Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 111
formaður frá haustinu 1999 en í september 2000 tók Arnfríður Guðmundsdóttir við
formennsku.
Samstarfssamningur Háskóla íslands og Reykjavíkurborgar
26. júní undirrituðu Páll Skúlason. rektor Háskóla íslands. og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri samstarfssamning Háskólans og Reykjavíkurborgar. sem
fól í sér að koma á fót stöðu forstöðumanns Rannsóknastofu í kvennafræðum.
Markmið samningsins er að efta rannsóknir á sviði kvenna- og kynjafræða innan
Háskólans. Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að greiða helming kostnaðar við
stöðuna til næstu þriggja ára á móti Háskótanum. Jafnréttisnefnd Reykjavíkur-
borgar er ábyrg fyrir framkvæmd samningsins af hátfu Reykjavíkurborgar og
Rannsóknastofa í kvennafræðum ábyrg fyrir framkvæmd samningsins fyrir hönd
Háskólans. Starf forstöðumanns stofunnar var auglýst í júlí 2000.
Starfsmenn
í september var Irma Erlingsdóttir bókmenntafræðingur ráðin í nýtt starf for-
stöðumanns Rannsóknastofu í kvennafræðum. Á vormisseri var Sóley Stefáns-
dóttir starfsmaður stofunnar í 307. starfi.
Rannsóknir
Rannsóknastofan tók virkan þátt í samstarfi við erlendar rannsóknastofnanir á
sviði kvenna- og kynjafræða á árinu. Meðal annars má nefna samstarf við Nor-
rænu kvenna- og kynjarannsóknastofnunina NIKK (Nordisk institutt for kvinne og
kjönsforskning).
Fyrirlestrar og málþing
Eins og undanfarin árstóð Rannsóknastofa í kvennafræðum fyrir viðamikilli
kynningu á rannsóknum í kvenna- og kynjafræðum. Þessi kynning fór einkum
fram í formi rabbfunda (Rabb um rannsóknir og kvennafræði) sem haldnir voru
að jafnaði aðra hverja viku á vor- og haustmisseri. Þá voru haldnir opinberir fyrir-
lestrar með innlendum og erlendum fyrirlesurum.
Útgáfa
Á árinu 2000 gaf stofan út ritið Speglanir, konur í íslenskri bókmenntahefð og
bókmenntasögu eftir Hetgu Kress. prófessor við Háskóla íslands. Fréttabréf stof-
unnar kom út einu sinni á árinu.
Rannsóknastofa í
líffærafræði
Rannsóknastofa í líffærafræði er ein sérstofnana Háskólans og lýtur hún lækna-
deild. Rannsóknastofan hefur verið til húsa að Vatnsmýrarvegi 16. 4. hæð, síðan
haustið 1987. Forstöðumaður rannsóknastofunnar er Hannes Btöndal prófessor í
líffærafræði.
Starfmenn
Starfsmenn úr hópi kennara eru: Ella Kolbrún Kristinsdóttir dósent, Hannes Btön-
dal prófessor, Sigurður Sigurjónsson lektor og Sverrir Harðarson dósent. Annað
starfslið: Birgitta Ásgrímsdóttir líffræðingur, Finnbogi R. Þormóðsson fræðimað-
ur, Fjóla Haraldsdóttir meinatæknir, Guðbjörg Bragadóttir ritari og Jóhann Arn-
finnsson líffræðingur. Starfsmönnum rannsóknastofunnar fækkaði frá árinu áður
en Sigurlaug Aðalsteinsdóttir yfirmeinatæknir lést í október.
Starfsemi
Rannsóknastofa í líffærafræði sinnir vísindalegum rannsóknum í líffærafræði
heilbrigðra og sjúkra. Starfsmenn rannsóknastofunnar annast líffærafræði-
kennslu nemenda í læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlækningum og veita
ýmsum aðilum þjónustu í örsjárrannsóknum (electron microscopy). Á rannsókna-
stofunni fer einnig fram framleiðsta kennsluefnis í líffærafræði í formi prentaðs
máls, tölvuefnis og margvíslegra kennslusýna. Á árinu 1997 gengust starfsmenn
rannsóknastofu í líffærafræði fyrir stofnun námsvers í Læknagarði en þá voru til
þess keyptar tölvur fyrir stúdenta. Síðan hefur á hverju ári verið bætt við tölvu-
tæku efni í líffærafræði í þeim tilgangi að auðvelda nemendum sjálfsnám þar sem
þeir njóta leiðsagnar kennara.