Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 85
A VIÐ OG DREIF
SKÝRSLA UM LAGASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS 27. FEBRÚAR
1998- 28. FEBRÚAR 1999
1. STARFSLIÐ
Þessir kennarar voru í fullu starfi við Lagstofnun 1998-1999: Bjöm Þ.
Guðmundsson, Davíð Þór Björgvinsson, Eiríkur Tómasson, Gunnar G. Schram,
Jónatan Þórmundsson, Páll Hreinsson, Páll Sigurðsson, Ragnheiður Braga-
dóttir, Sigurður Líndal, Stefán Már Stefánsson, Viðar Már Matthíasson og Þor-
geir Örlygsson.
2. STJÓRN
Stjóm stofnunarinnar var kosin á fundi í lagadeild 4. marz 1999 til næstu
tveggja ára. Hana skipa: Bjöm Þ. Guðmundsson, Davíð Þór Björgvinsson,
Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal. Viðar Már Matthíasson var kosinn til
vara. Stjóm Orators hefur tilnefnt Gunnar Þór Þórarinsson í stjómina. Stjómin
kaus Sigurð Líndal forstöðumann til tveggja ára. Stjómin hélt tvo fundi á
tímabilinu 28. febrúar 1998 - 4. marz 1999 auk þess sem málefni stofnun-
arinnar voru rædd á nokkrum óformlegum fundum. Ársfundur verður haldinn
4. marz 1999.
3. RANNSÓKNIR 1998 - 1999
Rannsóknir og ritstörf kennara í fullu starfi við lagadeild sem teljast starfa
við Lagastofnun:
Björn Þ. Guðmundsson
Vegna fjarveru í rannsóknarleyfi hafa ekki borizt skýrslur frá honum.
Davíð Þór Björgvinsson
Ritstörf:
Skranker for lovgivningsmyndigheten. Jussens Venner 1 - 2/98, bls. 78-93.
Einingakerfi í lagadeild. Úlfljótur, tímarit laganema (51) 1998, bls. 482-486.
Ágrip af sögu Lögfræðingafélags íslands. Tímarit lögfræðinga (48) 1998,
bls. 258-278.
Monitoring Implementation and Application of Community Equality Law
1997. General Report of the Legal Expert Group of Equal Treatment of Men
and Women. European Commission. Employment and Social Affairs 1998.
Einn af 15 höf., 87 bls.
Reconciling Work and Family Life in Iceland. Félags- og hugvísindastofnun
Islands. Reykjavík. Janúar 1998 (meðhöfundur: Lilja Mósesdóttir), 42 bls.
153