Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 29
samningar um forkaupsrétt teljast ekki til kaupa. Aftur á móti ná kaupalögin til skilyrtra kaupsamninga. Skírskotun 1. mgr. 1. gr. kpl. til þess að annað geti leitt af lögum snýr bæði að öðrum ákvæðum í kpl. sjálfum og að ákvæðum annarra laga. í kpl. koma slíkar takmarkanir á gildissviðinu t.d. fram í 2.-5. gr., 2. mgr. 15. gr. og loka- málslið 26. gr. Erfitt er að finna dæmi um önnur lög sem kveða svo á að kaupa- lögin skuli ekki gilda um tiltekin kaup. Aftur á móti er til að önnur lagaákvæði komi í stað ákvæða kaupalaganna eða til viðbótar þeim. Dæmi um þetta eru t.d. lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000. Kaupalögin gilda, eins og áður segir, ekki um fasteignakaup. í gildistíð laga nr. 39/1922 var engu að síður ýmsum ákvæðum þeirra beitt um fasteignakaup með lögjöfnun eða annars konar tilvísun. Dómsmálaráðherra hefur, eins og áður segir, lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um fasteignakaup.15 Allir lausafjármunir falla undir gildissvið laganna. Hið selda getur sam- kvæmt því verið hvers konar eign sem ekki er fasteign. Lögin ná til áþreifan- legra hluta eins og húsgagna og verðbréfa og óáþreifanlegra hluta eins og munnlegra krafna og réttinda. Skiptir ekki máli í því sambandi þótt notuð séu hugtökin söluhlutur eða hlutur, sbr. t.d. 12. og 13. gr.16 Gildissvið kpl. er að þessu leyti rýmra en gildissvið Sþ-sáttmálans, sbr. 2. gr. hans. Enn fremur ná lögin til kaupa á tölvuforritum. Slík forrit kunna að vera á disklingi en þau geta einnig verið á hörðum diski sem fylgir við kaup á tölvuvélbúnaði. I slíkum tilvikum liggur verðmætið í forritinu sjálfu og eiginleikum þess.17 Hið selda getur ýmist verið einstök eign eða fleiri einstakar eignir saman eða heildarsafn af ýmiss konar eignum, t.d. verslun sem seld er með vörubirgðum, áhöldum, útistandandi skuldum, lóðarréttindum o.s.frv.18 Sumir hlutir eru þess eðlis að þeir verða ekki framseldir, svonefndir res extra commercium. Ekki er eðlilegt að kpl. gildi um slíka hluti. Sem dæmi um þetta má nefna lifandi menn eða lík manna. Viðskipti með einstaka líkamshluta lif- andi eða látinna manna og lífsýni geta þó verið raunhæf, t.d. í tengslum við líf- færaígræðslu og í öðrum svipuðum tilvikum. Einstök sérlagaákvæði kunna þó að setja slíkum viðskiptum ákveðin takmörk, sbr. t.d. ákvæði laga nr. 110/2000 um lífsýnasöfn og laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Hlutur getur einnig verið óframseljanlegur vegna þess að litið er á hann sem helgan eða óskerðan- legan, t.d. ýmsir kirkjulegir munir. Framsalstakmarkanir kunna einnig að gilda 15 í 1. gr. þess frumvarps segir að lögin gildi um kaup á fasteignum að því leyti sem ekki sé á annan veg mælt í lögum. Lögin gildi einnig um makaskipti og um kaup og skipti á hlutum í fasteign eftir því sem við geti átt. Enn fremur gildi þau um kaup á fasteign þegar seljandi á að annast smíði hennar í heild eða að hluta og kaupandi leggur ekki til verulegan hluta efnis til smíðinnar. 16 Sjá t.d. Christian Fr. Wyller: Kjppsretten i et nptteskall, bls. 28. 17 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 50. 18 Sjá t.d. Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 80. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.