Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 68
ólögmætan í skilningi Haagsamningsins og laga nr. 160/1995 og gerði móður- inni að fara með eða stuðla að för barnanna til Spánar. Hún fór með bömin til Spánar og í framhaldi náðist þar sátt um búsetu barnanna á íslandi. Sama niðurstaða varð uppi á teningnum í dómum Hæstaréttar 20. febrúar 1998 í máli nr. 68/1998 (H 1998 726), 6. desember 2000 í máli nr. 399/2000, 12. desember 2000 í máli nr. 403/2000, 13. desember 2000 í máli nr. 426/2000 og 23. nóvember 2001 í máli nr. 393/2001, þ.e. Hæstiréttur féllst á að um ólögmætan flutning eða hald á barni/bömum væri að ræða í skilningi Haagsamningsins og laga nr. 160/1995. Hæstiréttur hefur aðeins í einu tilviki synjað um aðfarargerð á grundvelli Haagsamningsins en það var með dómi uppkveðnum 5. nóvember 1998 í máli nr. 396/1998 (H 1998 3451). Verður fjallað um efnisatriði þessara dóma í kafla 6. 4.4 Brot á umgengnisrétti Samkvæmt Evrópusamningnum og Haagsamningnum skulu samningsríki einnig stuðla að framgangi umgengnisréttar. Haagsamningurinn skuldbindur þó ekki ríki til að hlutast til um afhendingu á barni til fullnustu á umgengnisrétti en samkvæmt Evrópusamningnum skulu samningsríki viðurkenna og fullnægja ákvörðunum unr umgengnisrétt á sama hátt og ákvörðunum um forsjá. Vekur þetta nokkra athygli í ljósi barnalaga nr. 20/1992 en samkvæmt þeim er ekki unnt að framfylgja ákvörðun sem tekin er hér á landi um umgengnisrétt forsjár- lauss foreldris komi til þess að forsjárforeldrið hamli umgengni við barn. Sam- kvæmt framansögðu verður ákvörðun um umgengnisrétt sem tekin er í öðru samningsrfki hins vegar fullnustuð á Islandi, með valdbeitingu ef nauðsyn kref- ur. Enn sem komið er hafa afhendingarmál sem varða umgengnisrétt milli landa ekki kornið á borð íslenskra dómstóla. Verða þeim því ekki gerð frekari skil. 5. MÁLSMEÐFERÐ Eins og greint var frá í 2. kafla skal farið með beiðni um fullnustu ákvörð- unar samkvæmt Evrópusamningnum eða um afhendingu barns samkvæmt Haagsamningnum eftir reglum aðfararlaga nr. 90/1989 en um framkvæmd inn- setningargerðar fer síðan eftir reglum 75. gr. bamalaga nr. 20/1992. Vísast nánar um þetta til 13. gr. laga nr. 160/1995. Um málsmeðferðarreglur er annars fjallað í V. kafla laganna (13.-19. gr.). Það eru engin tök á að gera þeim reglum fullnægjandi skil í ritsmíð sem þessari en rétt þykir að tæpa á nokkrum atriðum sem mikilvægt er að dómendur hafi í huga. Athuga ber að samkvæmt 3. gr. lag- anna gilda þau aðeins um börn sem ekki hafa náð 16 ára aldri. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga nr. 160/1995 skal í beiðni á grundvelli Evrópusamningsins veita upplýsingar um líklegan dvalarstað barns hér á landi og gera tillögu um hvernig unnt verði að afhenda barn. Er síðarnefndu atriði ætlað að auðvelda afhendinguna í framkvæmd en jafnframt geta slíkar upþlýs- ingar komið sér vel við mat á möguleikum til sátta. Samkvæmt 2. mgr. skulu fylgja beiðninni eftirrit ákvörðunar í upphafsríkinu staðfest af opinberu yfir- 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.