Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 55
tilteknum kjarasamningum. Þá má spyrja hvort 2. mgr. 2. gr. SKL undanþiggi starfsemi verkalýðsfélaga almennt frá leikreglum og ákvæðum SKL ef starf- semin byggir á ákvæðum kjarasamninga eða hvort þessi undanþága gildi aðeins um tiltekna þætti og þá e.t.v. þá þætti sem tengjast starfsemi verkalýðsfélaganna að aðalmarkmiðum eins og þau hafa áður verið skilgreind. Við þessu er ekkert einfalt svar. Svo mikið er þó víst að til þess að SKL gildi um einhverja tiltekna starfsemi verkalýðsfélaga þarf að vera hægt að skilgreina þá starfsemi sem atvinnurekstur í skilningi 2. mgr. 4. gr. SKL23 og verkalýðs- félagið sem fyrirtæki þegar það vinnur að þessari starfsemi en samkvæmt 3. mgr. 4. gr. SKL teljast allir þeir aðilar, sem stunda atvinnurekstur í skilningi SKL, fyrirtæki og lögunum háðir. Fyrst þarf að leita svars við því hvenær verkalýðsfélag hættir að vera eig- inlegt verkalýðsfélag og verður fyrirtæki í skilningi SKL. Svarsins er fyrst og fremst að leita í íslenskum lögum. Ekki verður samt hjá því komist að beita við skýringu þeirra þeim samkeppnisreglum sem gilda á EES-svæðinu24 en EES- samningurinn geymir ekki hliðstæða undanþágu og er í 2. mgr. 2. gr. SKL. Samkynja undanþágum er þó beitt í EES-rétti en þær reglur eru fyrst og fremst mótaðar með dómum Evrópudómstólsins (ED). 5.2 Islenskur samkeppnisréttur Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. SKL25 er hver sá aðili sem stundar atvinnurekstur í skilningi 2. mgr.26 sömu greinar skilgreindur sem fyrirtæki. Atvinnurekstur er talinn vera hvers konar atvinnustarfsemi, óháð formi eignarhalds og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem verslað eða sýslað er með gegn endur- gjaldi. Ef verkalýðsfélög reka atvinnustarfsemi gegn endurgjaldi skv. fram- ansögðu ættu þau eftir orðanna hljóðan að teljast fyrirtæki og lúta reglum SKL. Svo þarf þó alls ekki að vera. í 2. gr. SKL27 er atvinnustarfsemi sögð vera t.d. framleiðsla, verslun og þjón- usta en ekki er um tæmandi talningu að ræða. Samkvæmt beinni orðanna hljóð- 23 2. mgr. 4. gr. 1. nr. 8/1993: „Atvinnurekstur er hvers konar atvinnustarfsemi, óháð formi eignar- halds og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem verslað eða sýslað er með gegn endur- gjaldi'*. 24 f greinargerð með 1. nr. 8/1993 segir um þetta efni: „Oft ríkir hins vegar óvissa um hvar draga eigi mörkin [milli landsréttar og EES-réttar] og í slíkum tilvikum er líklegt, a.m.k. miðað við reynslu innan EB. að EES-reglur muni oftar en ekki gilda. Samkeppnisreglur EES munu því vafalaust einnig framvegis hafa áhrif í viðskiptum sem eiga sér stað innan (leturbreyting mín) ein- stakra landa“. 25 3. mgr. 4. gr. 1. nr. 8/1993: „Fyrirtæki er einstaklingur, félag, opinberir aðilar og aðrir sem stunda atvinnurekstur“. 26 2. mgr. 4. gr. 1. nr. 8/1993: „Atvinnurekstur er hvers konar atvinnustarfsemi, óháð formi eignar- halds og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem verslað eða sýslað er með gegn end- urgjaldi“. 27 Sjá neðanmálsgrein 19. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.