Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 62
8. KOSTNAÐUR BEIÐANDA UM AFHENDINGU BARNS SAMKVÆMT EVRÓPUSAMNINGNUM OG HAAGSAMNINGNUM 9. HLUTVERK MÓTTÖKUSTJÓRNVALDA 10. LOKAORÐ 1. INNGANGUR Á undanfömum ámm og áratugum hafa orðið miklar breytingar á milliríkja- samskiptum. Sovétríkin liðuðust í sundur, jámtjaldið féll og landamæri Evrópu hafa opnast með tilkomu Evrópusambandsins, svo að dæmi séu nefnd. Um leið hafa opnast ný tækifæri fyrir menntun, atvinnu og búsetu í fjarlægum löndum. Samhliða því hafa búferlaflutningar milli landa færst í vöxt og hjónaböndum og samböndum fólks af ólíku þjóðemi fjölgað. í kjölfarið hafa fylgt hjónaskilnaðir og sundraðar fjölskyldur þar sem böm hafa orðið bitbein foreldra sem ekki búa lengur í sama landi og tilheyra oft ólíkum menningarheimum. Brottnám bama hefur að sama skapi aukist og verið vaxandi alþjóðlegt vandamál síðustu ára- tugi. íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun en mönnum er enn í fersku minni barátta Sophiu Hansen á tíunda áratug síðustu aldar fyrir því að tyrkneskur, fyrrnm eiginmaður hennar skilaði tveimur dætrum þeirra aftur til íslands að lokinni umgengni í Tyrklandi. Önnur deila, sem ekki er síður kunn meðal lögfræðinga, er ágreiningur milli Ernu Eyjólfsdóttur annars vegar og James Brian Grayson og Frederick A. Pittman hins vegar um forsjá tveggja stúlkna sem konan flutti til íslands frá Bandaríkjunum í maí 1992 þrátt fyrir bráðabirgðaúrskurði dómstóla í Flórida sem bönnuðu för stúlknanna úr lögsögu þeirra. Málin eiga það sammerkt að varða hagsmuni hálf-íslenskra bama sem á þeim tíma nutu ekki vemdar alþjóðasamninga sem gerðir höfðu verið gagngert í því skyni að tryggja rétt barnanna; í fyrra tilvikinu til forsjár hjá móður sinni og í seinna tilvikinu til að skorið væri endanlega úr ágreiningi um forsjá þeirra af þar til bærum yfirvöldum. En nú er öldin önnur. Með gildistöku laga nr. 160/1995 um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá bama, afhendingu brottnuminna bama o.fl. var stigið stórt skref til framfara. Lögin gerðu íslenska ríkinu kleift að fullgilda tvo alþjóðasamninga sem rétta eiga hlut barna sem numin hafa verið á brott eða ekki hafa verið staðin lögmæt skil á milli alþjóðlegra landamæra. Sá fyrri er Evrópusamningur frá 20. maí 1980 um viðurkenningu og fullnustu ákvarðana varðandi forsjá bama og endurheimt for- sjár bama sem gerður var á vettvangi Evrópuráðsins, oft kallaður Evrópu- samningurinn. Hinn síðari er samningur sem gerður var á vegum Haagráð- stefnunnar um alþjóðlegan einkamálarétt 25. október 1980 en sá samningur, oftast nefndur Haagsamningurinn, fjallar um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa. Mál Sophiu Hansen og Ernu Eyjólfsdóttur verða ekki rædd frekar en óhætt er að slá því föstu að þau hefðu fengið aðra meðferð en raun varð á hefðu samningamir verið í gildi milli íslands annars vegar og Tyrklands og Bandaríkjanna hins vegar. Hér á eftir verður fjallað um meginmarkmið samninganna, helstu skilyrði 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.