Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Blaðsíða 65
hendingu barst frá. Ef svo er ekki ber að synja um innsetningargerð nema svo hátti til að Haagsamningurinn eigi við í málinu. Haagsamningurinn er aðeins einn fjölmargra samninga á sviði alþjóðlegs einkamálaréttar sem gerðir hafa verið á vegum Haagráðstefnunnar en án efa sá þekktasti og sá sem flest ríki hafa gerst aðilar að eða 70. Ríki heims sem voru þátttakendur að Haagráðstefnunni við gerð Haagsamningsins 1980 gerðust aðil- ar að samningnum með fullgildingu, viðurkenningu eða staðfestingu hans. Var þar um að ræða 37 ríki, þar á meðal Frakkland sem fullgilti samninginn 16. september 1982. Eg nefni hér Frakkland sérstaklega í dæmaskyni í ljósi hæsta- réttardóms 12. september 2001 í máli nr. 325/2001 (mál „fransk-íslenska drengsins" sem svo var nefndur í fjölmiðlum). Við meðferð málsins í héraði og fyrir Hæstarétti var meðal annars byggt á ákvæðum Haagsamningsins og því haldið fram að samningurinn gilti í samskiptum Frakklands og íslands. Á þetta var ekki fallist. Fyrir þeirri niðurstöðu voru færð eftirfarandi rök: ísland var ekki þátttökuríki að Haagráðstefnunni. Island gerðist hins vegar aðili að Haag- samningnum 14. ágúst 1996 með gildistöku 1. nóvember sama ár. Samkvæmt skýru ákvæði í 1. málslið 4. mgr. 38. gr. samningsins hefur aðild íslands aðeins gildi varðandi samskipti íslenska ríkisins og þeirra samningsríkja sem lýst hafa því yfir að þau viðurkenni aðild íslands. Slík yfirlýsing hefur ekki verið gefín af hálfu Frakklands, sem aðildarríkis að Haagráðstefnunni, vegna aðildar ís- lands að samningnum. Samkvæmt því er Haagsamningurinn ekki í gildi milli íslands og Frakklands. Honum varð því ekki beitt við úrlausn umrædds dóms- máls. Samkvæmt framansögðu skiptir grundvallarmáli, þegar tekin er afstaða til þess hvort heimilt sé að beita reglum Haagsamningsins við úrlausn afhending- armála hér á landi, að samningurinn sé í gildi milli Islands sem móttökuríkis í áðurnefndum skilningi og viðkomandi upprunaríkis. Ríkin verða með öðrum orðum að viðurkenna aðild hvors annars. Að því er ísland varðar viður- kenndum við sjálfkrafa öll þau ríki sem voru aðildarrfki að Haagsamningnum á undan okkur með því einu að gerast aðili að samningnum. Umrædd ríki þurfa hins vegar hvert fyrir sig að viðurkenna formlega aðild Islands til þess að samn- ingurinn taki gildi í samskiptum ríkjanna. í dag munu 29 slíkra ríkja hafa við- urkennt aðild okkar að samningnum. Fíkt er farið með rfld sem fullgiltu Haag- samninginn á eftir okkur en eru aðildarrflci að Haagráðstefnunni (nú 57 ríki). Við þurfum ekki að viðurkenna aðild þeirra ríkja sérstaklega en aftur á móti þurfa þau að viðurkenna aðild okkar. Ríki sem standa utan Haagráðstefnunnar, en gerðust eða gerast aðilar að Haagsamningnum á eftir okkur, viðurkenna sjálfkrafa aðild okkar að samningnum en gagnvart þeim rflcjum þurfum við að viðurkenna formlega aðild þeirra hvers og eins til þess að samningnum verði beitt í samskiptum ríkjanna. Lflct og með Evrópusamninginn verður því synjað um innsetningargerð á grundvelli Haagsamningsins komi í ljós að hann er ekki í gildi milli íslands og viðkomandi upprunaríkis. Það yrði of langt mál að telja upp núverandi aðildarríki, hvort heldur að 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.