Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 77
2. mgr. 11. gr. laganna. Rétturinn staðfesti að því leyti niðurstöðu héraðsdóms,
sem skipaður var tveimur embættisdómurum og sálfræðingi, og lagði fyrir kon-
una að fara með barnið eða stuðla að för þess til Noregs innan tveggja mánaða
en eilegar væri manninum heimilt að krefjast innsetningargerðar.
Vamir konunnar voru meðal annars studdar 2. tölulið 12. gr. og á því byggt
að ofbeldi mannsins gagnvart henni og önnur hegðun í garð hennar og bamsins
gæfi tilefni til að ætla að barnið gæti orðið fyrir andlegu tjóni eða að minnsta
kosti komist í aðra óbærilega stöðu ef fallist yrði á afhendingu þess. Maðurinn
byggi í litlu og einangruðu samfélagi Kúrda þar sem heimilisaðstæður væru
óviðunandi, jafnræðis væri ekki gætt í samskiptum kynjanna og almennt væri
litið illa á böm sem getin væm í blönduðum samböndum. Um þetta segir í nið-
urstöðu héraðsdóms sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna: „Ekkert
er fram komið í málinu, sem rennir stoðum undir þessa fullyrðingu ... [konunn-
ar], þó svo að heimilishættir ... [mannsins] kunni að þykja óvenjulegir og fram-
andi miðað við íslenskar aðstæður. Hið sama kann ... [manninum] og hans fjöl-
skyldu að þykja um hérlendar uppeldisaðstæður og -aðferðir“. Var því ekki
fallist á að skilyrði 2. töluliður 12. gr. væri fyrir hendi.
I dómi Hæstaréttar 12. desember 2000 í máli nr. 403/2000 („Noregur II“)
voru málsatvik þau að íslensk hjón, búsett í Noregi, fengu í maí 1998 leyfi til
skilnaðar að borði og sæng hjá norskum yfirvöldum. Var þá ákveðið að þau
færu sameiginlega með forsjá þriggja barna sem yrðu með lögheimili hjá móður
á íslandi en faðirinn bjó áfram í Noregi. Eftir þetta reis ágreiningur milli þeirra
um hvar eldri sonur þeirra, 9 ára, ætti að eiga heimili. Af því tilefni var leitað
álits sálfræðings sem komst að þeirri niðurstöðu að hagsmunum drengsins yrði
betur gætt og þörfum hans betur fullnægt með búsetu hjá föður. Þessu til sam-
ræmis gerðu foreldramir samning 8. janúar 1999 þar sem meðal annars kom
fram að þau hefðu ákveðið að lögheimili drengsins flyttist til föður í Noregi.
Var þetta síðar áréttað í skilnaðarsamningi 25. júní 1999 og einnig í staðfestu
samkomulagi um meðlagsgreiðslur með bömunum. Aður hafði drengurinn í
janúar 1999 flutt á heimili föður síns í Noregi. Eftir það kom drengurinn nokkr-
um sinnum til íslands til umgengni við móður, síðast 13. júlí 2000. Atti hann að
halda aftur til Noregs réttum mánuði síðar en ekki varð af þeirri utanför. Mað-
urinn krafðist þess að drengurinn yrði tekinn úr umráðum móður með beinni
aðfarargerð og fenginn sér. Héraðsdómur, sem skipaður var embættisdómara og
tveimur sálfræðingum, synjaði um afhendingu meðal annars með vísan til 3.
töluliðar 12. gr. laga nr. 160/1995. í forsendum dómsins segir að drengurinn
hefði í viðræðum við dómendur ekki tekið afgerandi afstöðu eða sagt berum
orðum á hvorum staðnum hann vildi búa. Hann hefði þó nefnt ýmsa kosti þess
að búa hér á landi svo sem návist við systkini sín og móður, félagsskap og taldi
að hér væri mun meira um að vera. Því næst segir: „Hinir sérfróðu meðdóms-
menn eru á einu máli um það, að B [drengurinn] hafi í viðtalinu tekið eins
afdráttarlausa afstöðu eins og hann hafi treyst sér til við þær erfiðu aðstæður
sem hann var þar í, þar sem honum var gefinn kostur á að velja á milli foreldra
71