Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 10
Köllun
Háskóla
íslands
Ræða rektors Háskóla íslands á háskólahátíð 8. september 2000
Köllun Háskóla íslands hefur frá upphafi verið ein og söm: Að þjóna íslensku
þjóðfétagi með rannsóknum og kennslu á öllum þeim fræðasviðum sem hann
hefur burði til að sinna. Saga Háskólans sýnir að hann hefur verið kötlun sinni
trúr. Á ötdinni sem er að líða hefur fjöldi háskólafólks - kennarar. nemendur,
starfsfólk og velunnarar skólans - lyft Grettistaki við uppbyggingu fræðasviða
sem skipt hafa sköpum fyrir þá umbyltingu sem orðið hefur í menningu þjóðar-
innar í veraldlegum sem andlegum efnum. Þetta uppbyggingarstarf hefur að
mestu verið unnið í leynum: ekki í fjölmiðlum, ekki á markaðstorgi viðskiptanna.
Það hefur verið unnið í hugum og samskiptum háskótafólks í kennslu- og rann-
sóknarstofum þar sem friður gefst til að tala og hlusta. ræða saman. velta vöng-
um og spyrja án þess að búast samstundis við svari. skoða hlutina, hvaða hluti
sem vera skal, og hugsa um þá. vegna þess hve merkilegir þeir eru í sjátfum sér.
Háskóti - universitas - er staðurinn þar sem merkileiki altra htuta og tilverunnar
sjálfrar á að njóta óskiptrar athygli - þar sem við ölt saman og hvert fyrir sig
einbeitum okkur að því að teita skilnings á veruteikanum og sjálfum okkur.
Háskóti ístands hefur verið slíkur staður og með starfi sínu hefur hann brotið
íslenskri þjóð nýjar teiðir inn í framtíðina. skapað skilyrði fyrir fótk tit að menntast
og nýta sér nýja tækni og uppgötvanir sem gjörbylt hafa þjóðfélaginu. Þessu hef-
ur hann áorkað með þrennu móti: í fyrsta lagi með því að kynda undir fræðilegum
rannsóknum kennara skótans og samstarfi þeirra við ertenda háskóla. í öðru lagi
með því að veita nemendum sínum trausta og góða þjálfun í fræðilegum vinnu-
brögðum og í þriðja lagi með því að mennta fótk til að takast á við ýmis sérhæfð
verkefni í samræmi við þarfir þjóðfétagsins.
Fyrsti rektor Háskótans. Björn M. Ólsen. lýsti þessu svo:
„Markmið háskóla er fyrst og fremst þetta tvennt:
1) að teita sannleikans í hverri fræðigrein fyrirsig. - og
2) að leiðbeina þeim sem eru í sannleiksteit. hvernig þeir eigi að teita sannleikans
í hverri grein fyrir sig.
Með öðrum orðum: háskólinn er vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindateg
fræðstustofnun."
Hann bætir svo við þriðja atriðinu:
„Enn hafa ftestir háskólar hið þriðja markmið. og það er að veita mönnum þá
undirbúningsmenntun. sem þeim er nauðsynteg. tit þess að geta tekist á hendur
ýmis embætti og sýslanir í þjóðfélaginu. Þetta starf háskólanna er mjög nytsam-
legt fyrir þjóðfétagið. Það er ekki, eða þarf að minnsta kosti ekki að vera strang-
vísindategt. hetdur lagar það sig eftir þörfum nemendanna."
Háskóti íslands hefur sannartega starfað í þessum anda. Hann hefur smám sam-
an orðið æ öflugra rannsóknasetun hann hefur líka orðið æ öftugra menntasetur
þar sem fótk fær alhliða þjálfun til vísindalegra starfa og sannleiksteitar, og hann
hefur einnig orðið sífeltt fjötbreyttari þjónustumiðstöð hvers kyns fræðslu og
þekkingarsköpunar sem fyrirtækjum og stjórnvöldum landsins hefur nýst á ótal
vegu. Og þetta þrennt - rannsóknir í þágu vísindanna, menntun í þágu þroska
einstaklinganna og þjónusta við fyrirtæki og stjórnvöld tandsins - hefur hatdist í
hendur og skapað ómælantegan arð fyrir íslenska þjóð. Ávextirnir blasa við okkur
6