Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 55
tilteknum kjarasamningum. Þá má spyrja hvort 2. mgr. 2. gr. SKL undanþiggi
starfsemi verkalýðsfélaga almennt frá leikreglum og ákvæðum SKL ef starf-
semin byggir á ákvæðum kjarasamninga eða hvort þessi undanþága gildi aðeins
um tiltekna þætti og þá e.t.v. þá þætti sem tengjast starfsemi verkalýðsfélaganna
að aðalmarkmiðum eins og þau hafa áður verið skilgreind.
Við þessu er ekkert einfalt svar. Svo mikið er þó víst að til þess að SKL gildi
um einhverja tiltekna starfsemi verkalýðsfélaga þarf að vera hægt að skilgreina
þá starfsemi sem atvinnurekstur í skilningi 2. mgr. 4. gr. SKL23 og verkalýðs-
félagið sem fyrirtæki þegar það vinnur að þessari starfsemi en samkvæmt 3.
mgr. 4. gr. SKL teljast allir þeir aðilar, sem stunda atvinnurekstur í skilningi
SKL, fyrirtæki og lögunum háðir.
Fyrst þarf að leita svars við því hvenær verkalýðsfélag hættir að vera eig-
inlegt verkalýðsfélag og verður fyrirtæki í skilningi SKL. Svarsins er fyrst og
fremst að leita í íslenskum lögum. Ekki verður samt hjá því komist að beita við
skýringu þeirra þeim samkeppnisreglum sem gilda á EES-svæðinu24 en EES-
samningurinn geymir ekki hliðstæða undanþágu og er í 2. mgr. 2. gr. SKL.
Samkynja undanþágum er þó beitt í EES-rétti en þær reglur eru fyrst og fremst
mótaðar með dómum Evrópudómstólsins (ED).
5.2 Islenskur samkeppnisréttur
Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. SKL25 er hver sá aðili sem stundar atvinnurekstur í
skilningi 2. mgr.26 sömu greinar skilgreindur sem fyrirtæki. Atvinnurekstur er
talinn vera hvers konar atvinnustarfsemi, óháð formi eignarhalds og án tillits til
þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem verslað eða sýslað er með gegn endur-
gjaldi. Ef verkalýðsfélög reka atvinnustarfsemi gegn endurgjaldi skv. fram-
ansögðu ættu þau eftir orðanna hljóðan að teljast fyrirtæki og lúta reglum SKL.
Svo þarf þó alls ekki að vera.
í 2. gr. SKL27 er atvinnustarfsemi sögð vera t.d. framleiðsla, verslun og þjón-
usta en ekki er um tæmandi talningu að ræða. Samkvæmt beinni orðanna hljóð-
23 2. mgr. 4. gr. 1. nr. 8/1993: „Atvinnurekstur er hvers konar atvinnustarfsemi, óháð formi eignar-
halds og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem verslað eða sýslað er með gegn endur-
gjaldi'*.
24 f greinargerð með 1. nr. 8/1993 segir um þetta efni: „Oft ríkir hins vegar óvissa um hvar draga
eigi mörkin [milli landsréttar og EES-réttar] og í slíkum tilvikum er líklegt, a.m.k. miðað við
reynslu innan EB. að EES-reglur muni oftar en ekki gilda. Samkeppnisreglur EES munu því
vafalaust einnig framvegis hafa áhrif í viðskiptum sem eiga sér stað innan (leturbreyting mín) ein-
stakra landa“.
25 3. mgr. 4. gr. 1. nr. 8/1993: „Fyrirtæki er einstaklingur, félag, opinberir aðilar og aðrir sem stunda
atvinnurekstur“.
26 2. mgr. 4. gr. 1. nr. 8/1993: „Atvinnurekstur er hvers konar atvinnustarfsemi, óháð formi eignar-
halds og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem verslað eða sýslað er með gegn end-
urgjaldi“.
27 Sjá neðanmálsgrein 19.
49