Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 57
Hugtakið fjárhagsleg starfsemi er skýrt þannig að átt er við „hvaða starfsemi sem
er, hvort sem hún er rekin með hagnað í huga eða ekki, svo lengi sem hún felur í
sér fjárhagsleg viðskipti“.31 I báðum þessum lögskýringum dómstólsins liggur
áherslan ekki á því hvort um sé að ræða atvinnustarfsemi eða ekki heldur á því
hvort starfsemin sé að einhveiju eða öllu leyti fjárhagsleg (efnahagsleg). Undir
það fellur m.a. veiting þjónustu, miðlun þekkingar, trygginga og svo framvegis
burt séð frá því hvort einhver hafi atvinnu eða framfæri sitt af slíkri starfsemi eða
því hvort starfað er gegn endurgjaldi eins og áskilið er í 2. mgr. 4. gr. SKL.
Með þessu erum við þó ekki miklu nær um samkeppnislega réttarstöðu
verkalýðsfélaganna og íhlutunarrétt samkeppnisyfirvalda í starfsemi þeirra.
Þessar skilgreiningar ED varða þó þá leið sem skilgreinir verkalýðsfélög,
samtök þeirra og sjóði, almennt ekki sem fyrirtæki og undanþiggur þannig
starfsemi þeirra frá ákvæðum SKL. Fjórir dómar ED, sem allir lúta að trygg-
ingamálum, eru hér til leiðsagnar.
Fyrri tveir dómamir eru frá árinu 1993, gjaman nefndir Poucet einu nafni.32
Þar var því slegið föstu að samtök sem höfðu á hendi stjórnun og umsjón
með sérstöku skipulagi sjúkrabóta, fæðingarorlofs og ellilífeyris teldust ekki
fyrirtæki í skilningi 81. gr. Rómarsamningsins (Rs), áður 85. gr.33 Skylduaðild
31 ED nr. C-41/83 Ítalía gegn framkvœmdastjóminni (British Telecommunications), REG 1985,
bls. 873. í textanum hér að ofan hef ég þýtt eftirfarandi skilgreiningu dómstólsins á hugtakinu
economic activity „any activity, whether or not proflt-making, that involves economic trade“.
32 ED nr. C-159/91 og C-160/91, Christian Poucet og Daniel Pistre gegn Assurance Générales de
France (AGF) og Caisse Mutuelle Régíonale du Languedoc-Roussillon (Camurac), REG 1993, bls.
637.
33 81. gr. Rs er efnislega samhljóða 53. gr. EES-samningsins sbr. 1. nr. 2/1993 um EES. Ákvæðið
fjallar um láréttar samkeppnishömlur og hljóðar þannig: „1. Eftirfarandi skal bannað og talið ósam-
rýmanlegt framkvæmd samnings þessa: allir samningar milli fyrirtækja, ákvarðanir samtaka
fyrirtækja og samstilltar aðgerðir sem geta haft áhrif á viðskipti milli samningsaðila og hafa að
markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað
á því svæði sem samningur þessi tekur til, einkum samningar, ákvarðanir og aðgerðir sem:
a. ákveða kaup- eða söluverð eða önnur viðskiptakjör með beinum eða óbeinum hætti;
b. takmarka eða stýra framleiðslu, mörkuðum, tækniþróun eða fjárfestingu;
c. skipta mörkuðum eða birgðalindum;
d. mismuna öðrum viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og veikja
þannig samkeppnisstöðu þeirra;
e. setja það skilyrði fyrir samningagerð að hinir viðsemjendumir taki á sig viðbótarskuldbindingar
sem tengjast ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né samkvæmt viðskiptavenju.
2. Samningar og ákvarðanir sem grein þessi bannar eru sjálfkrafa ógildir.
3. Ákveða má að ákvæðum 1. mgr. verði ekki beitt um:
- samninga eða tegundir samninga milli fyrirtækja;
- ákvarðanir eða tegundir ákvarðana af hálfu samtaka fyrirtækja;
- samstilltar aðgerðir eða tegundir samstilltra aðgerða, sem stuðla að bættri framleiðslu eða vöm-
dreifingu eða efla tæknilegar og efnahagslegar framfarir, enda sé neytendum veitt sanngjöm
hlutdeild í þeim ávinningi sem af þeim hlýst, án þess að:
a. höft, sem óþörf eru til að hinum settu markmiðum verði náð, séu lögð á hlutaðeigandi fyrirtæki;
b. slíkt veiti fyrirtækjunum færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta
framleiðsluvaranna sem um er að ræða“.
51