Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 38
8.5 Kaup á kröfum og réttindum
Kaup á kröfum og réttindum teljast ekki til neytendakaupa, sbr. 2. mgr. 4. gr.,
þótt slíkt teljist til lausafjárkaupa. Helgast það af því að slík kaup, t.d. kaup á
hlutabréfum, eru alla jafna ekki til persónulegra nota í þeim skilningi sem hér
um ræðir. Undantekningin gildir jafnvel þótt unnt sé að sýna fram á í einstökum
tilvikum að slíkar kröfur eða réttindi hafi verið keypt til persónulegra nota.
8.6 Atvinnustarfsemi: seljandi komi fram sem atvinnumaður
I 3. mgr. 4. gr. kpl. segir að það teljist sala í atvinnustarfsemi þegar seljand-
inn eða umboðsmaður hans koma fram sent atvinnumenn í viðkomandi starf-
semi. Þýðing ákvæðisins felst einkum í því að þar er skilgreint nánar hvað sé
atvinnustarfsemi. Það ræður úrslitum með hvaða hætti seljandinn kemur fram,
þ.e. hvort hann kemur fram sem atvinnumaður við kaupin eða ekki. Þetta felur
í sér að sami maður getur ýmist komið fram vegna atvinnustarfsemi sinnar eða
sem neytandi. Þegar það er metið hvort komið er fram í þágu atvinnustarfsemi
verður að leggja heildarmat til grundvallar með hliðsjón af stöðu seljanda og
starfsemi. Kjarninn í þessu mati er hvort seljandinn hefur sölustarfsemi eða
svipaða staifsemi að atvinnu. Þegar um tilviljunarkennda sölu í fyrirtæki er að
ræða verður að meta þetta atriði m.a. út frá því hvort sambærilegar sölur eigi
sér a.m.k. stað öðru hvetju í fyrirtækinu. Sala í atvinnustarfsemi rrkis, sveitar-
félaga og opinberra stofnana fellur hér undir. Sama gildir um sölu í tengslum
við starfsemi allra stærri félagasamtaka jafnvel þótt þar sé um hugsjónastarf-
semi að tefla, t.d. sölu á vegum skátahreyfingarinnar.
Verið getur að í fyrirtæki sé stunduð tiltekin atvinnustarfsemi sem ekki verð-
ur felld undir sölustarfsemi en samt sem áður sé þar við og við stunduð sala sem
kalla má hliðarstarfsemi. Dæmi um þetta er stórt fyrirtæki í þjónustustarfsemi
sem vegna endurnýjunar selur öll skrifstofuhúsgögn sín. í slíkum tilvikum er
sanngjarnt að líta svo á að um atvinnustarfsemi sé að ræða, a.m.k. ef slfk sala
fer fram öðru hverju.35
9. ALÞJÓÐLEG KAUP
9.1 Almenn atriði
Ákvæði kpl. gilda fullum fetum þcgar báðir aðilar kaupsamnings eru hér á
landi, þ.e.a.s. í þjóðlegum kaupum. I því tilviki gilda ekki sérreglumar um
alþjóðleg kaup, þ.e. reglur XV. kafla laganna. Hið sama á við í norrænum
kaupum, þ.e. þá gilda reglur XV. kafla laganna heldur ekki.
f 1. mgr. 5. gr. kpl. segir að ákvæði laganna gildi í alþjóðlegum kaupum með
þeim sérreglum sem í lögunum felast, sbr. einkum ákvæði XV. kafla laganna.
Þessu til grundvallar liggur sú aðferð sem ákveðið var að beita við lögleiðingu
35 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 54.
32