Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 42
greinum, og varða alþjóðleg kaup, gilda ekki heldur, t.d. 2. mgr. 66. gr. í þeim
tilvikum sem um ræðir í 2. og 3. mgr. gilda því fullum fetum sömu reglur og í
þjóðlegum kaupum.46
9.5 Samræmd túlkun kpl. í alþjóðlegum kaupum
f 1. mgr. 88. gr. kemur fram að í alþjóðlegum kaupum skuli við túlkun á
ákvæðum laganna taka tillit til þess að nauðsynlegt er að samræma beitingu
þeirra reglna sem byggðar eru á sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1980 um al-
þjóðleg lausafjárkaup svo og alþjóðlegs eðlis þeirra. Einnig skuli taka tillit til
nauðsynjar á heiðarleika og góðrar trúar í alþjóðlegum viðskiptum. Er þama
endursagt efni 1. mgr. 7. gr. Sþ-sáttmálans.47
I framangreindu felst m.a. að opinberir textar samningsins hafa þýðingu við
túlkun kpl. Einnig verður að taka tillit til útbreiddrar venju eða framkvæmdar
sem myndast hefur í aðildarríkjunum við beitingu reglna sáttmálans. Með þeirri
aðferð sem valin var við að leiða ákvæði hans í lög hér á landi er sérstaklega
mikilvægt að taka tillit til nauðsynjar á samræmdri beitingu reglna sáttmálans.
Akvæðið hefur að öðru leyti að geyma tilvísun til alþjóðlegs eðlis reglnanna og
þar er lögð áhersla á að höfð sé í huga þörfin fyrir heiðarleika og góða trú í
alþjóðlegum viðskiptum.48
9.6 Óleyst álitaefni
Ur álitaefnum vegna atvika sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna fjallar um, en
hann leysir ekki úr með afgerandi hætti, skal leysa í samræmi við meginreglur
sáttmálans og að öðru leyti í samræmi við þau landslög sem beita ber sam-
kvæmt reglum alþjóðlegs einkamálaréttar, sbr. 2. mgr. 88. gr. kpl. Er þama end-
ursagt efni 2. mgr. 7. gr. Sþ-sáttmálans. í ákvæðinu felst að leiði hvorki texti Sþ-
sáttmálans né heldur grundvallarsjónarmið þau sem að baki honum búa til
ákveðinnar niðurstöðu ber að leysa álitaefnið í samræmi við þau landslög sem
beita ber samkvæmt reglum alþjóðlegs einkamálaréttar.49
9.7 Beinar efndir - Efndir in natura
í 3. mgr. 88. gr. kpl. er að finna tilvísun til ákvæða 28. gr. Sþ-sáttmálans þess
efnis að úr kröfu um beinar efndir, specific performance, skuli ávallt leysa
46 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 54-55.
47 í 1. mgr. 7. gr. Sþ-sáttmálans segir: „Við túlkun sáttmála þessa ber að hafa hliðsjón af hinu al-
þjóðlega eðli hans og þeirri nauðsyn sem á því er að efla samræmi í beitingu hans og að efla virð-
ingu fyrir góðum trúnaði í alþjóðlegum viðskiptum".
48 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 175.
49 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 175. f 2. mgr. 7. gr. Sþ-sáttmálans segir: „tír álitaefnum er varða
atriði sem ekki er kveðið skýrt á um í samningnum og sáttmáli þessi gildir um skal leysa í samræmi
við meginreglur þær sem sáttmálinn er grundvallaður á eða, ef slíkar meginreglur skortir, í sam-
ræmi við þá löggjöf sem beita skal samkvæmt reglum alþjóðlega einkamálaréttarins".
36