Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 63
sem þurfa að vera fyrir hendi til að þeim verði beitt við úrlausn ágreiningsmála
fyrir dómstólum hér á landi og hvaða skilyrðum þurfi að vera fullnægt til að
synja megi eða skuli um viðurkenningu, fullnustu eða afhendingu barna sem
samningamir taka til, þrátt fyrir þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem íslenska
rfkið hefur gengist undir með aðild sinni að samningunum. Viðfangsefnið verð-
ur þannig takmarkað við afskipti dómstóla af slíkum málum, hér eftir nefnd af-
hendingarmál, en inn í þá umfjöllun verður fléttað úrlausnum íslenskra dóm-
stóla á þessu sviði. I lokin verður gerð örstutt grein fyrir störfum móttöku-
stjómvalda í málum samkvæmt samningunum og mikilvægi þess að náin sam-
vinna sé milli þeirra og dómstóla við meðferð og lausn afhendingarmála, en
dómsmálaráðuneytið er móttökustjómvald hér á landi samkvæmt 5. gr. laga nr.
160/1995.
Ég hef kosið að nota hin þjóðkunnu einkunnarorð Sophiu Hansen „Bömin
heim“ sem yfirskrift greinarinnar til að leggja áherslu á það hve afstætt hug-
takið „heim“ er orðið í nútímasamfélagi og til að minna á að íslenska ríkið og
íslenskir dómstólar verða að virða reglur áðurnefndra laga og alþjóðasamninga,
jafnvel þótt í því felist að íslenskt eða hálf-íslenskt bam sé afhent foreldri bú-
settu í öðm ríki.
2. HVAÐ ER AFHENDINGARMÁL?
í 75. gr. barnalaga nr. 20/1992 er kveðið á um úrræði sem forsjáraðila er rétt
að neyta þegar forsjárlaust foreldri eða annar sá sem bam dvelst hjá neitar að
afhenda það réttum forsjáraðila. Getur hann þá beint til héraðsdómara beiðni
um að forsjá hans verði komið á með beinni aðfarargerð (innsetningargerð).
Um málsmeðferð slíkra beiðna er fjallað í 13. kafla laga nr. 90/1989 um aðför.
Færi gerðarbeiðandi fullnægjandi rök fyrir aðfararbeiðni úrskurðar héraðsdóm-
ari um að gerðin skuli ná fram að ganga. í framhaldi er gerðarbeiðanda rétt að
leita aðstoðar sýslumanns sem tæki bamið með lögregluvaldi úr vörslum við-
komandi aðila neiti hann að afhenda bamið með öðrum hætti.
Framangreindar reglur taka mið af því að báðir aðilar, sem yfirleitt eru for-
eldrar bamsins, búi á íslandi. í þeim tilvikum að annað foreldrið býr í öðm ríki
verður sömu reglum því aðeins beitt að viðkomandi ríki sé einnig aðili að
Evrópusamningnum og/eða Haagsamningnum en þeir geta báðir komið til
skoðunar í sama máli. Því verður að kanna hvort samningamir séu í gildi milli
íslands og viðkomandi ríkis. Ef svo er ekki koma ákvæði samninganna og laga
nr. 160/1995 ekki til frekari skoðunar við meðferð málsins nema dómsmálaráð-
herra veiti sérstaka undanþágu og heimili að lögunum verði beitt í samskiptum
Islands við ríki sem ekki em aðilar að samningunum, sbr. 2. gr. laga nr.
160/1995. Hefur ekki reynt á þetta úrræði sem beita yrði af mikilli varfæmi. Sé
á hinn bóginn um samningsríki að ræða getur foreldri, sem búsett er í öðru ríki,
beint aðfararbeiðni til héraðsdóms og krafist innsetningar í réttindi sín, þ.e. að
fá að nýju umráð bams sem haldið er hér á landi. Á þetta reynir annars vegar
þegar foreldrar hafa ekki útkljáð ágreining sín á milli um forsjá eða búsetu
57