Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 25
er t.d. í II. kafla fjallað um afhendinguna, í III. kafla um áhættuna af söluhlut, í
IV. kafla um eiginleika söluhlutar, í VI. kafla um skyldur kaupanda og í öllum
þessum köflum eru reglur um þýðingu ýmissa yfirlýsinga og skilmála sem oft
er stuðst við í kaupsamningum.5
2. ÞÝÐING KPL. í ÖÐRUM SAMNINGSSAMBÖNDUM EN LAUSA-
FJÁRKAUPUM
í tíð laga nr. 39/1922 var almennt viðurkennt að gildissvið margra af reglum
þeirra takmarkaðist ekki við lausafjárkaup ein heldur hefðu þær einnig þýðingu
í öðrum samningssamböndum. Voru kpl. talin veita vísbendingu um hverjar al-
mennar reglur giltu hér á landi í ýmsum öðrum samningstegundum á sviði fjár-
munaréttar, a.m.k. þar sem ekki var við skráðar reglur að styðjast, t.d. í fast-
eignakaupum. Ástæða þessa var fyrst og fremst sú að lengi framan af var hér á
landi aðeins í litlum mæli við skráðar reglur að styðjast um aðrar samningsteg-
undir en kaup. Þarf því ekki að koma á óvart þótt dómstólar hafi gripið til reglna
kauparéttarins við úrlausn ágreinings um t.d. galla í verkframkvæmdum, leigu-
samningum eða fasteigna- og þjónustukaupum. Af þessari ástæðu var ákvæðum
kpl. frá 1922 beitt langt út fyrir upphaflega markað gildissvið þeirra og þau lögð
til grundvallar við úrlausn ágreiningsefna í fleiri samningstegundum á sviði
fjármunaréttar en í lausafjárkaupum einum. Varð þessi þróun fyrst og fremst í
réttarframkvæmdinni fyrir tilstuðlan dómstóla og fræðiviðhorfa og mynduðust
með þessum hætti margar meginreglur í öðrum samningssamböndum.6
Eðlilegt er að sú spurning vakni við gildistöku laga nr. 50/2000 hvort þau
muni að þessu leyti hafa sörnu þýðingu og lög nr. 39/1922. Um slíkt verður ekki
fullyrt á þessu stigi en hitt er rétt að hafa í huga að aðstæður hér á landi eru allt
5 Hin nýju kpi. skiptast í eftirtalda kafla:
I. KAFLI Gildissvið (1.-5. gr.).
II. KAFLI Afhendingin (6.-11. gr.).
III. KAFLI Áhættan af söluhlut (12.-16. gr.).
IV. KAFLI Eiginleikar söluhlutar, gallar o.fl. (17.-21. gr.).
V. KAFLI Úrræði kaupanda vegna vanefnda seljanda (22.-44. gr.).
VI. KAFLI Skyldur kaupanda (45.-50. gr.).
VII. KAFLI Úrræði seljanda vegna vanefnda af hálfu kaupanda (51.-60. gr.).
VIII. KAFLI Sameiginl. reglur um fyrirsjáanl. vanefndir, greiðsluþrot o.fl. (6I.-63. gr.).
IX. KAFLI Sameiginlegar reglur um riftun eða nýja afhendingu (64.-66. gr.).
X. KAFLI Umfang skaðabóta. Vextir (67.-71. gr.).
XI. KAFLI Umönnun söluhlutar (72.-78. gr.).
XII. KAFLI Arður og annar afrakstur (79.-81. gr.).
XIII. KAFLI Nokkur almenn ákvæði (82.-83. gr.).
XIV. KAFLI Krafa á hendur fyrri söluaðila (84.-86. gr.).
XV. KAFLI Sérreglur um alþjóðleg kaup (87.- 98. gr.).
XVI. KAFLI Gildistaka, brottfall eldri laga o.fl. (99. gr.).
6 Sjá t.d. Þorgeir Örlygsson: Kaflar úr kröfurétti I. Inngangur. Greiðslutími og greiðslustaður.
Reykjavík 1998, bls. 3.
19