Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 81
innihald 65. gr. stjómarskrár tekið til sérstakrar athugunar svo og úrskurðarvald
dómstóla um hömlumar sem ákvæðið setji meðferð löggjafarvaldsins. I dómin-
um segir m.a.:
Af þessu leiðir að beri nauðsyn til að takmarka leyfilegan heildarafla verður að gæta
þess að skerðing á hagsmunum einstaklinga, sem af þeim takmörkunum leiðir, sé
reist á efnislegum mælikvarða, svo að jafnræðis sé gætt. Dómstólar eiga úrskurðar-
vald um það, hvort löggjafinn hafi að þessu leyti gætt réttra sjónarmiða við laga-
setningu.
Síðar segir ennfremur:
Verður ekki fallist á að þau sjónarmið, sem réðu ákvörðun aflahlutdeildar við gildis-
töku laga nr. 38/1990, hafi verið ómálefnaleg og þannig leitt til mismununar í and-
stöðu við grunnreglu stjómarskrárinnar um jafnræði.
Var síðan dæmt að mat löggjafans væri reist á málefnalegum forsendum og
ekki væru efni til þess að því mati yrði haggað af dómstólum. í stuttu máli má
segja að í þessari niðurstöðu felist að 65. gr. stjómarskrárinnar eða grunnregla
stjómarskrár um jafnræði, ef menn vilja frekar, standi því ekki í vegi að lög-
gjafinn setji lög þar sem mönnum er mismunað. Mismunun verði hins vegar að
byggjast á málefnalegum forsendum. Á þessa niðurstöðu má fallast. Vonandi
felur hún í sér forspá um hvemig dómstóllinn muni í framtíðinni túlka hina
stjómarskrárbundnu jafnræðisreglu.
4. AF PÓLITÍSKUM TOGA
Ég hef nú leitast við að finna stað skoðunum mínum um að nokkurrar laus-
ungar sé tekið að gæta við meðferð réttarheimilda í lagaframkvæmd á Islandi.
Dómendur sýnast mér vera famir að leyfa sér miklu meira en heimilt getur
talist. Þá má spyrja: Hvers vegna gerist þetta? Við því er sjálfsagt ekki til neitt
einfalt, einhlítt svar. Ein skýringin af almennum toga er sjálfsagt sú að löggjöfin
tekur nú á tímum til fleiri og flóknari sviða en áður var. Sett lög eru oft óvönduð
og valda erfiðleikum við túlkun. T.d. er nú til dags meira en áður um merk-
ingarlitlar stefnuyfirlýsingar í lögum. Þetta er svo sannarlega ekki til þess fallið
að auðvelda dómendum störfin. Það kemur vísast líka við sögu að þáttur fjöl-
miðla í þjóðlífinu hefur aukist gríðarlega mikið, meðal annars er nú orðið mikið
um frásagnir af starfsemi dómstólanna. Á þeim vettvangi sjá menn sjaldan
grunnviðhorfin sem réttarkerfið á að starfa eftir þegar fjallað er um einstök mál.
Dómendur láta þetta hafa áhrif á sig og hefja þátttöku í kapphlaupi um stundar-
vinsældir. Þeir verða fyrir meiri freistingum en áður til að láta huglæg og
pólitísk viðhorf sín hafa áhrif á lagaframkvæmdina og láta fremur undan þeim
en fyrr. í því efni finna þeir stuðning í fyrmefndum kenningum um réttarheim-
ildimar þar sem því er haldið fram að þeir fari með lagasetningarvald og að
margar mismunandi niðurstöður þeirra kunni að vera jafnréttar. Þeir eru í raun
149