Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 17
ákvörðun um lágmarkstekjutryggingu ofan þeirra marka, sem dómurinn setti,
hlaut alltaf að verða pólitísks, en ekki lögfræðilegs eðlis.11
4. MANNRÉTTINDAÁKVÆÐIN - GRUNDVALLARBREYTING Á
STJÓRNSKIPUN RÍKISINS?
Þegar þvílík endaskipti eru höfð á hlutunum, er engin furða að menn spyrji
sig, hvort það hafi raunverulega verið ætlun stjómarskrárgjafans, þegar nýju
mannréttindaákvæðin vom tekin í stjórnarskrá, að gera sltka grundvallarbreyt-
ingu á mörkum löggjafar- og dómsvalds í leiðinni, án þess að ræða það í einni
setningu og færa lagasetningar- og fjárstjórnarvald hinna lýðræðislega kjörnu
fulltrúa frá Alþingi til dómstólanna. Ég þykist mega fullyrða, að svo hafi ekki
verið. Hefði það verið ætlunin að stíga slíkt skref, er ekki vafi á, að það hefði
komið fram með ótvíræðum hætti við undirbúning málsins, og þá hefði texti
stjórnarskrárinnar og þau gögn, sem viðtekið er að nýta henni til skýringar,
endurspeglað þá breytingu með afdráttarlausum hætti. Svo er hins vegar ekki.
Könnun lögskýringargagna bendir einmitt ótvírætt til, að sú hafi ekki verið
ætlunin.
Þegar litið er til þeirra dómsmála, sem mestur styr hefur staðið um að und-
anfömu, vekur það athygli, að það er einatt jafnræðisregla stjómarskrárinnar,
sem notuð er til að mæla upp verk löggjafans, og leggja það mál á vogarskálar
mannréttindaákvæðanna um efnahagsleg og félagsleg réttindi. Sumum mun
þykja, að hefðbundin flokkun mannréttinda í þessa tvo flokka, borgaraleg og
stjómmálaleg réttindi annars vegar og efnahagsleg, félagsleg og menningarleg
réttindi hins vegar, sé orðin gamaldags.12 Fram hjá því verður þó ekki litið, að
það er sú flokkun mannréttinda, sem byggt var á í greinargerð með fmmvarpi
því, er varð að stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995, og reyndar birtur um hana
sérstakur kafli.13
Þar var áréttað, að sú stefna hefði verið mörkuð við ákvörðun um það, hvaða
réttindum skyldi bætt við stjómarskrána, að leggja fyrst og fremst áherslu á
borgaraleg og stjómmálaleg réttindi, þ.e.a.s. þau, sem skilgreind hafa verið sem
neikvæð í þeirn skilningi, að þau skuldbinda ríkið einkum til að sýna af sér
ákveðið athafnaleysi og að aðhafast ekkert það, sem brotið getur gegn þessum
réttindum. Af þeim sökum hafi jafnframt verið ákveðið að bæta ekki í neinum
teljandi mæli við efnahagsleg og félagsleg réttindi í stjómarskránni, þ.e.a.s.
þau, sem fela í sér jákvæð og kostnaðarsöm réttindi, heldur áhersla lögð á að
11 Skýrsla starfshópsins var birt sem fylgiskjal III með frumvarpi því, er varð að lögum nr. 3/2001,
um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117 20. desember 1993, með síðari breytingum,
sbr. Alþt. A 2000-2001, bls. 2513-2534.
12 Sbr. „Rökstólar um mannréttindi í stjórnarskrá íslands: Lögfræði eða pólitfk?" Úlfljótur 1995,
bls. 451-470; sbr. jafnfr. Oddný Mjöll Arnardóttir: „Um gildissvið hinnar almennu jafnræðis-
reglu stjómarskrárinnar". Tímarit lögfræðinga 1997, bls. 106 o.áfr.
13 Alþt. A 1994-1995, bls. 2076-2077.
11