Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 82

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 82
komnir í aðstöðu til að geta að vissu marki kontið fram pólitískum áhugamálum sínum, án þess að hafa þurft að bjóða sig fram og láta kjósa um þau. Fyrmefndu dómarnir þrír um beitingu 65. gr. stjómarskrárinnar eru skýr dæmi um þetta. Það er líka dómurinn 16. desember 1999, sem ég vék að áður, þar sem fjallað var um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Þar var í reynd tekin afstaða sem löggjafinn hafði að yfirveguðu ráði hafnað. Þetta segi ég vegna þess að við ákvörðun Alþingis á sínum tíma um aðild að efnahagssvæðinu var einmitt mikið rætt um hvort í þeirri aðild fælist framsal ríkisvalds til stofnana samningsins og hvort nauðsynlegt væri að breyta stjómarskránni til þess að ísland gæti gerst þar aðili. Um annað var varla meira rætt í tengslum við þessa ákvörðun. Niðurstaðan varð sú að ekki fælist slíkt framsal í samningsaðildinni. Um löggjafarvaldið var talið ljóst að engar reglur yrðu lög á íslandi nema hafa verið lögleiddar með stjómskipulegum hætti af hinum innlenda löggjafa. M.a. var þetta byggt á álitsgerð fjögurra lærdómsmanna í lögfræði sem þá var samin. Það er enginn vafi á að það var hreinlega forsenda á Alþingi fyrir setningu laga nr. 2/1993 að ekki fælist slíkt framsal löggjafarvalds í samningsaðildinni. Eg fæ ekki betur séð en nú hafi Hæstiréttur dæmt að í samningnum felist framsal löggjafarvalds sem ekki var talið felast í honum þá og ætla verður að hefði hreinlega valdið því að lögin nr. 2/1993 hefðu aldrei verið sett ef legið hefði fyrir þá. A.m.k. hefði þessi niðurstaða þá leitt til óhjákvæmilegra breytinga á stjórnarskránni áður en af aðild okkar að samningnum gat orðið. Við samnings- gerðina á sínum tíma voru menn nefnilega sammála um, að teldist framsal lög- gjafarvalds felast í samningnum væri óheimilt að gera hann nema stjómar- skránni yrði breytt. Öllu þessu sýnist mér Hæstiréttur í raun og vera slátra með dómi sínum. Samkvæmt hinni efnislegu dómsniðurstöðu felst framsalið í samn- ingnum, eins og ég vék að fyrr, en síðan er sneitt hjá því að fjalla um það hvort slíkt standist stjórnarskrá nteð því að segja, í beinni þversögn við hina efnislegu niðurstöðu, að í samningnunt felist ekki framsal. Og fyrir þessari ákvörðun réttarins eru ekki einu sinni höfð rök sem halda nokkru vatni því að þau byggja, eins og áður sagði, á þeirri staðleysu að löggjafinn hafi við lagasetninguna 1993 bundið hendur sjálfs sín til frambúðar. Erfitt er að átta sig á hvers vegna svona dómsniðurstaða verður til. Hvað sem því líður er að mínum dómi ljóst að hún fær ekki staðist sem lögfræðileg úrlausn heldur hlýtur að vera af pólitískum toga. 5. LÓFAKLAPP OG TÍSKUSTRAUMAR Dómarar sem nú til dags eru komnir í þá aðstöðu sem ég hef lýst þurfa að aga hugsun sína til að láta hana ekki hafa áhrif á sig. Það er sjaldnast nokkur sem klappar þegar grunnreglumar eru teknar fram yfir stundarljómann. Svo held ég að heimur lögfræðinganna sé ekki alveg laus við tískustrauma fremur en ýmsir aðrir heimar. Ein tískan er að gera ísland að þátttakanda í alþjóðlegu lagasamfélagi, eins og dæmigerður tískukóngur í lögfræði myndi kannski orða það. Við þekkjum líka lotningu Islendingsins fyrir útlendingum og því sem 150
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.