Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 27
mögulegt. í VIII. kafla séu á hinn bóginn reglur um ástandsskýrslur, gerð þeirra
og þýðingu, hveijir hafi heimild til að gera þær og hverjar skyldur þeirra séu. 9
I umfjöllun um IV. kafla frumvarps til fasteignakaupalaga kemur fram í al-
mennum athugasemdum í greinargerð að í þeim kafla séu, eins og í lögum um
lausafjárkaup nr. 50/2000, ákvæði um svonefndar sprangkröfur, þ.e. um rétt
kaupanda til þess að hafa uppi kröfur á hendur fyrri eigendum eða öðrum. I
umfjöllun um VI. kafla segir að þar séu sameiginleg ákvæði um fyrirsjáanlegar
vanefndir. Slík ákvæði hafi skort í íslenskan rétt en í nýjum lögum um
lausafjárkaup nr. 50/2000 sé sérstakur kafli um það efni þótt reglur hans séu
efnislega nokkuð frábrugðnar. í umfjöllun um VII. kafla segir að þar séu
sameiginleg ákvæði um skaðabætur og ákvæði um vexti. Sérstök ástæða sé til
að vekja athygli á ákvæðum 59. gr. um fjárhæð skaðabóta og óbeint tjón, sem
séu nýmæli í reglum um fasteignakaup, en í X. kafla laga nr. 50/2000 séu
ákvæði um sama efni að því er lausafjárkaup varðar og séu þau einnig nýmæli
á því réttarsviði.10
3. GILDISSVIÐ KPL. - ALMENN ATRIÐI - YFIRLIT
í I. kafla kpl. eru ákvæði um gildissvið þeirra. Þar kemur fram (1. mgr. 1. gr.)
að lögin gilda um kaup að svo miklu leyti sem ekki er á annan veg mælt fyrir í
lögum. Þau gilda þó ekki í fasteignakaupum. Þá gildi lögin einnig um skipti
eftir því sem við getur átt (2. mgr. 1. gr.). Akvæði 1. gr. kpl. er orðað með nokk-
uð öðrum hætti en gert var í 1. gr. eldri laga en með þeirri orðalagsbreytingu var
ekki stefnt að neinni efnisbreytingu.11
í 1. gr. kpl. er ekki fjallað um það að hve miklu leyti lögin eru frávíkjanleg
en um það efni eru hins vegar ákvæði í 3. og 4. gr., sbr. einnig ákvæði 2. og 5.
gr. laganna. Lögin gilda um svonefnd pöntunarkaup, sbr. 1. mgr. 2. gr., en þau
9 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 23.
10 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 25. Frumvarp til laga um fasteignakaup skiptist í eftirtalda
kafla:
I. KAFLI Almenn ákvæði (1.-9. gr.).
II. KAFLI Um afhendingu o.fl. (10.-17. gr.).
III. KAFLI Eiginleikar fasteignar, gallar, fylgifé o.fl. (18.-29. gr.).
IV. KAFLI Vanefndaúrræði kaupanda (30.-48. gr.).
Afhendingardráttur.
Gallar.
Vanheimild o.fl.
Tilkynningar, tómlæti, fyming.
V. KAFLI Vanefndaúrræði seljanda (49.-55. gr.).
VI. KAFLI Sameiginleg ákvæði um fyrirsjáanlegar vanefndir o.fl. (56.-58. gr.).
VII. KAFLI Sameiginleg ákvæði um skaðabætur. Vextir (59.-61. gr.).
VIII. KAFLI Ástandsskýrsla o.fl. (62.-68. gr.).
IX. KAFLI Gildistaka, breytingar á öðrum lögum (69.-70. gr.).
11 í 1. gr. laga nr. 39/1922 sagði svo: „Ákvæðum laga þessara skal þá aðeins beita, er ekkert annað
er um samið berum orðum eða verður álitið fólgið í samningi eða leiðir af verslunartísku eða ann-
arri venju. Lög þessi gilda ekki um fasteignakaup".
21