Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 118
Rannsóknir
Helstu rannsóknaviðfangsefni eru eftirfarandi:
• Orsakir og meingerð psoriasis. Þetta verkefni er að hluta styrkt af Evrópu-
bandalaginu og einnig af Rannís og Rannsóknasjóði Háskólans.
Samstarfsaðilar eru annars vegar sex rannsóknahópar í öðrum Evrópulöndum
og hins vegar ístensk erfðagreining. Fimm starfsmenn Rannsóknastofu í
ónæmisfræði unnu að þessum rannsóknum samtals um 3.5 ársverk. Breskur
doktor í líffræði, Andrew Johnston, var ráðinn á árinu til að vinna að þessu
verkefni og greiðast laun hans og rannsóknakostnaður af Evrópustyrknum.
Þrjú handrit um þessar rannsóknir voru send til birtingar í erlendum
fagtímaritum. Forstöðumaður rannsóknastofunnar stjórnar þessu verkefni.
• Ónæmi og ónæmisaðgerðir gegn tungnabólgubakteríum. Bólusetningar-
rannsóknir styrktar af Pasteur Mérieux. Frakklandi, Tæknisjóði Rannís.
Vísindasjóði Landspítalans og Líftækniáætlun Evrópusambandsins. Við
rannsóknina vinna fjórir starfsmenn Rannsóknastofu í ónæmisfræði og
hjúkrunarfræðingar á Heitsuverndarstöð Reykjavíkur, samtats um fjögur
ársverk. Verkefnið er unnið í samstarfi við barnalækna á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur og Landspítata. prófessor í sýklafræði á Landspítala og
sérfræðinga hjá Aventis Pasteur. Því er stjórnað af Sigurveigu Þ.
Sigurðardóttur barnalækni og Ingileifi Jónsdóttur dósent. og það styrkt af
Tæknisjóði Rannís.
• Sýkingarmódel í músum. Þessar rannsóknir eru unnar af fjórum starfs-
mönnum Rannsóknastofu í ónæmisfræði (2.5 ársverk) í samstarfi við
sérfræðinga Chiron Vaccins á Ítalíu og Aventis Pasteur í Frakklandi. Þær eru
styrktar af Aventis Pasteur. Rannsóknasjóði Háskólans, Rannsóknanámssjóði
og Nýsköpunarsjóði stúdenta og stjórnað af Ingileifi Jónsdóttur dósent. Á árinu
hófst rannsókn á bólusetningum nýbura. sem er samstarf 15
rannsóknastofnana. líftækni- og lyfjafyrirtækja. og styrkt af Lífvísindaáætlun
ESB til þriggja ára og íslenski hlutinn einnig af Tæknisjóði Rannís.
• Framvirk rannsókn á orsökum og meingerð iktsýki. Þetta verkefni hefur verið
styrkt að hluta af Rannís og Vísindasjóði Landspítalans. Samstarfsaðilar eru
gigtarlæknar á Landspítalanum en fjórir starfsmenn rannsóknastofunnar
unnu að því, samtals um tvö ársverk. Fyrstu niðurstöður hafa verið kynntar á
nokkrum ráðstefnum. ein grein hefur verið samþykkt til birtingar og tvö
handrit eru í vinnslu. Arnór Víkingsson og Þóra Víkingsdóttir stjórna þessu
verkefni í samvinnu við forstöðumann.
• Tengsl ættlægra gigtarsjúkdóma við arfbundna galla í komplímentkerfinu.
Þetta verkefni hefur verið styrkt að hluta af Rannsóknasjóði Háskólans og Vís-
indasjóði Landspítalans. Þrír starfsmenn rannsóknastofunnar hafa í samvinnu
við Kristján Steinsson yfirlækni unnið að þessu verkefni. samtals um 1.25
ársverk. Niðurstöður hafa verið kynntar á vísindaráðstefnum og í greinum á
atþjóðlegum vettvangi. Kristján Erlendsson hefur stjórnað þessu verkefni í
samvinnu við Kristínu H. Traustadóttur.
• Hlutdeild komplímentkerfisins í gigtar- og kransæðasjúkdómum. Þetta
verkefni hefur verið styrkt af Rannís. Samstarfsaðilar eru gigtar- og
hjartalæknar á Landspítalanum. en tveir starfsmenn rannsóknastofunnar
unnu að því samtals um 1.5 ársverk. Niðurstöður hafa verið kynntar á
vísindaráðstefnum og greinar hafa birst eða bíða birtingar á alþjóðlegum
vettvangi. Verkefninu er stjórnað af Guðmundi J. Arasyni.
• I samvinnu við Hjartavernd var greindur nýr óháður áhættuþáttur fyrir
kransæðastíflu. Um er að ræða skort á Mannose Binding Lectin (MBL) sem
gegnir mikilvægu hlutverki í varnarkerfi líkamans. Þessi uppgötvun samrýmist
þeirri tilgátu að þrátátar sýkingar og bólga séu mikilvægur orsakaþáttur í
kransæðasjúkdómum. Verið er að ganga frá handriti sem lýsir þessari
uppgötvun og áframhatdandi rannsóknir eru fyrirhugaðar. Forstöðumaður
rannsóknastofunnar er í forsvari fyrir þessar rannsóknir.
• Öryggisrannsókn á inngjöf á hreinsuðu Mannose Binding Lectin (MBL) var
gerð í samvinnu við Statens Serum Institut í Kaupmannahöfn. Efnið var gefið í
æð 20 heilbrigðra sjátfboðatiða sem skortir þetta efni. Engar aukaverkanir
komu fram. þannig að nú er ráðgert að hefja tilraunameðferð á sjúklingum
með MBL skort. Forstöðumaður og Þóra Víkingsdóttir voru í forsvari fyrir þetta
verkefni.
Annað
Auk ofangreindra verkefna hefur starfsfólk rannsóknastofunnar unnið að ýmsum
umfangsminni rannsóknum. Forstöðumaður og Ingileif Jónsdóttir starfa í undir-
búningsnefnd fyrir næsta alþjóðaþing ónæmisfræðinga. sem haldið verður í júlí
2001.
114