Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 28
gilda hins vegar ekki um þjónustusamninga, sbr. 2. mgr. 2. gr. Lögin ná einnig,
eins og áður segir, til neytendakaupa en þau kaup eru skilgreind í 4. gr. Oft gilda
þó sérreglur um neytendakaup og er nánari grein gerð fyrir því í öðrum ákvæð-
um laganna. Loks gilda lögin um alþjóðleg kaup og eru ákvæði um þau einkum
í 5. gr. og XV. kafla. Nýmæli I. kafla felast einkum í ákvæðunum um neytenda-
kaup og alþjóðleg kaup.12
4. HUGTAKIÐ KAUP13
Hugtakið kaup er ekki skilgreint í kpl. Astæðan er sú að hugtakið hefur til
þessa haft tiltölulega skýra merkingu í daglegu máli og lagamáli. Með kaupum
er, eins og áður segir, venjulega átt við gagnkvæman samning þar sem annar
aðili (seljandi) lætur af hendi eða lofar að láta af hendi einhverja eign til hins
aðilans (kaupanda), en kaupandi greiðir eða lofar að greiða seljanda peninga
sem endurgjald fyrir eignina.
Gjafagerningar falla utan gildissviðs kaupalaganna. Samt sem áður er eðli-
legt að nokkur ákvæði laganna taki einnig til gjafaloforða, einkum þegar um
svonefnda gjafasölu er að ræða, þ.e. þegar eitthvert endurgjald kemur á móti.
Er þá yfirleitt um að ræða endurgjald sem er verulega lægra en verðmæti þess
hlutar sem af hendi var látinn. Svo að um gjafasölu geti verið að ræða þarf til-
gangur seljanda að hafa verið sá að gefa einhvem hluta þess verðmætis sem
hann lét af hendi. Það eitt að seljandinn fær lágt verð fyrir hlutinn eða selur
hann út af fjárþröng nægir ekki til þess að fella tilvik undir gjafasölu ef gjafa-
tilgang skortir af hálfu seljanda. Þegar um gjafasölu er að ræða gilda almennar
reglur kaupalaganna en vegna þess lága verðs sem goldið er fyrir söluhlut getur
verið eðlilegt að milda skyldur seljandans.14
Samningar um leigu og önnur afnot hlutar falla ekki undir gildissvið kpl. Ef
samið hefur verið um leigu eða kaupleigu með rétti til handa leigutaka eða
kaupleigutaka til þess að kaupa hlutinn í lok leigutíma getur verið erfitt að
greina á milli leigu og kaupa. Þó leikur tæpast vafi á því að ákvæðum kpl.
verður beitt ef og þegar leigjandinn beitir rétti sínum til þess að kaupa. Engu að
síður gilda ákvæði laganna ekki án fyrirvara um leigusambandið meðan rétt-
urinn til kaupa hefur ekki verið notaður. Samningar um hugsanleg kaup og
12 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 49.
13 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 49.
14 Sjá t.d. Christian Fr. Wyller: Kj0psretten i et nptteskall, bls. 27. í 4. gr. frumvarps til laga um
fasteignakaup segir að verði eigendaskipti að fasteign með gjafagemingi gildi ákvæði 7. gr., 11. gr.,
3. mgr. 12. gr., 13. gr. og 2., 4. og 5. mgr. 51. gr. Um gefanda gildi þá reglur um seljanda og um
gjafþega reglur um kaupanda. í skýringum við 4. gr. segir að almenna reglan samkvæmt frum-
varpinu sé sú að ákvæði þess gildi ekki um gjafageminga, þ.e. þegar ýasteign er andlag slfks gem-
ings. Þetta leiði af afmörkun á gildissviði frumvarpsins skv. 1. gr. Ýmis ákvæði laganna geti þó
samkvæmt efni sínu átt við um gjafageminga. Nauðsynlegt sé að eyða réttaróvissu þar sem þess sé
kostur. Því sé lagt til að mælt verði fyrir um að tilteknum ákvæðum laganna verði einnig beitt um
gjafageminga um fasteignir. Alþt. 2001-2001, þskj. 291, bls. 27.
22