Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 60
Alþjóðasamskipti
Erlendir stúdentar við heimspekideild á árinu voru 235 talsins. Af þeim voru 105
skráðir í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Nemendur í skiptinámi á vegum Erasm-
us-menntaáætlunarinnar, Nordplus-menntaáætlunarinnar og ISEP-studenta-
skipta við Bandaríkin voru 72. í deitdinni var boðið upp á 16 námskeið sem kennd
voru á ensku fyrir utan námskeið enskuskorar en þar fer nám að sjálfsögðu fram
á ensku. Inni í þessum 16 námskeiðum eru styttri námskeið eins og málstofur
heimspekiskorar sem voru 5 talsins. Námskeið í tungumálagreinum fara að jafn-
aði fram á viðkomandi tungumáti og hefur orðið vart við aukinn áhuga erlendra
nemenda á námskeiðum í tungumálaskorum.
Námskeiðin Highlights of lcelandic Literature og History of lceland from the Sett-
lement to the Present sem byrjað var að kenna á vormisseri 1999 fyrir styrk úr
kennslumálasjóði voru aftur í boði á vormisseri 2001. Þá var einn hluti af því sem
kennt var á ensku námskeið íslenskuskorar lcetandic Culture Language and Lit-
erature sem er námskeið hugsað fyrir erlenda skiptinema sem hingað eru komn-
ir til að stunda annað nám en í skor íslensku fyrir erlenda stúdenta. Námskeiðið
hefur verið í boði bæði misserin undanfarin fimm ár og eykst aðsókn ár frá ári.
Sú breyting varð þó á þessu námskeiði að boðið var upp á framhald af tungu-
málahluta námskeiðsins. þ.e. Language and usage II vegna aukins áhuga nem-
enda á að geta verið í íslenskunámi bæði misserin sem þeir dveljast við Háskóla
íslands.
Stúdentar deildarinnar sem fóru sem Erasmus-nemar á vegum Sókratesáætlun-
arinnar til erlendra háskóla á háskólaárinu 2000-2001 voru 36 talsins. Nordplus-
nemar úr heimspekideild á vegum Nordplus-áætlunarinnar voru fjórir. Fimm
nemendur voru við nám í rússnesku í Rússlandi sem eins konar skiptinemar þar
sem nám í rússnesku var ekki í boð háskólaárið 2000-2001.
Kennarar deildarinnar tóku þátt í margvíslegum samskiptum við erlenda háskóla.
Ásdís Egilsdóttir, dósent í íslenskum bókmenntum. kenndi í tvær vikur við há-
skólann í Róm á tímabitinu 6.-17. mars. og flutti þá fyrirlestra um Snorra Sturlu-
son. kveðskap á trúskiptaskeiði og túlkun kristnitökunnar í bókmenntum mið-
alda. Þú flutti hún einnig kennslufyrirlestur við háskólann í Cagliari, Sardiníu. um
goðsöguna um sköpunina í eddukvæðum. Þessi kennsla var þáttur í starfsemi
Sókrates-netsins: Heathen and Christian Religion in Early Germanic Literature
and its Latin Counterparts. Þeir háskólarsem taka þátt í þessu samstarfi eru há-
skólarnir í Bonn, Durham. Reykjavík og Róm. Umsjónarmaður netsins er John
McKinnell f Durham.
Á vegum þessa sama nets kom Maria Elena Ruggerini. kennari í norrænum
fræðum við háskólana í Róm og Cagliari. og kenndi við íslenskuskor á tímabilinu
frá 27. apríl til 5. maí. Kennsla hennar var felld að námskeiðinu Trúskipti og
kristnitaka og var meginefnið dýrkun og ritun um Mikjál erkiengil á Norðurlönd-
um. Ásdís kenndi einnig 21. nóvember-15. desember við norrænudeild háskólans
í Erlangen. Á þessu tímabiti var kennt eitt námskeið (Blockseminar). Die Be-
kehrung in der islándischen Literatur des Mittelalters und die islándische
Heiligentiteratur. Námskeiðinu tauk með skriftegu prófi.
Dagný Kristjánsdóttir. prófessor í íslenskum bókmenntum í skor íslensku fyrir er-
lenda stúdenta. var gestafræðimaður án kennstuskyldu og Fulbright styrkþegi í
Katiforníuháskóla. Santa Barbara.
Margvísleg þátttaka f alþjóðasamskiptum var af hátfu kennara í ertendum tungu-
málum. Guðrún Guðsteinsdóttir, dósent f ensku. var futltrúi Háskóla íslands í
skipulagningu fyrstu sameiginlegu ráðstefnu Manitobaháskóla og Háskólans í
október og ftutti þar erindi ásamt Vésteini Ótasyni. forstöðumanni Stofnunar Árna
Magnússonar. í síðustu Árbók táðist að geta þess að Stofnun í ertendum tungu-
málum hélt alþjóðlega ráðstefnu um kanadísk fræði sem 200 manns sóttu í ágúst
1999.
Nemendur í þýsku tóku þátt í stúdentaskiptum innan Sókrates-áættunarinnar og
stunduðu nám við háskóla í Freiburg. Tubingen. Kötn og Leipzig. Tveir þýskir
nemendur í framhaldsnámi. annar frá háskótanum í Ertangen. hinn frá Berlín.
voru í starfsþjálfun á haustmisseri. í boði DAAD hétdu Gauti Kristmannsson. Pet-
er WeiO og Oddný G. Sverrisdóttir fyrirlestra á ráðstefnunni Deutsch im Norden
sem haldin var í Greifswald frá 8.-12. október.
56