Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 67
forsjá bamsins sem unnt væri að fullnusta í því rrki, þ.e. forsjárákvörðunin verður að vera aðfararhæf í upprunaríkinu. Að því gefnu ber móttökuríkinu almennt að verða við kröfu um afhendingu bams enda sé þá gengið út frá því að ákvörðun í upprunaríkinu sé tekin á gmndvelli réttra laga og þeirrar meg- inreglu að það sem barni er fyrir bestu skuli ráða niðurstöðu í máli er barnið varðar. Á þetta reyndi í fyrmefndum dómi Hæstaréttar 12. september 2001 í máli „fransk-íslenska drengsins“. Þar hafði áfrýjunardómstóll í París kveðið upp úrskurð 4. júlí 2001 um að drengurinn skyldi sæta sameiginlegri forsjá franskrar móður og íslensks föður eftir skilnað en eiga fasta búsetu hjá móður í Frakklandi. Drengurinn kom til Islands 6. júlí 2001 til umgengni við föður en sneri ekki aftur til Frakklands á þeim tíma sem kveðið hafði verið á um í úr- skurðinum. Móðirin krafðist þess að henni yrði heimilað að fá drenginn tekinn úr umráðum föður og afhentan sér með beinni aðfarargerð. Með vísan til Evr- ópusamningsins og ákvæða laga nr. 160/1995 þótti ljóst að dómstólum á íslandi bæri að fallast á kröfu móðurinnar og koma fram fullnustu ákvörðunar um fasta búsetu drengsins í Frakklandi. 4.3 Nánar um Haagsamninginn Haagsamningurinn skuldbindur á hinn bóginn móttökuríki til að hlutast til um að barni, sem flutt er með ólögmætum hætti til þess ríkis eða er haldið þar, verði skilað til upprunaríkis þar sem bamið átti búsetu rétt áður en hin ólög- mæta athöfn hófst, án tillits til þess hvort fyrir hendi sé fullnustuhæf ákvörðun í því ríki. Skilyrði fyrir beitingu Haagsamningsins er að brottnám eða hald á barni sé ólögmætt samkvæmt lögum upprunaríkisins. Með afhendingu er ekki tekin afstaða til þess hver sé réttmætur forsjáraðili barns heldur er á því byggt að úr þeirri spurningu verði skorið í uppmnaríkinu, þ.e. því samningsríki sem á lögsögu um málefni bamsins. Haagsamningurinn tekur því jafnt til til- vika þar sem foreldrar eru enn í hjúskap, forsjá bama er sameiginleg eftir hjú- skaparslit eða þegar óleyst er úr forsjárágreiningi í upprunaríkinu. Aðalatriðið er að komið sé í veg fyrir að annað foreldrið geti upp á sitt eindæmi numið bam á brott úr því ríki sem það á fasta búsetu í eða haldið því í öðm ríki áður en leyst verður með lögmætum hætti úr ágreiningi um forsjá þess eða búsetu. Við meðferð málsins í uppmnaríkinu getur síðan verið ákveðið að bam skuli lúta forsjá þess foreldris sem nam það á brott eða hélt því en þá lýkur málinu með löglegri ákvörðun þar til bærra dómstóla eða stjómvalda og í framhaldi fer bamið til móttökuríkisins á nýjan leik en í það skiptið í fullum rétti viðkomandi foreldris. Á þetta reyndi meðal annars í dómi Hæstaréttar 20. júní 2000 í máli nr. 181/2000 (,,Spánarmálinu“). Þar höfðu íslensk kona og spænskur maður gert með sér skilnaðarsamning á Spáni. Fram kom í samningnum að tveir synir þeirra, fæddir 1987 og 1990, skyldu vera í umsjá móður, undir vernd hennar og yfirráðarétti en þó lúta sameiginlegu foreldravaldi beggja foreldra samkvæmt spænskum lögum. Móðirin flutti með bömin til Islands og braut þannig á for- sjárrétti föður að áliti spænskra yfirvalda. Hæstiréttur taldi því brottflutninginn 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.