Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 90
ari, formaður Dómstólaráðs, grein fyrir störfum ráðsins og Valtýr Sigurðsson
héraðsdómari fyrir störfum nefndar um endurmenntun dómara. Helgi I. Jónsson
héraðsdómari flutti að því loknu erindi um samskipti dómstóla og fjölmiðla.
Jólahlaðborð DI, LMFI og Lögfræðingafélags íslands var haldið 10. des-
ember 1998 í Víkingasal Hótels Loftleiða. Þar flutti Þorsteinn Pálsson dóms- og
kirkjumálaráðherra jólahugvekju.
Ráðstefna var haldin 22. janúar 1999 á vegum utanríkisráðuneytisins í Rúg-
brauðsgerðinni um framkvæmd EES-samningsins. Var boðið þangað félags-
mönnum DÍ og LMFÍ.
Hádegisverðarfundur var haldinn 19. febrúar 1999 þar sem Viðar Már Matt-
híasson prófessor flutti erindi um lög um lausafjárkaup og beitingu réttarheim-
ilda í fasteignakaupum.
Hinn 15. apríl 1999 kynnti Eiríkur Tómasson prófessor breytingar á lögum
um meðferð opinberra mála á sameiginlegum fundi DÍ og LMFÍ á Grand Hótel,
Reykjavík.
Hádegisverðarfundur var haldinn 6. maí og flutti Kristján Gunnar Valdimars-
son, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis, erindi um skattasniðgöngu og
tímafresti endurákvörðunar opinberra gjalda, hvort tveggja með hliðsjón af ný-
legum dómum Hæstaréttar.
Arlegt málþing DÍ og LMFÍ var haldið á Þingvöllum 4. júní 1999. Þar voru
tvö efni á dagskrá: Hið foma Alþingi og jafnfræðisregla stjórnarskrárinnar.
Fyrir hádegi fór Sigurður Líndal prófessor með þátttakendum um hinn forna
þingstað og lýsti störfum þingsins og hlutverki þess og þeim breytingum sem
smám saman urðu eftir því sem ríkisvald þróaðist. í hádeginu flutti nýskipaður
dóms- og kirkjumálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, ávarp og snæddi hádegis-
verð með þátttakendum. Eftir hádegi flutti Páll Hreinsson dósent, sem aðstoðað
hafði félögin við þennan þátt þingsins, erindi um litróf jafnræðisreglnanna.
Björg Thorarensen, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, flutti erindi um
beitingu jafnræðisreglu 65. gr. stjómarskrárinnar í ljósi Mannréttindasáttmála
Evrópu. Þá flutti Oddný Mjöll Arnardóttir lögfræðingur erindi um jafnræði,
gildismat og jákvæðar skyldur og því næst Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmað-
ur um jafnræðisregluna við málflutning. Að lokum ræddi Páll Hreinsson spum-
inguna hvort ákvæði 65. gr. stjómarskrárinnar breyti valdheimildum löggjafans
og úrskurðarvaldi dómstóla.
í tilefni af því að Þorsteinn Pálsson lét af störfum sem dóms- og kirkjumála-
ráðherra var af hálfu DI og LMFÍ ákveðið að bjóða honum og eiginkonu hans
til kvöldverðar 29. apríl 1999. Komu þangað stjómarmenn félaganna, fyrrver-
andi formenn, ásamt ráðuneytisstjóra og formönnum réttarfarsnefndar og dóm-
stólanefndar.
Samráðsfundir DÍ og LMFÍ vora haldnir 21. janúar og 11. mars 1999 þar sem
rædd voru áhugamál félagsmanna.
Á fundi 27. maí 1999 samþykkti stjóm DÍ þá hugmynd Dómstólaráðs að ráð-
ið yfirtæki hlutverk félagsins í endurmenntunarstarfi á vegum SEND.
84