Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 75
úrskurði 4. ágúst 1998 ákvað dómstóll í Bandaríkjunum að móðurinni fjar-
staddri að hún skyldi skila bömunum til föður og að hann skyldi hafa umráð
þeirra þar til dómstóllinn ákvæði annað enda væri það bömunum fyrir bestu og
nauðsynlegt til að halda dómsvaldi í máli barnanna áfram hjá sama dómstól. í
framhaldi krafðist maðurinn þess að honum yrði heimilað að fá bömin tekin úr
umráðum móður hér á landi og afhent sér með beinni aðfarargerð. Konan reisti
vamir sínar á 2.-4. tölulið 12. gr. laga nr. 160/1995. Héraðsdómur, en í honum
sátu sérfróðir meðdómsmenn (tveir sálfræðingar), synjaði um innsetningargerð
á þeim grunni að börnin, 7, 8 og 11 ára, hefðu í viðræðum við dómendur lýst
yfir eindregnum vilja sínum til að dveljast áfram hjá móður á íslandi og að eldri
bömin tvö hefðu náð þeim aldri og þroska að rétt væri að virða vilja þeirra.
Mátu meðdómsmennimir framburð bamanna svo að þau væru jafnframt andvíg
því að flytjast til föður í Bandaríkjunum. Þá töldu meðdómsmennirnir að hugs-
anlegt væri að afhending barnanna gæti verið þeim skaðleg vegna þess álags
sem aðskilnaður frá móður og flutningur til föður og unnustu hans myndi hafa
í för með sér. Hæstiréttur vísaði í niðurstöðu sinni til þess að ekkert hefði komið
fram í málinu sem gæfi tilefni til að vefengja að viðhorf barnanna til deiluefnis-
ins væri það sem hinir sérfróðu meðdómsmenn hefðu áður lýst. Bæri í því sam-
bandi jafnframt að líta til þess að móðirin hefði ákveðið að flytjast búferlum til
íslands. Ekki væri vefengt að eftir að elsti sonur aðila fæddist hefði hún ekki
unnið utan heimilis heldur annast bömin og sinnt heimilisstörfum. Yrði því
ekki annað séð en að bömin hefðu að minnsta kosti takmarkað tækifæri til sam-
neytis við móður ef kröfur föður í aðfararmálinu yrðu teknar til greina. Að öllu
þessu virtu þó einkum því að börnin væru andvíg afhendingu og taka bæri
tillit til skoðana þeirra, sbr. 3. tölulið 12. gr., staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu
héraðsdóms.
Með niðurstöðu Hæstaréttar er gengið á svig við meginreglu Haagsamnings-
ins og 11. gr. laga nr. 160/1995 þrátt fyrir að legið hafi fyrir að konan hafði
brotið gegn ákvörðun bandarísks dómstóls um sameiginlega forsjá barna
hennar og mannsins og búsetu barnanna í Bandaríkjunum en sá dómstóll hafði
án efa lögsögu um málefni bamanna. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að banda-
rískur barnageðlæknir hafi verið með eitt barnanna í viðtalsmeðferð frá því í
september 1997 og fram til 1. júní 1998 en þá hefði bamið neitað frekari með-
ferð. Að sögn læknisins hafi upphaflega verið leitað til hans vegna reiðihegð-
unar barnsins (angry behavior), einkum í garð föður síns, en vaxandi deilur
milli foreldranna hafi leitt til þess að bamið hefði tekið afstöðu með móður
sinni og gegn föður. Læknirinn taldi einsýnt að þrátt fyrir erfiðleika í sam-
skiptum feðganna þyrfti bamið á sambandi við föður sinn að halda og áleit að
samband þeirra hefði batnað við meðferðina. Er í þessu sambandi vert að minna
á umfjöllun í kafla 5 um rökin að baki 17. gr. laga nr. 160/1995.
Þótt deila megi um niðurstöðu Hæstaréttar gildir í þessum málum sem öðrum
orðtakið „Það tjáir ekki að deila við dómarann“. Faðir barnanna gæti þó verið
á annarri skoðun því að hann hefur nú um skeið haldið börnunum þremur í
69