Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 50
legra samfélaga, séu varin af stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmál-
um. I því og í meginreglunni um félagafrelsið felist að verkalýðsfélögin hafi
fullt frelsi til allra ákvarðana um innri málefni sín og markmið, setji sér sjálf lög
og túlki þau. Þar, eins og í öðrum frjálsum og lýðræðislegum félögum, lúti
félagsmenn meirihlutaákvörðunum.9 Dómstólum sé ekki heimilt að endurskoða
mat verkalýðsfélaganna á því hver markmið þeirra skuli vera svo fremi að þau
raski ekki allsherjarreglu og ekki síður beri löggjafanum að virða mannrétt-
indaákvæði stjórnarskrár og alþjóðlegra sáttmála þegar hann véli um þann
ramma sem þeim og starfsemi þeirra er settur. Varpa má ljósi á þessa aðgrein-
ingu aðal- og aukamarkmiða og þýðingu hennar með því að líta til nokkurra
dóma, íslenskra og norrænna.
4.2 Dómaframkvæmd
4.2.1 Noregur
í Noregi kom ágreiningur um kaup verkalýðsfélaga á hóptryggingum í þágu
félagsmanna til kasta Hæstaréttar á árinu 1967.10 Málavextir voru þeir að á
árinu 1964 samdi Alþýðusamband Noregs um samstarf við tryggingafélagið
Samvirke um kaup á heimilishóptryggingum. Ákvörðun um að taka trygging-
una var tekin af landssambandi nokkurra verkalýðsfélaga, Norsk Kjemisk
Industriarbeiderforbund. Með meirihlutaákvörðun var samþykkt að tryggingin
tæki til allra aðildarfélaga landssambandsins og félagsmanna þeirra, gamalla og
nýrra. Ákveðið var jafnframt að félagsgjöld skyldu hækkuð lítillega til þess að
standa straum af tryggingunni. Eitt aðildarfélaganna, Falconbridge Arbeider-
forening, lagðist gegn tillögunni þegar í upphafi. Þrír félagsmenn þess félags
höfðuðu mál á hendur landssambandinu og kröfðust ógildingar á ákvörðun þess
þar sem það tilheyrði ekki markmiðum landssambandsins og verkalýðsfélag-
anna að taka ákvarðanir um hvort og þá hvar félagsmenn keyptu tryggingar
sínar. Þeir sögðu sig ekki úr verkalýðsfélaginu og færðu gild rök fyrir því að
þeim bæri nauðsyn til að vera meðlimir en hækkun félagsgjaldanna og trygg-
ingakaupin gætu neytt þá til úrsagnar.
Meirihluti Hæstaréttar Noregs taldi heimilt að leggja dóm á það hver mark-
mið verkalýðsfélagsins væru og einnig að skipta þeim markmiðum upp í aðal-
og aukamarkmið. Hann taldi sér síðan heimilt að dæma um hvort hin tiltekna
ákvörðun um heimilishóptryggingu samræmdist „aðalmarkmiðum“ sambands-
ins og þá hvort heimilishóptryggingar tengdust nægilega stöðu félagsmanna
9 Sjá m.a. umfjöllun um þessi efni dr. Gunnar G. Schram: Stjómskipunarréttur. 2. útg., Háskóla-
útgáfan, Reykjavík 1999, bls. 593; ETUI Research Group og Transnational Trade Union Rights -
Final Report. European Trade Union Institute, Brussel 1998; Mrs. Ria Oomen-Rujten: Report on
transnational trade union rights in the European Union - Committee on Employment and Social
Affairs. 20. mars 1998 (A4-0095/98 - PE 223.118/fin.).
10 Norsk Retstidende 1967, bls. 1373. Norsk Kjemisk Industriarbeiderforbund gegn Theodor
Hanisch, Finn Finne og Willy Helgesen.
44