Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Síða 42
greinum, og varða alþjóðleg kaup, gilda ekki heldur, t.d. 2. mgr. 66. gr. í þeim tilvikum sem um ræðir í 2. og 3. mgr. gilda því fullum fetum sömu reglur og í þjóðlegum kaupum.46 9.5 Samræmd túlkun kpl. í alþjóðlegum kaupum f 1. mgr. 88. gr. kemur fram að í alþjóðlegum kaupum skuli við túlkun á ákvæðum laganna taka tillit til þess að nauðsynlegt er að samræma beitingu þeirra reglna sem byggðar eru á sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1980 um al- þjóðleg lausafjárkaup svo og alþjóðlegs eðlis þeirra. Einnig skuli taka tillit til nauðsynjar á heiðarleika og góðrar trúar í alþjóðlegum viðskiptum. Er þama endursagt efni 1. mgr. 7. gr. Sþ-sáttmálans.47 I framangreindu felst m.a. að opinberir textar samningsins hafa þýðingu við túlkun kpl. Einnig verður að taka tillit til útbreiddrar venju eða framkvæmdar sem myndast hefur í aðildarríkjunum við beitingu reglna sáttmálans. Með þeirri aðferð sem valin var við að leiða ákvæði hans í lög hér á landi er sérstaklega mikilvægt að taka tillit til nauðsynjar á samræmdri beitingu reglna sáttmálans. Akvæðið hefur að öðru leyti að geyma tilvísun til alþjóðlegs eðlis reglnanna og þar er lögð áhersla á að höfð sé í huga þörfin fyrir heiðarleika og góða trú í alþjóðlegum viðskiptum.48 9.6 Óleyst álitaefni Ur álitaefnum vegna atvika sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna fjallar um, en hann leysir ekki úr með afgerandi hætti, skal leysa í samræmi við meginreglur sáttmálans og að öðru leyti í samræmi við þau landslög sem beita ber sam- kvæmt reglum alþjóðlegs einkamálaréttar, sbr. 2. mgr. 88. gr. kpl. Er þama end- ursagt efni 2. mgr. 7. gr. Sþ-sáttmálans. í ákvæðinu felst að leiði hvorki texti Sþ- sáttmálans né heldur grundvallarsjónarmið þau sem að baki honum búa til ákveðinnar niðurstöðu ber að leysa álitaefnið í samræmi við þau landslög sem beita ber samkvæmt reglum alþjóðlegs einkamálaréttar.49 9.7 Beinar efndir - Efndir in natura í 3. mgr. 88. gr. kpl. er að finna tilvísun til ákvæða 28. gr. Sþ-sáttmálans þess efnis að úr kröfu um beinar efndir, specific performance, skuli ávallt leysa 46 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 54-55. 47 í 1. mgr. 7. gr. Sþ-sáttmálans segir: „Við túlkun sáttmála þessa ber að hafa hliðsjón af hinu al- þjóðlega eðli hans og þeirri nauðsyn sem á því er að efla samræmi í beitingu hans og að efla virð- ingu fyrir góðum trúnaði í alþjóðlegum viðskiptum". 48 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 175. 49 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 175. f 2. mgr. 7. gr. Sþ-sáttmálans segir: „tír álitaefnum er varða atriði sem ekki er kveðið skýrt á um í samningnum og sáttmáli þessi gildir um skal leysa í samræmi við meginreglur þær sem sáttmálinn er grundvallaður á eða, ef slíkar meginreglur skortir, í sam- ræmi við þá löggjöf sem beita skal samkvæmt reglum alþjóðlega einkamálaréttarins". 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.