Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 9
stóls Evrópu, gert sátt við Jón Kristinsson, svo og annan mann sem kært hefur svipað málefni með þeim hætti sem lýst hefur verið. I 36. gr. 7. tl. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði segir meðal annars, að dómari skuli víkja úr dómarasæti. ef hætta er á því, „að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtif'. Þessu ákvæði ber einnig að beita um opinber mál samkvæmt 15. gr. 2. mgr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. í máli þessu er ekkert fram komið, sem bendir til þess, að dómarafulltrúinn sem kvað upp héraðsdóminn, hafi litið hlutdrægt á málavöxtu. Hins vegar verður að fallast á það með Mannréttindanefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur að þeim og lögreglustjórn. Með tilliti til þess, sem rakið hefur verið, ber nú að skýra fyrrgreind lagaákvæði þannig, að sýslumanninum í Arnessýslu og fulltrúa hans, sem kvað upp dóminn, hafi borið að víkja sæti í máli þessu. Ber því að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi og alla meðferð málsins fyrir sakadómi Amessýslu og vísa því heim í hérað til nýrrar dóms- meðferðar og dómsálagningar. Forsendur þessar eru skýrar og lýsa hvað veldur því að Hæstiréttur kemst að annarri niðurstöðu en þremur árum áður. Fara þar saman innlendar og erlendar ástæður ef svo má að orði komast. Rétt er að benda á, þótt það sé raunar óþarft, að 2. gr. stjómarskrárinnar hafði engum breytingum tekið á þeim ámm sem þessir dómar vom kveðnir upp og mannréttindasáttmálinn hafði ekki verið lög- tekinn. Það voru lögskýringarnar sem tóku breytingum. Þótt mannréttindasátt- málinn hefði ekki verið lögtekinn er ekkert vafamál að sáttmálinn og dómar mannréttindadómstólsins höfðu engu að síður um langa hríð haft mikil áhrif á skýringu íslenskra laga og óhætt að fullyrða að enginn alþjóðasáttmáli sem ís- lendingar eiga aðild að hefur haft jafn mikla þýðingu að því leyti. Ahrif mann- réttindasáttmálans á lögskýringar hafa í flestum tilfellum verið hæg og sígandi og má ömgglega segja að sú snögga stefnubreyting Hæstaréttar er fram kemur í dómunum sem að framan er getið sé undantekning þar frá. Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögtekinn árið 1994. Skömmu síðar eða árið 1995 (18. maí) kvað Hæstiréttur upp dóm í máli þar sem því var haldið fram að það að fela dómarafulltrúa meðferð og úrlausn máls væri með öllu ósamrýman- legt 2. gr. og V. kafla stjómarskráinnar og fæli í sér skipan sem væri andstæði 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. í fyrri málunum höfðu röksemdimar einungis verið þær að það væri andstætt stjómarskránni og mannréttindasáttmál- anum að sami dómari færi með rannsókn máls og meðferð þess fyrir dómi. í þessu máli sátu fimm dómarar í Hæstarétti. Meirihlutinn, fjórir dómarar, féllst á þess röksemd, aðallega á eftirfarandi forsendum. „Þeir [dómarafulltrúar] hafa þó sjaldnast sambærilega reynslu [og dómarar] og hafa ekki þurft að gangast við ábyrgð af dómstörfum sínum í upphafi starfs með heiti um að virða stjómarskrá lýðveldisins. Dómsmálaráðherra hefur formlega heimild til að afturkalla löggildingu þeirra og víkja þeim úr starfi, án þess að bera það undir dóm- stóla, og framkvæmdarvaldið getur með áhrifum sínum og ráðstöfunum bundið enda á ráðningu þeirra á skömmum tíma. Verður því að fallast á það að staða dómarfull- 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.