega að standa reikningsskil gerða sinna fyrir þjóðinni? Um þetta mætti
sjálfsagt hafa langt mál. Kjaminn í svarinu við þessari spumingu er þó kannski
einfaldur. Hann felst að mínu mati í tvennu. I fyrsta lagi takmarkast verkefni
dómenda, eins og áður sagði, við þau álitaefni sem fyrir þá eru réttilega lögð í
formi dómkrafna. Þeir fást sem sagt ekki við nein önnur viðfangsefni en þau
sem úr þarf að leysa til að taka afstöðu til dómkrafna. I annan stað eiga dóm-
endur í embættisverkum sínum einungis að fara eftir lögunum, eins og þessi
hugsun er orðuð í upphafsákvæði 61. gr. stjómarskrárinnar. I þessu síðamefnda
felst að starfsemi dómstólanna á að vera hlutlaus og ópólitísk. Þegar við lærum
lögfræði er okkur kennt, eða ætti að minnsta kosti að vera kennt, að úrlausnir í
lögfræði megi aðeins byggja á tilteknum afmörkuðum grunni, svonefndum
réttarheimildum. Meðferð þeirra eigi að vera hlutlaus. Þar eigi persónulegar eða
pólitískar skoðanir ekki að hafa áhrif. Dómsniðurstaðan eigi að verða hin sama
hver sem almenn pólitísk viðhorf dómarans kunni að vera, m.ö.o. hvort sem
hann sé íhald, kommi eða krati. Við lagasetninguna er auðvitað oft tekin afstaða
til pólitískra ágreiningsefna. Þar hafa þá þjóðkjömir fulltrúar tekist á og komist
að niðurstöðu, eftir atvikum með því að meirihluti þeirra hefur borið minni-
hlutann ofurliði. Sú dómstólastarfsemi er ópólitísk sem leggur þessa lögfestu
pólitísku niðurstöðu til grundvallar. Ef dómstóll hliðrar sér hjá að fylgja fram
pólitískri stefnu sem lögfest hefur verið er hann orðinn pólitískur og kominn út
fyrir vébönd sín.
Það er einkenni á lögfræðilegum viðfangsefnum að fyrst koma álitaefnin,
svo réttarheimildimar. Það er engin vissa fyrir að sett hafi verið lög sem leysa
úr ágreiningi sem upp kemur í samskiptum manna. Samt verður að leysa úr
honum. Þá verðum við að grípa til annarra réttarheimilda en settra laga. Við sem
héma erum þekkjum þetta. Við erum öll búin að eyða drjúgum tíma vestur á
Melum í Reykjavík þar sem okkur voru kynnt þessi sannindi. Þessar heimildir
réttarins, þegar settum rétti sleppir, eru byggðar á reynslu kynslóðanna þar sem
forsendan er nánast alltaf sú að verið sé að reyna að nálgast eðli málsins, eða
144