Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 76
Bandaríkjunum í kjölfar umgengni við þau og nýlega synjaði undirréttur í
Texas beiðni móður um afhendingu tveggja barnanna á þeim grunni að þau
vildu búa hjá föður. Hins vegar féllst rétturinn á beiðni móður um afhendingu
yngsta barnsins. Málið sætir áfrýjun.
Næst reyndi á gildi Haagsamningsins fyrir Hæstarétti í áðumefndu „Spánar-
máli “ (dómur 20. júní 2000 í máli nr. 181/2000). Héraðsdómari synjaði þar
um afhendingu tveggja drengja, 10 og 13 ára, til föður á Spáni á grundvelli 3.
töluliðs 12. gr. laga nr. 160/1995 og byggði niðurstöðu sína einkum á viðtölum
tveggja sálfræðinga við eldri drenginn þar sem fram hefði komið skýr vilji
drengsins til að búa áfram hjá móður á íslandi en heimsækja og umgangast
föður eins oft og kostur væri. Þar sem drengurinn og yngri bróðir hans væru
samrýmdir og hefðu alist upp saman þótti það ekki þjóna hagsmunum þess
yngri að verða afhentur föður á Spáni og bræðurnir þannig skildir að. Hæsti-
réttur taldi konuna ekki hafa sýnt fram á að dvöl barnanna á Spáni gæti leitt til
alvarlegrar hættu á að þau yrðu fyrir andlegum eða líkamlegum skaða í skiln-
ingi 2. töluliðar 12. gr. Þá var talið að ráða mætti af álitsgerðum sálfræðinganna
að börnin væru ekki andvíg búsetu á Spáni en kysu sér dvalarstað hjá móður.
Þar sem niðurstaða um að færa bæri börnin til Spánar fæli ekki í sér breytingu
á því að bömin gætu áfram verið í umsjá konunnar þar í landi taldi Hæstiréttur
ekki skilyrði til að synja um aðfarargerð á grundvelli 3. töluliðar 12. gr. Kon-
unni var því gert að fara með börnin til Spánar eða stuðla að ferð þeirra þang-
að innan tveggja mánaða frá dómsuppsögu en ella mætti taka bömin úr umráð-
um hennar með innsetningargerð.
Ef niðurstaðan er borin saman við dóm Hæstaréttar í „Bandaríkjunum 1“ sést
að í seinna málinu voru börnin ekki talin andvíg flutningi til Spánar öfugt við
niðurstöðu réttarins í hinu fyrra. Þá virðist það einnig hafa ráðið úrslitum í
seinna málinu að konan gat farið með börnin til Spánar og verið þar með þau í
sinni umsjá en í því fyrra lá fyrir að bandarískur dómstóll hafði ákveðið að
faðirinn myndi hafa umráð barnanna eftir að þau kæmu til Bandaríkjanna og að
bömin hefðu í því tilviki að minnsta kosti takmarkað tækifæri til samneytis við
móður. Er hér um að ræða sjónarmið sem fram koma í niðurlagi 2. töluliðar 12.
gr. laga nr. 160/1995, þ.e. að hætt sé við því að afhending komi barni í óbæri-
lega stöðu.
Næst ber að nefna hæstaréttardóm 6. desember 2000 í máli nr. 399/2000
sem ég kalla „Noreg I“. Málsatvik vom þau að íslensk kona, sem verið hafði í
sambúð í Noregi með manni af kúrdískum upprana, flutti til íslands með 2 ára
dóttur þeirra án samráðs við föður. Áður höfðu þau gert samning um sameigin-
lega forsjá barnsins sem tilkynnt hafði verið um til þjóðskrár í Noregi. Með
hliðsjón af framlagðri yfirlýsingu norska dómsmálaráðuneytisins, sbr. 3. mgr.
15. gr. laga nr. 160/1995, þar sem látið hefði verið uppi það ótvíræða álit að
flutningur á barninu til íslands hefði verið brot á forsjárrétti föður samkvæmt
norskum bamalögum og 3. gr. Haagsamningsins taldi Hæstiréttur óhjákvæmi-
legt að líta svo á að um ólögmætan brottflutning hefði verið að ræða í skilningi
70