Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 66
Evrópusamningnum eða Haagsamningnum, en þess ber að gæta að aðildarríkj-
um fer sífellt fjölgandi. Því er brýnt að dómendur kanni þetta sérstaklega í upp-
hafi málsmeðferðar en upplýsingar um aðildarríkin og samningana almennt er
að finna á vefsíðu Evrópuráðsins (www.coe.fr.) og vefsíðu fastaskrifstofu
Haagráðstefnunnar um alþjóðlegan einkamálarétt (www.hcch.net). A þeirri síð-
arnefndu má finna slóð inn á INCADAT sem er upplýsingabanki um dóma og
úrskurði sem gengið hafa í aðildarríkjum að Haagsamningnum. Auðvelt er að
leita í bankanum hvort heldur eftir efnisatriðum eða löndum, en þar er nú búið
að færa inn fjóra íslenska hæstaréttardóma og einn úrskurð héraðsdóms. Allar
úrlausnir sem settar eru inn í gagnabankann eru staðlaðar í uppsetningu til að
gera leit auðveldari og bætt er inn í tilvísunum til annarra dómsúrlausna þar sem
það á við. Dæmi um þetta er uppsetning á hæstaréttardómi 20. júní 2000 í
máli nr. 181/2000. „Spánarmálinu“ svokallaða, en þar er í umfjöllun um málið
vísað til skosks dóms þar sem reyndi á sömu eða svipuð sjónarmið.
4. MEGINMARKMIÐ EYRÓPUSAMNINGSINS OG
HAAGSAMNINGSINS
4.1 Almennt
Efni Evrópusamningsins og Haagsamningsins er nátengt enda markmið
þeirra beggja að leysa vandamál sem upp koma þegar börn eru flutt með ólög-
mætum hætti frá einu ríki til annars eða þeim er haldið í einu ríki gegn vilja
forsjárforeldris í öðru, svo sem þegar börnum er ekki skilað í lok umgengni hins
foreldrisins. Gildissvið samninganna takmarkast þó ekki við foreldra bams sem
fara með forsjá eða annan forsjárrétt. Þeir geta einnig tekið til annarra, hvort
sem um er að ræða einstaklinga, stofnanir eða opinbera aðila sem fara með slík
réttindi. í umfjöllun minni mun ég þó eingöngu hafa foreldra í huga en ekki
hefur enn reynt á aðild annarra í afhendingarmálum fyrir dómstólum hér á
landi.
Þótt samningunum sé ætlað að leysa sams konar vandamál er engu að síður
í þeim gert ráð fyrir nokkuð mismunandi aðferðum til þess og er að því leyti á
þeim skýr greinarmunur.
4.2 Nánar um Evrópusamninginn
Evrópusamningurinn er viðurkenningar- og fullnustusamningur. Það er
grundvallarregla samkvæmt samningnum að forsjárákvörðun sem tekin er í
einu samningsríki, upprunaríkinu, skuli viðurkenna og fullnusta í öðru samn-
ingsríki, móttökuríkinu, án tillits til þess hvort brottflutningur eða hald á
barni feli í sér ólögmæta athöfn. Með ákvörðun er hér átt við dóma, úrskurði
og aðrar ákvarðanir dómstóls eða stjórnvalds svo og dómsáttir og samninga
sem hafa verið staðfestir af stjómvöldum, sbr. 4. gr. laga nr. 160/1995. Til að
afhending bams sé ákveðin á grundvelli Evrópusamningsins í móttökunldnu
verður að liggja fyrir ákvörðun samkvæmt framansögðu í uppranaríkinu um
60