Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 70
að þessu leyti þótt málsmeðferð hafi yfirleitt tekið lengri tíma en sex vikur frá
því að beiðni barst héraðsdómi en lengst hefur hún dregist í rúmlega tíu vikur.
Aðeins einu sinni hefur verið óskað skýringa á drætti á málsmeðferð sem í
sumum tilvikum að minnsta kosti verður réttlættur vegna óska um frekari
gagnaöflun af hálfu aðila. Mega dómstólar una við það.
I 17. gr. laganna segir að héraðsdómari skuli, áður en tekin er ákvörðun um
fullnustu ákvörðunar samkvæmt Evrópusamningnum eða um afhendingu sam-
kvæmt Haagsamningnum, kanna afstöðu bams sem náð hefur þeim aldri og
þroska að rétt sé að taka tillit til skoðana þess en ákvæði 4. mgr. 34. gr. bama-
laga eigi við þegar þessi afstaða bams sé könnuð. Þar segir að veita skuli bami
sem náð hefur 12 ára aldri kost á að tjá sig um forsjármál nema telja megi að
slíkt geti haft skaðvænleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit máls-
ins. Rétt sé einnig að ræða við yngra barn, eftir því sem á stendur miðað við
aldur þess og þroska. Dómstólar geti falið sérfróðum manni eða mönnum að
kynna sér viðhorf barnsins og gefa skýrslu um það. í sjö úrlausnum Hæstaréttar
vegna Haagmála og þeim eina hæstaréttardómi sem gengið hefur á grundvelli
Evrópusamningsins hafa sérfróðir menn komið að málum, ýmist sem meðdóm-
endur í héraði eða sem ráðgefandi sérfræðingar, að frátöldu fyrsta Haagmálinu
(H 1998 726). Um vægi álits sérfræðinganna fyrir úrslit einstakra mála verður
fjallað í kafla 6 en athygli vekur að í fjórum Haagmálanna hafa sérfróðir með-
dómendur, ávallt sálfræðingar, setið í héraðsdómi og tekið ákvörðun um niður-
stöðu mála. Ekki verður um það deilt að héraðsdómara hafi í þeim tilvikum
verið heimilt að kveðja til sérfróða meðdómendur, sbr. H 1998 3451. Á hitt ber
að líta að niðurstöður í afhendingarmálum ráðast af mörgum þáttum sem falla
utan sérfræði sálfræðinga og í raun snúast málin fyrst og fremst um túlkun
á ákvæðum laga nr. 160/1995 og hliðstæðum ákvæðum í tveimur alþjóðasamn-
ingum sem sálfræðingar eru ekki bærir um að taka afstöðu til í krafti sérþekk-
ingar sinnar. Það er því eindregin skoðun greinarhöfundar að réttara sé að
héraðsdómari feli sérfróðum manni, væntanlega sálfræðingi, að kanna viðhorf
barns til þess deiluefnis sem um er að ræða en meti síðan vægi þess sérfræðiálits
við úrlausn máls með hliðsjón af öðru því sem fram er komið í málinu. Ber hér
sem fyrr að hafa í huga að ekki er um forsjármál að ræða.
Rökin að baki 17. gr. era fyrst og fremst þau að tryggja að barn sem náð hefur
tilskildum aldri og þroska fái að tjá sig og að á það sé hlýtt áður en ákvörðun er
tekin í afhendingarmáli en niðurstaða máls skiptir bamið mjög miklu máli og
getur haft úrslitaáhrif um framtíð þess. Þessi réttur til að láta í ljós eigin skoð-
anir í málum sem bamið varðar er einnig tryggður í 12. gr. samnings Samein-
uðu þjóðanna um réttindi bamsins frá 2. nóvember 1992 sem ísland er aðili að.
Ekki er þar með sagt að farið verði eftir yfirlýsingum barnsins og ætluðum vilja
þess hversu ótvíræður sem hann kann að hljóma enda margs að gæta í því sam-
bandi. Böm era fljót að aðlagast nýjum heimkynnum. Vilji þeirra og afstaða til
foreldra getur breyst á skömmum tíma jafnt fyrir meðvituð sem ómeðvituð áhrif
frá nánustu fjölskyldu og umhverfi. Þá ber að hafa í huga að böm setja ekki
64