Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 38
8.5 Kaup á kröfum og réttindum Kaup á kröfum og réttindum teljast ekki til neytendakaupa, sbr. 2. mgr. 4. gr., þótt slíkt teljist til lausafjárkaupa. Helgast það af því að slík kaup, t.d. kaup á hlutabréfum, eru alla jafna ekki til persónulegra nota í þeim skilningi sem hér um ræðir. Undantekningin gildir jafnvel þótt unnt sé að sýna fram á í einstökum tilvikum að slíkar kröfur eða réttindi hafi verið keypt til persónulegra nota. 8.6 Atvinnustarfsemi: seljandi komi fram sem atvinnumaður I 3. mgr. 4. gr. kpl. segir að það teljist sala í atvinnustarfsemi þegar seljand- inn eða umboðsmaður hans koma fram sent atvinnumenn í viðkomandi starf- semi. Þýðing ákvæðisins felst einkum í því að þar er skilgreint nánar hvað sé atvinnustarfsemi. Það ræður úrslitum með hvaða hætti seljandinn kemur fram, þ.e. hvort hann kemur fram sem atvinnumaður við kaupin eða ekki. Þetta felur í sér að sami maður getur ýmist komið fram vegna atvinnustarfsemi sinnar eða sem neytandi. Þegar það er metið hvort komið er fram í þágu atvinnustarfsemi verður að leggja heildarmat til grundvallar með hliðsjón af stöðu seljanda og starfsemi. Kjarninn í þessu mati er hvort seljandinn hefur sölustarfsemi eða svipaða staifsemi að atvinnu. Þegar um tilviljunarkennda sölu í fyrirtæki er að ræða verður að meta þetta atriði m.a. út frá því hvort sambærilegar sölur eigi sér a.m.k. stað öðru hvetju í fyrirtækinu. Sala í atvinnustarfsemi rrkis, sveitar- félaga og opinberra stofnana fellur hér undir. Sama gildir um sölu í tengslum við starfsemi allra stærri félagasamtaka jafnvel þótt þar sé um hugsjónastarf- semi að tefla, t.d. sölu á vegum skátahreyfingarinnar. Verið getur að í fyrirtæki sé stunduð tiltekin atvinnustarfsemi sem ekki verð- ur felld undir sölustarfsemi en samt sem áður sé þar við og við stunduð sala sem kalla má hliðarstarfsemi. Dæmi um þetta er stórt fyrirtæki í þjónustustarfsemi sem vegna endurnýjunar selur öll skrifstofuhúsgögn sín. í slíkum tilvikum er sanngjarnt að líta svo á að um atvinnustarfsemi sé að ræða, a.m.k. ef slfk sala fer fram öðru hverju.35 9. ALÞJÓÐLEG KAUP 9.1 Almenn atriði Ákvæði kpl. gilda fullum fetum þcgar báðir aðilar kaupsamnings eru hér á landi, þ.e.a.s. í þjóðlegum kaupum. I því tilviki gilda ekki sérreglumar um alþjóðleg kaup, þ.e. reglur XV. kafla laganna. Hið sama á við í norrænum kaupum, þ.e. þá gilda reglur XV. kafla laganna heldur ekki. f 1. mgr. 5. gr. kpl. segir að ákvæði laganna gildi í alþjóðlegum kaupum með þeim sérreglum sem í lögunum felast, sbr. einkum ákvæði XV. kafla laganna. Þessu til grundvallar liggur sú aðferð sem ákveðið var að beita við lögleiðingu 35 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 54. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.