Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 68
ólögmætan í skilningi Haagsamningsins og laga nr. 160/1995 og gerði móður-
inni að fara með eða stuðla að för barnanna til Spánar. Hún fór með bömin til
Spánar og í framhaldi náðist þar sátt um búsetu barnanna á íslandi.
Sama niðurstaða varð uppi á teningnum í dómum Hæstaréttar 20. febrúar
1998 í máli nr. 68/1998 (H 1998 726), 6. desember 2000 í máli nr. 399/2000,
12. desember 2000 í máli nr. 403/2000, 13. desember 2000 í máli nr.
426/2000 og 23. nóvember 2001 í máli nr. 393/2001, þ.e. Hæstiréttur féllst á
að um ólögmætan flutning eða hald á barni/bömum væri að ræða í skilningi
Haagsamningsins og laga nr. 160/1995. Hæstiréttur hefur aðeins í einu tilviki
synjað um aðfarargerð á grundvelli Haagsamningsins en það var með dómi
uppkveðnum 5. nóvember 1998 í máli nr. 396/1998 (H 1998 3451). Verður
fjallað um efnisatriði þessara dóma í kafla 6.
4.4 Brot á umgengnisrétti
Samkvæmt Evrópusamningnum og Haagsamningnum skulu samningsríki
einnig stuðla að framgangi umgengnisréttar. Haagsamningurinn skuldbindur þó
ekki ríki til að hlutast til um afhendingu á barni til fullnustu á umgengnisrétti
en samkvæmt Evrópusamningnum skulu samningsríki viðurkenna og fullnægja
ákvörðunum unr umgengnisrétt á sama hátt og ákvörðunum um forsjá. Vekur
þetta nokkra athygli í ljósi barnalaga nr. 20/1992 en samkvæmt þeim er ekki
unnt að framfylgja ákvörðun sem tekin er hér á landi um umgengnisrétt forsjár-
lauss foreldris komi til þess að forsjárforeldrið hamli umgengni við barn. Sam-
kvæmt framansögðu verður ákvörðun um umgengnisrétt sem tekin er í öðru
samningsrfki hins vegar fullnustuð á Islandi, með valdbeitingu ef nauðsyn kref-
ur. Enn sem komið er hafa afhendingarmál sem varða umgengnisrétt milli landa
ekki kornið á borð íslenskra dómstóla. Verða þeim því ekki gerð frekari skil.
5. MÁLSMEÐFERÐ
Eins og greint var frá í 2. kafla skal farið með beiðni um fullnustu ákvörð-
unar samkvæmt Evrópusamningnum eða um afhendingu barns samkvæmt
Haagsamningnum eftir reglum aðfararlaga nr. 90/1989 en um framkvæmd inn-
setningargerðar fer síðan eftir reglum 75. gr. bamalaga nr. 20/1992. Vísast
nánar um þetta til 13. gr. laga nr. 160/1995. Um málsmeðferðarreglur er annars
fjallað í V. kafla laganna (13.-19. gr.). Það eru engin tök á að gera þeim reglum
fullnægjandi skil í ritsmíð sem þessari en rétt þykir að tæpa á nokkrum atriðum
sem mikilvægt er að dómendur hafi í huga. Athuga ber að samkvæmt 3. gr. lag-
anna gilda þau aðeins um börn sem ekki hafa náð 16 ára aldri.
Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga nr. 160/1995 skal í beiðni á grundvelli
Evrópusamningsins veita upplýsingar um líklegan dvalarstað barns hér á landi
og gera tillögu um hvernig unnt verði að afhenda barn. Er síðarnefndu atriði
ætlað að auðvelda afhendinguna í framkvæmd en jafnframt geta slíkar upþlýs-
ingar komið sér vel við mat á möguleikum til sátta. Samkvæmt 2. mgr. skulu
fylgja beiðninni eftirrit ákvörðunar í upphafsríkinu staðfest af opinberu yfir-
62