Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 12
í öflugu starfi þjóðarinnar þar sem ungt vísindafólk er hvarvetna að verki, fólk
sem hefur með undraverðum hætti endurmótað íslenska menningu. auðgað at-
vinnulíf landsins og skapað nýjar forsendur fyrir hagnýtingu vísindanna í þágu
þjóðarinnar. Ytri aðstaeður hafa vissulega verið hagstæðar þessari þróun en það
þarf menntun og hugvit til að færa sér þær í nyt. Og það er innri orka uppvaxandi
kynslóða sem gerir drauminn um blómtegt og skapandi íslenskt mannlíf að veru-
leika.
Styrkur Háskóla íslands felst altur í hæfni hans til að virkja orku ungs fólks. beina
henni inná brautir vísinda. mennta og rannsókna sem gefa af sér óendanlega
möguleika fyrir gróskuríkt mannlíf á Islandi. Framtíðin veltur á því hvernig að því
virkjunarstarfi verður staðið.
Háskóli íslands veit hvernig hann vitl standa að því verki. Hann vilt fjölga kostum í
grunnnámi. auka þverfagtegt nám og nýta nútímataekni eftir föngum við skipulag
náms og kennslu. Ný kennslumiðstöð Háskólans á að gegna hér tykilhlutverki og
auðvelda kennurum og nemendum að auka gæði náms og kennstu. En mikitvæg-
asta stefnumál Háskólans er ekki bundið grunnnámi. heldur framhaidsnámi -
meistara- og doktorsnámi. Á þessu sviði er að verða bylting í starfi Háskólans.
sem skiptir sköpum fyrir framtíðina. Ég nefni nokkrar tölur til fróðteiks: Á árinu
1990 voru brautskráðir fjórir framhaldsnemar, allir frá heimspekideild. á árinu
1999 voru þeir orðnir 64 frá sex deildum skótans. Fyrir þremur árum voru innrit-
aðir 164 nemendur í framhaldsnám. á árinu 1999 voru þeir orðnir484 og á yfir-
standandi skótaári er fjöldi þeirra kominn yfir 500.
Það á að vera forgangsverkefni að stórefla og bæta framhaldsnám við Háskólann
á næstu fimm árum. Ástæðan er ofureinföld: I meistara- og doktorsnámi koma
þrjú meginmarkmið Háskótans saman í eitt: Efling rannsókna, meiri menntun og
aukin þjónusta við tandsmenn. því verkefni nemendanna tengjast oft viðfangsefn-
um í íslensku þjóðlífi. Á næstunni verður tögð fram skýrsla um meistara- og
doktorsnám og áættun Háskótans um uppbyggingu þess. Eitt meginmarkmiðið er
að á árinu 2005 verði eitt þúsund nemendur að minnsta kosti innritaðir í meist-
ara- eða doktorsnám og að af þeim hópi brautskráist um 200 kandídatar ártega.
Til viðmiðunar við þessar tölur má nefna að á árinu 1999 voru brautskráðir um
1000 kandídatar með fyrstu háskólagráðu. Framhatdsnemar voru þá um 8% af
heildarfjötda brautskráðra. Á árinu 2005 er stefnt að því að um fimmtungur altra
brautskráðra nemenda verði úr meistara- eða doktorsnámi. Og þegar því tak-
marki verður náð stendur Háskóli íslands sannarlega undir því nafni að vera öfl-
ugur rannsóknarháskóli á atþjóðtega vísu.
Þarf að sannfæra stjórnvöld og almenning um að þetta sé ekki aðeins æskilegt og
raunhæft. heldur lífsnauðsynlegt íslenskri þjóð til að tryggja lífsskilyrði hennar í
framtíðinni? Þarf að sannfæra einhvern um mikilvægi menntunar og þekkingar
fyrir afkomu og örlög þjóðarinnar? Lífsbarátta hennar hefur verið hörð og mun
enn verða hörð á þeirri öld sem er að ganga í garð. kannski harðari en nokkurt
okkar grunar. Því fer fjarri að sjálfgefið sé að íslensk þjóð með tungu sína, sögu
og sérstöðu muni lifa af í holskeflu þeirrar heimsvæðingar sem genguryfirver-
öldina. Margt bendir til hins gagnstæða. En hver sem leiðir hugann að þessum
aðstæðum veit um hvað baráttan mun snúast: Þekkingu. menntun og sjátfsvitund
okkar og þeirrar kynstóðar sem við ötum upp. Þess vegna spyr ég: Munum við.
sem nú er falið að taka ákvarðanir um framtíðina. axla ábyrgðina sem á okkur
hvílir? Eða munum við skjóta okkur undan því sem gera þarf?
Háskóli íslands hefurfrá upphafi verið verkfæri íslenskrar þjóðartit kraftaverka.
Hann veit að þjóðin þarfnast æ fteiri vet menntaðra einstaklinga til að berjast fyrir
lífi hennar og tilverurétti í samfétagi þjóðanna. Hann veit að fjötdi ungra karla og
kvenna er reiðubúinn að leggja allt sitt af mörkum í þeirri lífsbaráttu. Hann veit
hvernig á að tryggja þeim aðstöðu til þess að þroskast og takast á við vandann
sem við er að etja.
Háskóli Islands ætlar sér áfram að vera köllun sinni trúr. Hann mun á næstu ár-
um gera allt sem er á hans valdi tit að auka svo þekkingu og þroska tandsmanna
að þeim verði allir vegir færir í framtíðinni. Þessi ásetningur Háskótans sprettur
ekki aðeins af innri styrk hans, heldur af þeirri þekkingar- og sjálfstæðisþrá sem
gert hefur íslenska þjóð að því sem hún er og skapað henni það verkfæri sem er
Háskóli Islands.
8