Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 79

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 79
Síðast ber að nefna hæstaréttardóm frá 23. nóvember 2001 í máli nr. 393/2001 („Bandaríkin III“). Málsatvik voru þau að íslensk kona og banda- rískur maður, sem verið höfðu í hjúskap í Bandaríkjunum, leituðu hjónaskiln- aðar og gerðu samkomulag til bráðabirgða um forsjá 3 ára dóttur þeirra sem staðfest var fyrir bandarískum dómstóli 6. febrúar 2001. Bamið skyldi búa hjá móður á meðan leyst væri úr ágreiningi um forsjá þess en eiga umgengni við föður og mátti hvoragt foreldranna flytja heimili barnsins úr umdæmi dómstóls- ins án skriflegrar heimildar hins eða dómstólsins. Konan flutti með barnið til ís- lands 21. maí 2001 án þess að skilnaðarmálið hefði verið til lykta leitt og leitaði til þess ekki heimildar samkvæmt framansögðu. Var þessi flutningur bamsins talinn ólögmætur í skilningi 11. gr. laga nr. 160/1995 bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur, sem skipaður var embættisdómara og tveimur sál- fræðingum, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að synja bæri um afhendingu bamsins til Bandaríkjanna með hliðsjón af reglum 2. og 4. töluliðar 12. gr. laganna. Taldi dómurinn að fenginni álitsgerð sálfræðings að of áhættusamt væri og andstætt hagsmunum barnsins að afhenda það foreldri, föður sem það hefði ekki dýpri tilfinningar til en raun bæri vitni í málinu. Jafnframt hlyti það að ganga gegn hagsmunum barnsins að slíta samvistum þess við móður sem það hefði verið í samfelldum, nánum og sterkum tengslum við allt frá fæðingu, sbr. einkum 2. töluliður 12. gr. Þá væri ekki rétt að láta barnið gjalda fyrir þau mistök móðurinnar að nema það á brott enda bæri í því sambandi að taka tillit til sjálfstæðra mannréttinda barnsins sem taka bæri fram fyrir mannréttindi for- eldra þess. Var því til stuðnings skírskotað til 3. mgr. 76. gr. stjómarskrár lýð- veldisins íslands nr. 33/1944, 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 20/1992 og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur hefði verið hér á landi með lögum nr. 62/1994. í ljósi þessa taldi dómurinn að leitt hefði verið í ljós með fullnægj- andi hætti að alvarleg hætta væri á því að afhending barnsins til föður í Banda- ríkjunum undir þeim kringumstæðum sem fyrir lægju, þ.e. að bamið færi til dvalar hjá föður og móðir ætti að minnsta kosti takmarkaðan rétt til umgengni við það þar í landi, myndi skaða andlega heilsu bamsins og ganga gegn þeim mannréttindum sem því væru tryggð í íslenskum lögum, sbr. 4. töluliður 12. gr. laga nr. 160/1995. Hæstiréttur hafnaði þessum rökum og benti á að samkvæmt 19. gr. Haag- samningsins fælist ekki efnisleg úrlausn um álitamál varðandi forsjá bams í ákvörðun um að því verði skilað eftir reglum hans. Myndi því eftir sem áður standa óbreytt sú skipan á forsjá telpunnar sem foreldramir hefðu komið sér saman um með áðumefndu samkomulagi 6. febrúar 2001 þótt eftir atvikum þyrfti að veita föður umráð bamsins til að rjúfa það ólögmæta ástand sem konan hefði komið á með brottnámi þess frá Bandaríkjunum ef hún kysi sjálf að fylgja barninu aftur þangað. Hæstiréttur taldi enn fremur að fyrmefnd álitsgerð sál- fræðings tæki ekki af öll tvímæli um það hvort alvarleg hætta væri á því að af- hending barnsins myndi skaða það andlega almennt. Þótti konan því ekki hafa sýnt fram á að 2. töluliður 12. gr. laga nr. 160/1995 girti fyrir afhendingu. Þá 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.