Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 32
Það er skilyrði svo að um pöntunarkaup sé að ræða að sá sem pantar hlut er
búa skal til láti ekki í té verulegan hluta efnis til framleiðslunnar, sbr. 1. mgr.
2. gr. kpl. Sem dæmi má nefna það tilvik þegar maður pantar eldhúsinnréttingu.
Ef smiðurinn leggur jafnframt til efnið í eldhúsinnréttinguna er um kaup að
ræða. Ef sá sem pantar leggur jafnframt til efnið er hins vegar ekki um kaup að
ræða heldur verksamning. í framkvæmd eiga pöntunarkaup helst við þegar um
er að ræða einstaklingsbundna handverksframleiðslu eða verksmiðjufram-
leiðslu, t.d. samninga um smíði skipa, byggingu flotbryggja og kaup á sérhönn-
uðum vélum. Raðsmíðaðir hlutir geta einnig fallið hér undir. Pöntunarkaup geta
einnig falist í efnasamruna og gróðurrækt. Sem dæmi má nefna þegar kaupandi
pantar ákveðinn fjölda skrautblóma í garðyrkjustöð sem eiga að ná vissri stærð
áður en þau eru afhent.
I E mgr. 2. gr. kpl. kemur fram skilyrði um „verulegan hluta efnis“. Ef kaup-
andinn lætur í té allt efnið eða verulegan hluta þess eiga ákvæði kpl. ekki við.
Við skýringu hinna tilvitnuðu orða ber ekki aðeins að meta hina fjárhagslegu
þýðingu viðkomandi hlutar heldur einnig hina notkunarlegu þýðingu hans.
I 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. er tekið fram að lögin gildi hvorki um samninga um
að reisa byggingar né önnur mannvirki á fasteign. Þessi undantekning er
ófrávíkjanleg og hún gildir án tillits til þess hver lætur í té efnið. Reglan er í
samræmi við eldri rétt. Undantekningin gildir um allar gerðir bygginga eða
annarra mannvirkja svo og framkvæmdir við byggingar og mannvirki sem eru
varanlega skeytt við fasteignir. Samningar um framkvæmdir við fasteignir, svo
sem að leggja flísar á gólf eða annað gólfefni, falla því utan laganna. Önnur
mannvirkjagerð getur t.d. verið smíði brúar eða varanlegra mannvirkja í sjó.
Jafnvel þótt slík mannvirki séu oft smíðuð að verulegu leyti á landi og síðan
dregin á haf út falla samningar um þau utan ramma laganna. A hinn bóginn er
ljóst að lögin taka til einstakra byggingarhluta sem skeyta á við mannvirkið,
nema því aðeins að viðskeytingin teljist verulegur hluti af samningsskyldunni.
Akvæði 2. mgr. 2. gr. er skylt E mgr. 2. gr. að því leyti að 2. mgr. skilgreinir
hvenær ekki er um pöntunarkaup að ræða. Ef sá sem pantar hlut útvegar sjálfur
efnið til hans verður sjálfur tilbúningur hlutarins aðalefnið í skyldu seljanda og
kpl. eiga þá ekki við. Ákvæði 2. mgr. hefur í sjálfu sér ekki mikla sjálfstæða
þýðingu heldur ber fremur að líta á það sem nánari útfærslu á 1. mgr. greinar-
innar. Það getur þó haft sjálfstæða þýðingu ef vinnu- eða þjónustuskyldur
seljanda eru ekki tengdar gerð hlutarins sem slíks, t.d. ef um er að ræða skyldur
í tengslum við afhendingu hlutar eða skyldur eftir afhendingu.
í 1. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup er gildissvið þeirra laga markað.
Þar segir að lögin taki til hvers kyns samninga um kaup á þjónustu sem veitt sé
neytendum í atvinnuskyni gegn endurgjaldi þegar veitt þjónusta felur í sér:
E vinnu við lausafjármuni,
2. vinnu við fasteignir, vinnu vegna byggingaframkvæmda eða aðrar framkvæmdir á
landi,
26