Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 29
samningar um forkaupsrétt teljast ekki til kaupa. Aftur á móti ná kaupalögin
til skilyrtra kaupsamninga.
Skírskotun 1. mgr. 1. gr. kpl. til þess að annað geti leitt af lögum snýr bæði
að öðrum ákvæðum í kpl. sjálfum og að ákvæðum annarra laga. í kpl. koma
slíkar takmarkanir á gildissviðinu t.d. fram í 2.-5. gr., 2. mgr. 15. gr. og loka-
málslið 26. gr. Erfitt er að finna dæmi um önnur lög sem kveða svo á að kaupa-
lögin skuli ekki gilda um tiltekin kaup. Aftur á móti er til að önnur lagaákvæði
komi í stað ákvæða kaupalaganna eða til viðbótar þeim. Dæmi um þetta eru t.d.
lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000.
Kaupalögin gilda, eins og áður segir, ekki um fasteignakaup. í gildistíð laga
nr. 39/1922 var engu að síður ýmsum ákvæðum þeirra beitt um fasteignakaup
með lögjöfnun eða annars konar tilvísun. Dómsmálaráðherra hefur, eins og áður
segir, lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um fasteignakaup.15
Allir lausafjármunir falla undir gildissvið laganna. Hið selda getur sam-
kvæmt því verið hvers konar eign sem ekki er fasteign. Lögin ná til áþreifan-
legra hluta eins og húsgagna og verðbréfa og óáþreifanlegra hluta eins og
munnlegra krafna og réttinda. Skiptir ekki máli í því sambandi þótt notuð séu
hugtökin söluhlutur eða hlutur, sbr. t.d. 12. og 13. gr.16 Gildissvið kpl. er að
þessu leyti rýmra en gildissvið Sþ-sáttmálans, sbr. 2. gr. hans. Enn fremur ná
lögin til kaupa á tölvuforritum. Slík forrit kunna að vera á disklingi en þau geta
einnig verið á hörðum diski sem fylgir við kaup á tölvuvélbúnaði. I slíkum
tilvikum liggur verðmætið í forritinu sjálfu og eiginleikum þess.17 Hið selda
getur ýmist verið einstök eign eða fleiri einstakar eignir saman eða heildarsafn
af ýmiss konar eignum, t.d. verslun sem seld er með vörubirgðum, áhöldum,
útistandandi skuldum, lóðarréttindum o.s.frv.18
Sumir hlutir eru þess eðlis að þeir verða ekki framseldir, svonefndir res extra
commercium. Ekki er eðlilegt að kpl. gildi um slíka hluti. Sem dæmi um þetta
má nefna lifandi menn eða lík manna. Viðskipti með einstaka líkamshluta lif-
andi eða látinna manna og lífsýni geta þó verið raunhæf, t.d. í tengslum við líf-
færaígræðslu og í öðrum svipuðum tilvikum. Einstök sérlagaákvæði kunna þó
að setja slíkum viðskiptum ákveðin takmörk, sbr. t.d. ákvæði laga nr. 110/2000
um lífsýnasöfn og laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Hlutur getur einnig
verið óframseljanlegur vegna þess að litið er á hann sem helgan eða óskerðan-
legan, t.d. ýmsir kirkjulegir munir. Framsalstakmarkanir kunna einnig að gilda
15 í 1. gr. þess frumvarps segir að lögin gildi um kaup á fasteignum að því leyti sem ekki sé á annan
veg mælt í lögum. Lögin gildi einnig um makaskipti og um kaup og skipti á hlutum í fasteign eftir
því sem við geti átt. Enn fremur gildi þau um kaup á fasteign þegar seljandi á að annast smíði
hennar í heild eða að hluta og kaupandi leggur ekki til verulegan hluta efnis til smíðinnar.
16 Sjá t.d. Christian Fr. Wyller: Kjppsretten i et nptteskall, bls. 28.
17 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 50.
18 Sjá t.d. Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 80.
23