Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 41
Þegar um norræn kaup er að ræða ber því eingöngu að beita kaupalögum þess norræna ríkis sem í hlut á.43 9.4 Undantekning varðandi tilteknar tegundir alþjóðlegra kaupa í 3. mgr. 5. gr. kpl. er ákvæði sem svarar til 2. gr. Sþ-sáttmálans og felur í sér að sérreglur laganna um alþjóðleg kaup gilda ekki um ákveðnar tegundir al- þjóðlegra kaupa. Þar kemur fram að sérreglurnar um alþjóðleg kaup eigi ekki við um: a) neytendakaup og sambærileg kaup milli neytenda; b) kaup á uppboði; c) sölu í framhaldi af fullnustugerð eða samkvæmt lagaboði; d) kaup á verðbréfum, peningum, kröfum eða réttindum; e) kaup á farartækjum, loftförum og loftpúðaskipum.44 Undantekningin í 1. tl. 2. gr. Sþ-sáttmálans nær til sölu milli neytenda og er það skýring þess að ákvæði a-liðar 3. mgr. 5. gr. laganna nær einnig til sam- bærilegra kaupa „milli neytenda“. Skilgreining neytendakaupa í 2. mgr. 4. gr. er þrengri að því leyti að hún nær aðeins til seljanda sem hefur atvinnu sína af sölu. í þessu felst t.d., þótt um neytendakaup milli aðila hverra í sínu landi sé að ræða, að það eru reglur íslensku laganna sem gilda ef þau eiga á annað borð við, án tillits til þeirra sérákvæða sem m.a. leiðir af XV. kafla laganna. Ákvæði b-liðar á við um frjáls uppboð. Ástæðan fyrir undantekningunni er sú að selj- andi getur ekki vitað hver er kaupandi fyrr en uppboði lýkur. Þetta mundi skapa of mikla óvissu um gildissvið Sþ-sáttmálans. Ákvæði c-Iiðar á við nauðung- arsölu eða sölu samkvæmt sérstökum lagaákvæðum, sbr. t.d. lög um sölu á óskilamunum og fundnu fé. Ákvæði d-liðar gildir hvort sem litið verður á kröfu sem hlut eða ekki. Ástæðan er sú að margar reglur kaupalaganna falla illa að slíkum kaupum, t.d. reglurnar um galla á söluhlut. Sþ-sáttmálinn gerir sérstaka undantekningu að því er rafmagn varðar, sbr. 6. tl. 2. gr. Engu síður er þetta ekki tekið með í 5. gr. enda fellur sala á rafmagni utan gildissviðs kaupalaganna.45 Þegar svo er tekið til orða í 2. og 3. mgr. 5. gr. kpl. að sérreglurnar um alþjóðleg kaup gildi ekki er í fyrsta lagi átt við það að þær sérstöku reglur sem aðeins eiga við í alþjóðlegum kaupum, t.d. 87.-99. og 3. mgr. 70. gr., gilda ekki. í öðru lagi felst í þessu að þær undantekningar sem mælt er fyrir um í einstökum 43 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 54. 44 í 2. gr. Sþ-sáttmálans segir: „Sáttmáli þessi gildir ekki um sölu: 1. vöru sem keypt er til per- sónulegra nota, vegna fjölskyldu eða til heimilishalds, nema seljandi á tímabilinu áður en eða þegar samningur var gerður, hvorki vissi né mátti hafa vitað að varan var keypt til einhverra slíkra nota; 2. á uppboði; 3. vegna réttarframkvæmdar eða á annan hátt vegna lagaskyldu; 4. verðbréfa, hluta- bréfa, fjárfestingarskírteina, viðskiptabréfa eða gjaldmiðla; 5. skipa, fljótandi farartækja, svif- nökkva eða flugvéla; 6. rafmagns". 45 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 54-55. 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.