Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 28
gilda hins vegar ekki um þjónustusamninga, sbr. 2. mgr. 2. gr. Lögin ná einnig, eins og áður segir, til neytendakaupa en þau kaup eru skilgreind í 4. gr. Oft gilda þó sérreglur um neytendakaup og er nánari grein gerð fyrir því í öðrum ákvæð- um laganna. Loks gilda lögin um alþjóðleg kaup og eru ákvæði um þau einkum í 5. gr. og XV. kafla. Nýmæli I. kafla felast einkum í ákvæðunum um neytenda- kaup og alþjóðleg kaup.12 4. HUGTAKIÐ KAUP13 Hugtakið kaup er ekki skilgreint í kpl. Astæðan er sú að hugtakið hefur til þessa haft tiltölulega skýra merkingu í daglegu máli og lagamáli. Með kaupum er, eins og áður segir, venjulega átt við gagnkvæman samning þar sem annar aðili (seljandi) lætur af hendi eða lofar að láta af hendi einhverja eign til hins aðilans (kaupanda), en kaupandi greiðir eða lofar að greiða seljanda peninga sem endurgjald fyrir eignina. Gjafagerningar falla utan gildissviðs kaupalaganna. Samt sem áður er eðli- legt að nokkur ákvæði laganna taki einnig til gjafaloforða, einkum þegar um svonefnda gjafasölu er að ræða, þ.e. þegar eitthvert endurgjald kemur á móti. Er þá yfirleitt um að ræða endurgjald sem er verulega lægra en verðmæti þess hlutar sem af hendi var látinn. Svo að um gjafasölu geti verið að ræða þarf til- gangur seljanda að hafa verið sá að gefa einhvem hluta þess verðmætis sem hann lét af hendi. Það eitt að seljandinn fær lágt verð fyrir hlutinn eða selur hann út af fjárþröng nægir ekki til þess að fella tilvik undir gjafasölu ef gjafa- tilgang skortir af hálfu seljanda. Þegar um gjafasölu er að ræða gilda almennar reglur kaupalaganna en vegna þess lága verðs sem goldið er fyrir söluhlut getur verið eðlilegt að milda skyldur seljandans.14 Samningar um leigu og önnur afnot hlutar falla ekki undir gildissvið kpl. Ef samið hefur verið um leigu eða kaupleigu með rétti til handa leigutaka eða kaupleigutaka til þess að kaupa hlutinn í lok leigutíma getur verið erfitt að greina á milli leigu og kaupa. Þó leikur tæpast vafi á því að ákvæðum kpl. verður beitt ef og þegar leigjandinn beitir rétti sínum til þess að kaupa. Engu að síður gilda ákvæði laganna ekki án fyrirvara um leigusambandið meðan rétt- urinn til kaupa hefur ekki verið notaður. Samningar um hugsanleg kaup og 12 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 49. 13 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 49. 14 Sjá t.d. Christian Fr. Wyller: Kj0psretten i et nptteskall, bls. 27. í 4. gr. frumvarps til laga um fasteignakaup segir að verði eigendaskipti að fasteign með gjafagemingi gildi ákvæði 7. gr., 11. gr., 3. mgr. 12. gr., 13. gr. og 2., 4. og 5. mgr. 51. gr. Um gefanda gildi þá reglur um seljanda og um gjafþega reglur um kaupanda. í skýringum við 4. gr. segir að almenna reglan samkvæmt frum- varpinu sé sú að ákvæði þess gildi ekki um gjafageminga, þ.e. þegar ýasteign er andlag slfks gem- ings. Þetta leiði af afmörkun á gildissviði frumvarpsins skv. 1. gr. Ýmis ákvæði laganna geti þó samkvæmt efni sínu átt við um gjafageminga. Nauðsynlegt sé að eyða réttaróvissu þar sem þess sé kostur. Því sé lagt til að mælt verði fyrir um að tilteknum ákvæðum laganna verði einnig beitt um gjafageminga um fasteignir. Alþt. 2001-2001, þskj. 291, bls. 27. 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.