Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 17
ákvörðun um lágmarkstekjutryggingu ofan þeirra marka, sem dómurinn setti, hlaut alltaf að verða pólitísks, en ekki lögfræðilegs eðlis.11 4. MANNRÉTTINDAÁKVÆÐIN - GRUNDVALLARBREYTING Á STJÓRNSKIPUN RÍKISINS? Þegar þvílík endaskipti eru höfð á hlutunum, er engin furða að menn spyrji sig, hvort það hafi raunverulega verið ætlun stjómarskrárgjafans, þegar nýju mannréttindaákvæðin vom tekin í stjórnarskrá, að gera sltka grundvallarbreyt- ingu á mörkum löggjafar- og dómsvalds í leiðinni, án þess að ræða það í einni setningu og færa lagasetningar- og fjárstjórnarvald hinna lýðræðislega kjörnu fulltrúa frá Alþingi til dómstólanna. Ég þykist mega fullyrða, að svo hafi ekki verið. Hefði það verið ætlunin að stíga slíkt skref, er ekki vafi á, að það hefði komið fram með ótvíræðum hætti við undirbúning málsins, og þá hefði texti stjórnarskrárinnar og þau gögn, sem viðtekið er að nýta henni til skýringar, endurspeglað þá breytingu með afdráttarlausum hætti. Svo er hins vegar ekki. Könnun lögskýringargagna bendir einmitt ótvírætt til, að sú hafi ekki verið ætlunin. Þegar litið er til þeirra dómsmála, sem mestur styr hefur staðið um að und- anfömu, vekur það athygli, að það er einatt jafnræðisregla stjómarskrárinnar, sem notuð er til að mæla upp verk löggjafans, og leggja það mál á vogarskálar mannréttindaákvæðanna um efnahagsleg og félagsleg réttindi. Sumum mun þykja, að hefðbundin flokkun mannréttinda í þessa tvo flokka, borgaraleg og stjómmálaleg réttindi annars vegar og efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi hins vegar, sé orðin gamaldags.12 Fram hjá því verður þó ekki litið, að það er sú flokkun mannréttinda, sem byggt var á í greinargerð með fmmvarpi því, er varð að stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995, og reyndar birtur um hana sérstakur kafli.13 Þar var áréttað, að sú stefna hefði verið mörkuð við ákvörðun um það, hvaða réttindum skyldi bætt við stjómarskrána, að leggja fyrst og fremst áherslu á borgaraleg og stjómmálaleg réttindi, þ.e.a.s. þau, sem skilgreind hafa verið sem neikvæð í þeirn skilningi, að þau skuldbinda ríkið einkum til að sýna af sér ákveðið athafnaleysi og að aðhafast ekkert það, sem brotið getur gegn þessum réttindum. Af þeim sökum hafi jafnframt verið ákveðið að bæta ekki í neinum teljandi mæli við efnahagsleg og félagsleg réttindi í stjómarskránni, þ.e.a.s. þau, sem fela í sér jákvæð og kostnaðarsöm réttindi, heldur áhersla lögð á að 11 Skýrsla starfshópsins var birt sem fylgiskjal III með frumvarpi því, er varð að lögum nr. 3/2001, um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117 20. desember 1993, með síðari breytingum, sbr. Alþt. A 2000-2001, bls. 2513-2534. 12 Sbr. „Rökstólar um mannréttindi í stjórnarskrá íslands: Lögfræði eða pólitfk?" Úlfljótur 1995, bls. 451-470; sbr. jafnfr. Oddný Mjöll Arnardóttir: „Um gildissvið hinnar almennu jafnræðis- reglu stjómarskrárinnar". Tímarit lögfræðinga 1997, bls. 106 o.áfr. 13 Alþt. A 1994-1995, bls. 2076-2077. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.