Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 41
Þegar um norræn kaup er að ræða ber því eingöngu að beita kaupalögum þess
norræna ríkis sem í hlut á.43
9.4 Undantekning varðandi tilteknar tegundir alþjóðlegra kaupa
í 3. mgr. 5. gr. kpl. er ákvæði sem svarar til 2. gr. Sþ-sáttmálans og felur í sér
að sérreglur laganna um alþjóðleg kaup gilda ekki um ákveðnar tegundir al-
þjóðlegra kaupa. Þar kemur fram að sérreglurnar um alþjóðleg kaup eigi ekki
við um:
a) neytendakaup og sambærileg kaup milli neytenda;
b) kaup á uppboði;
c) sölu í framhaldi af fullnustugerð eða samkvæmt lagaboði;
d) kaup á verðbréfum, peningum, kröfum eða réttindum;
e) kaup á farartækjum, loftförum og loftpúðaskipum.44
Undantekningin í 1. tl. 2. gr. Sþ-sáttmálans nær til sölu milli neytenda og er
það skýring þess að ákvæði a-liðar 3. mgr. 5. gr. laganna nær einnig til sam-
bærilegra kaupa „milli neytenda“. Skilgreining neytendakaupa í 2. mgr. 4. gr. er
þrengri að því leyti að hún nær aðeins til seljanda sem hefur atvinnu sína af
sölu. í þessu felst t.d., þótt um neytendakaup milli aðila hverra í sínu landi sé
að ræða, að það eru reglur íslensku laganna sem gilda ef þau eiga á annað borð
við, án tillits til þeirra sérákvæða sem m.a. leiðir af XV. kafla laganna. Ákvæði
b-liðar á við um frjáls uppboð. Ástæðan fyrir undantekningunni er sú að selj-
andi getur ekki vitað hver er kaupandi fyrr en uppboði lýkur. Þetta mundi skapa
of mikla óvissu um gildissvið Sþ-sáttmálans. Ákvæði c-Iiðar á við nauðung-
arsölu eða sölu samkvæmt sérstökum lagaákvæðum, sbr. t.d. lög um sölu á
óskilamunum og fundnu fé. Ákvæði d-liðar gildir hvort sem litið verður á kröfu
sem hlut eða ekki. Ástæðan er sú að margar reglur kaupalaganna falla illa að
slíkum kaupum, t.d. reglurnar um galla á söluhlut. Sþ-sáttmálinn gerir sérstaka
undantekningu að því er rafmagn varðar, sbr. 6. tl. 2. gr. Engu síður er þetta ekki
tekið með í 5. gr. enda fellur sala á rafmagni utan gildissviðs kaupalaganna.45
Þegar svo er tekið til orða í 2. og 3. mgr. 5. gr. kpl. að sérreglurnar um
alþjóðleg kaup gildi ekki er í fyrsta lagi átt við það að þær sérstöku reglur sem
aðeins eiga við í alþjóðlegum kaupum, t.d. 87.-99. og 3. mgr. 70. gr., gilda ekki.
í öðru lagi felst í þessu að þær undantekningar sem mælt er fyrir um í einstökum
43 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 54.
44 í 2. gr. Sþ-sáttmálans segir: „Sáttmáli þessi gildir ekki um sölu: 1. vöru sem keypt er til per-
sónulegra nota, vegna fjölskyldu eða til heimilishalds, nema seljandi á tímabilinu áður en eða þegar
samningur var gerður, hvorki vissi né mátti hafa vitað að varan var keypt til einhverra slíkra nota;
2. á uppboði; 3. vegna réttarframkvæmdar eða á annan hátt vegna lagaskyldu; 4. verðbréfa, hluta-
bréfa, fjárfestingarskírteina, viðskiptabréfa eða gjaldmiðla; 5. skipa, fljótandi farartækja, svif-
nökkva eða flugvéla; 6. rafmagns".
45 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 54-55.
35