Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 87

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 87
A VIÐ OG DREIF FRÁ DÓMARAFÉLAGI ÍSLANDS 1. Starfsárið 1996-1997 Á aðalfundi félagsins sem haldinn var 8. nóvember 1996 á Hótel Sögu, Reykjavík, var Allan Vagn Magnússon héraðsdómari endurkjörinn formaður félagsins en aðrir í stjóm voru kjörin Ólöf Pétursdóttir dómstjóri, varaformaður, Garðar Gíslason hæstaréttardómari, meðstjórnandi, Helgi I. Jónsson héraðs- dómari, ritari og Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari, gjaldkeri. í varastjórn voru kjörin Freyr Ófeigsson dómstjóri og Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari. Að loknum aðalfundarstörfum stjórnaði Freyr Ófeigsson dómstjóri almenn- um umræðum um framtíðarskipan dómstóla í héraði en að því loknu flutti Þór Vilhjálmsson, dómari við EFTA-dómstólinn, erindi um ráðgefandi álit EFTA- dómstólsins. Þann 14. desember 1996 var sameiginlegur jólahádegisverðarfundur Dóm- arafélags íslands, Lögmannafélags Islands og Lögfræðingafélags íslands hald- inn í Víkingasal Hótels Loftleiða. Ræðumaður var Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, og fjallaði hann um samskipti löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Þann 31. janúar 1997 var haldinn almennur félagsfundur um athugunarefni í drögum að frumvarpi til dómstólalaga sem réttarfarsnefnd hafði til meðferðar. Hafði Stefán Már Stefánsson prófessor framsögu um efnið. Þann 6. júní 1997 hélt félagið í samvinnu við LMFÍ málþing á Þingvöllum þar sem kynnt voru nýju lögræðislögin, þær breytingar sem gerðar höfðu verið á lögum um meðferð opinberra mála og varða meðferð ákæruvalds og lög um samningsveð. Þann 30. október 1997 kynnti Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins, breytingar á lögum um lífeyrissjóðinn og atriði varðandi deildaskiptingu hans. Dagana 29. og 30. nóvember 1996 efndi dómarafélagið, í samvinnu við End- urmenntunarstofnun Háskóla Islands, til námskeiðs um lestur og greiningu árs- reikninga fyrirtækja og dagana 14. og 15. febrúar 1997 efndi félagið á sama hátt til námskeiðs um ný upplýsingalög. Þá var sömuleiðis haldið námskeið á veg- um félgsins um EES-reglur og íslenskan landsrétt 3. og 4. október 1997. Nám- skeið um mannréttindareglur í stjómarskrá og alþjóðasamningum var haldið 21. og 22. nóvember s.á. Haldnir vom samráðsfundir stjórna DÍ og LMFÍ 10. apríl og 5. september 1997 þar sem rædd voru sameiginleg málefni félaganna. Þing Alþjóðasambands dómara varhaldið í Puerto Rico 11.-16. október 1997 og sóttu það af hálfu félagsins Allan Vagn Magnússon, sem starfaði í I. nefnd, Garðar Gíslason, er starfaði í II. nefnd og Helgi I. Jónsson, sem starfaði í III. nefnd. Skiluðu þeir skýrslum um störf sín í nefndunum. Fundur formanna og varaformanna norrænu dómarafélaganna var haldinn í Álasundi 15. og 16. ágúst 1997 og sótti formaður fundinn. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.